Frændi minn, Skírnir Jónsson, fyrum bóndi á Skarði í Dalsminni lést í fyrradag. Hann hafði verið heilsulítill lengi en lést úr heilablóðfalli. Þegar kær ættingi eða vinur deyr hugsar maður maður oft hvað maður hefði viljað hitta hann aftur og tala við hann og maður finnur til saknaðar. Ef ég gæti kallað einhvern dreng góðan, þá væri það Skírnir frændi. Ég mun alltaf eiga hlýjar minningar um hann, en við reyndum alltaf að heimsækja Skarð þegar við áttum leið um Eyjafjörðinn og var ævinlega vel tekið. Jórunn systir mín var í sveit á Skarði og var eins og enn eitt barnið í hópnum. Mér fannst mér alltaf eins tekið þegar ég var á Skarði, enda kynnist maður vart betra fólki en Skírni og Dísu. Skírnir verður jarðsettur næstkomandi fimmtudag.
Ég fagna endurútgáfu tveggja meistaraverka Gunnars Gunnarssonar, Svartfugls og Aðventu, ég tel þær meðal bestu verka sem ég hef lesið eftir hann. Sjá eldri umfjöllun á þessu bloggi um upplifun mína af Svartfugli og Aðventu. Það eina sem ég get amast yfir er kápan, ef marka má ljósmynd sem ég sá í Mogganum í dag. Hún þykir mér afar púkaleg og mér finnst svona góðar bækur eiga skilið fallegri kápu. Ég vildi óska þess að lesendur dæmi ekki bókina eftir kápunni, en ljóst er að við gerum það mörg, allav. upp að vissu marki, og það er svo sem ekkert skrýtið. Eins hefði mátt koma fram í fréttinni sem ég las hvort um er að ræða þýðingar Gunnars sjálfs, sem hann gerði á efri árum eða þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar. Aðventu las ég í afbragðs þýðingu þess síðarnefnda, en Svartfugl á dönsku.
Ég er kominn með nýjustu Harry Potter-bókina og kann kærar þakkir til Kristjáns. Nú skal lesið. Ég hef hingað til ekki kært mig vitund um að hlýða á getgátur eða vísbendingar um söguþráð eða málalok, ég vil einfaldega fá að lesa sjálfur bókina í friði. verður mér þá hugsað til einnar útgáfu Planet of the Apes þar sem endirinn er framan á hulstrinu. Þier hefðu allt eins getað gert kvikmynd sem héti "The Butler Did It", nú, eða "Colonel Mustard With a Spanner in the Library".
Lag dagsins: The Flame Still Burns úr kvikmyndinni Still Crazy. Sú mynd er í miklu uppáhaldi hjá andaktunginum og tónlistin úr henni sömuleiðis. Skítt með myndbandið sem einhver dúður gerði á youtube, það er aðeins lagið sem ég vildi deila með ykkur.
miðvikudagur, júlí 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli