Fór líka á mjög góða tónleika í Smekkleysubúðinni í fyrradag. Þar lék Huun -Huur-Tu hópurinn frá Tuvu í Síberíu og söngkonan Nina Nastasia. Ég keypti mér disk með þeim fyrrnefndu í kjölfarið. Huun-Hur-Tu leika á ýmis strengjahljóðfæri og bumbu en sérstæðastur er þó söngurinn, hinn svokallaði barkasöngur, sem þeir munu frægastir fyrir. Hljóðin koma djúpt neðan úr hálsinum, svo minnir á fugl, ekki ósvipað rjúpu. Frábær tónlist.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli