föstudagur, desember 23, 2005

Afmæli, partý og jólajólajóla...

Þetta er helst að frétta:

Besti vinur minn varð tvítugur í fyrradag. Til hamingju, Doddi minn!!! :)

Þórunn hélt afbragðs kórpartý í fyrradag. Gaman að því. Þakkir þeim sem þakkir ber. :)

Kórinn hittist í gær niðri í bæ og söng með nokkrum öðrum, áður kórarnir skiptu liði. Við sungum fyrir utan Eymundsson, héldum upp Laugarveginn, sungum hjá Kebabhúsinu, 66°N, Á horninu á Skólavörðustíg, og rétt hjá Te og Kaffi. Þegar tók að kólna leituðum við skjóls í Dressman. Við sungum “Skreytum hús”, „Kom þú, kom, vor Immanúel“, „Hátíð fer að höndum ein“, „Englakór frá himnahöll“, og „Bjart er yfir Betlehem“. Það var gaman, og við fengum góðar móttökur. Að söngnum loknum tylltum við okkur á Te og Kaffi.

Nú á ég aðeins eftir að finna eina jólagjöf, en ég ætla líka að senda jólakort. Svo er að pakka inn, og blablabla.

Mér þykir leiðinlegt af því að vita, ef fólk er að stressa sig fyrir jólin. Theoretískt á þetta að heita tíminn sem maður ætti minnst að vera að stressa sig. Ganga í það sem maður þarf og vill gera, ef maður getur, annars sleppa því. Taka lífinu með stóískri ró, en krydda það vel með epíkúrisma. Jólin eru það sem maður vill að þau séu. Hér eru nokkrir hlutir sem ég mæli með og koma mér í jólaskap:

Fyrst og fremst er það auðvitað samveran með fjölskyldunni og með vinum. Kaffihúsaferðir verða þá tíðar. :)

Margir tónleikar í boði núna. Góður kórsöngur hrífur mig alltaf. Háskólakórinn hittist kl. 20:00 í kvöld á horni Lækjargötu og Austurstrætis og mun svo líklegast halda upp Laugarveginn.

Matur: Hangiket, mandarínur, rjúpur (ef þær fást), kalkúnn, svartfugl, hamborgarhryggur, ís à la mamma, ris à la mande (e-r besti eftirréttur sem um getur), smákökur (ekki síst piparkökur) og laufabrauð.(Ég fæ vatn í munninn bara af því að skrifa þetta)

Tónlist: „Jól“ eftir Jórunni Viðar. „Hærra, minn guð, til þín“. Það aldin út er sprungið“. „Abendglocken“. Platan Frank’s Wild Years með Tom Waits. Í fyrra hlustaði ég líka heilmikið á The Cure og Edith Piaf á þessu tímabili, og er það vel.

Kvikmyndir: The Nightmare Before Christmas, It’s A Wonderful Life, Ben-Hur, Life Of Brian, Edward Scissorhands.

Lesefni:

A Christmas Carol eftir Charles Dickens.

Tvær klassíksar Andrésar Andar-sögur eftir Carl Barks: Christmas On Bear Mountain (fyrsta sagan með Jóakim) og Jul in Pengeløse.


Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Ég lauk við hana í gær og var afar hrifinn af henni. Einstaklega vel skrifuð bók, eins og við var að búast af Gunnari. Þessi saga var og er söluhæsta bók hans. Sagan byggir á frásögn Fjalla-Bensa af ferðum hans á Mýrdalsöræfum. Þegar hátíð fer í hönd heldur Bendikt í sína árlegu göngu upp á öræfin, ásamst sauði sínum, Eitli og hundinum Leó, til að leita eftirlegukinda, sem mönnum hafði sést yfir í öllum þremur göngum, finna þær og koma þeim heilum og höldnum til byggða. Hann tekur þessa þjónustu á hendur óumbeðinn, hann vill ekki að kindurnar verði úti, þær eru verur með lífi, blóði og sál og honum fannst eins og hann bæri einhvers konar ábyrgð á þeim. En allar líkur eru á að óveður sé í aðsigi.
Ég segi ekki meira að sinni. Vill ekki spilla fyrir ánægjunni af lestrinum. Ég læt að lokum fylgja tilvitnun úr henni:

„Hérna var han nú á gangi í snjó; hvítt í allar áttir, svo langt sem augað eygði, gráhvítur vetrarhimininn, jafnvel ísinn á vatninu í miðri sveitinni var hélaður eða þakinn þunnu snjólagi, það voru aðeins lágu eldgígarnir sem hér og þar gægðust upp ú því, sem ristu með börmunum svarta hringi, stóra og smáa eins og táknmyndir í snjóauðnina. En tákn um hvað? Var hægt að koast til botns í því? Ef til vill sögðu þessir gígmunnar: látum allt frjósa, grjót og vatn storkna, látum loftið frjósa og sáldrast niður í hvítum hnoðrum og breiðast eins og brúðarlín, eins og náblæju yfir jörðina, látum andardráttinn frjósa í munni þínum og vonina í hjarta þínu og blóðið í dauðanum í aæðum þín – undir niðri lifir eldurinn. Ef til vill sögðu þeir eitthvað því líkt. Og hver var svo ráðningin á því? Ef til vill sögðu þeir líka eitthvað annað. En að þessum svörtu hringum undanteknum, var allt hvítt, sérstaklega byggðavatnið, - glithvítur flötur og slétt, eins og stofugólf. Hver var þar fyrir og bauð í dans?
Og eins og hún væri fædd af allri þessari hvítu reginauðn með hinum svörtu hringum gíganna og einstöku hraundröngum, sem gnæfðu eins og tröllkarlar upp úr hér og þar, var hátíð þennan sunnudag yfir fjallasveitinni, ómælanleg, óflekkuð hvít helgi umhverfis hvíldardagsreykina upp af hinum dreifðu, lágreistu bæjum, sem varla náðu upp úr snjónum, óskiljanleg og óskiljanlega fyrirheitafull kyrrð – aðventa. Aðventa, já. Benedikt tók orðið sér í munn með varfærni, þetta stóra, hljóðláta orð, svo furðulega annarlegt og inngróið í senn, ef til vill inngrónast Benedikt allra orða. Að vísu var honum ekki fyllilega ljóst, hvað það þýddi, en þó var fólgið í því að vænta einhvers, eftirvænting, undirbúningur – svo langt náði skilningur hans. Með árunum var svo komið, að þetta eina orð fól í sér næstum allt hans líf. Því hvað var líf hans, hvað var líf mannsins á jörðinni annað en ófullnægjandi þjónusta, sem þó varð manni kær með því að vænta einhvers, með eftirvæntingu, undirbúningi?“

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.