þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Erzählen Sie mir von Ihrer Vater
Það verður annars að segja, að þrátt fyrir alvarleika máls eins og Doru (og þá staðreynd að þetta er býsna langur lestur og sumstaðar flókinn), er ekki annað hægt en að hafa húmor fyrir því.

Til að mynda sprakk ég úr hlátri yfir svari Doru, eftir að þau höfðu rætt draum sem hana dreymdi og Sigmundur benti henni á að orðið „gimsteinabox“, sem kom fyrir í draumnum, væri oft notað yfir sköp kvenna. Svaraði þá Dora „Ég vissi að þú myndir segja það“.

Ég hef komist að því að það er oft gott, við próflestur, ef maður getur tengt efnið við eitthvað, t.d. lag sem maður þekkir, til að reyna að muna það. Í enskum bókmenntum mátti finna aðal hugmynd „Leaves of Grass“ í upphafsorðum „I Am The Walruss“ með Bítlunum: „I am you as you are he as you are me and we are all together“. Ég held að þetta sýni að eitthvað af þessu þrennu eða allt eigi við um John og Paul:
a) Þeir voru transcendentalistar
b) Þeir höfðu fjörugt ímyndunarafl
c) Þeir voru útúrstónd.
Löngu hefur verið sannað að a) og b) átti við um þá almennt á þessu tímabili. Af hliðstæðum þessa ljóðs og lags hallast ég að tilgátu a) og held að þetta þrennt geti þá farið fullkomnlega saman.

Að sama skapi var grundvallarpælingin um illskuna í „Young Goodman Brown“ eftir Hawthorne sú sama og í „Sympathy For The Devil“ með The Rolling Stones.

Í tilfelli Doru flýgur mér í hug nafn á lagi með New Order, sumsé „Bizzarre Love Triangle“.

Ég hugsa líka að Freud væri ekki alveg sammála hinu ágæta lagi Tom Waits, „Innocent when You Dream“.

Vésteinn pantaði sér um daginn Freud-action figure með pósti. Hversu svalt er það?

Með hádegiskaffinu: Herzeleid með Rammstein og Dora – An Analysis of A Case of Hysteria eftir Sigmund Freud, sem ég les fyrir bókmenntafræðipróf í ensku.

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Í lesbók Morgunblaðsins í dag má á blaðsíðu 9 finna tvö ljóð eftir föður minn.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

„Komið í veg fyrir stríð“
Ég má til með að deila með ykkur skemmtilegri tilvitnun úr Blackadder Goes Forth. Því miður er ámóta „fyrirbyggjandi“ hugsunarháttur og í dæminu á eftir býsna ráðandi enn í dag. Hér er gripið niður í samtal Kafteins Edmund Blackadder, George og Baldrick í fyrri heimsstyrjöldinni, í lokþættinum. Til að skilja eina athugasemd George þarf að geta þess að til þess að sleppa við að þurfa að sækja fram hugðist Blackadder þykjast vera orðinn geðveikur með því að setja nærbuxur á höfuðið á sér, troða blýöntum upp í nasirnar, auk þess að svara spurningum með orðinu „wooble“. :)

Baldrick: Permission to ask a question, sir...
Edmund: Permission granted, Baldrick, as long as isn't the one about where babies come from.
Baldrick: No, the thing is: The way I see it, these days there's a war on, right? and, ages ago, there wasn't a war on, right? So, there must have been a moment when there not being a war on went away, right? and there being a war on came along. So, what I want to know is: How did we get from the one case of affairs to the other case of affairs?
Edmund: Do you mean "How did the war start?"
Baldrick: Yeah.
George: The war started because of the vile Hun and his villainous empire-building.
Edmund: George, the British Empire at present covers a quarter of the globe, while the German Empire consists of a small sausage factory in Tanganyika. I hardly think that we can be entirely absolved of blame on the imperialistic front.
George: Oh, no, sir, absolutely not. (aside, to Baldick) Mad as a bicycle!
Baldrick: I heard that it started when a bloke called Archie Duke shot an ostrich 'cause he was hungry.
Edmund: I think you mean it started when the Archduke of Austro-Hungary got shot.
Baldrick: Nah, there was definitely an ostrich involved, sir.
Edmund: Well, possibly. But the real reason for the whole thing was that it was too much effort *not* to have a war.
George: By (Gum? [it's not `God']) this is interesting; I always loved history -- The Battle of Hastings, Henry VIII and his six knives, all that.
Edmund: You see, Baldrick, in order to prevent war in Europe, two superblocs developed: us, the French and the Russians on one side, and the Germans and Austro-Hungary on the other. The idea was to have two vast opposing armies, each acting as the other's deterrent. That way there could never be a war.
Baldrick: But this is a sort of a war, isn't it, sir?
Edmund: Yes, that's right. You see, there was a tiny flaw in the plan.
George: What was that, sir?
Edmund: It was bollocks.
Baldrick: So the poor old ostrich died for nothing.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Varp hlekk á minn ágæta vin og nafna, Einar Jó. Hlekk þenna má finna hægra megin á síðunni.

mánudagur, febrúar 20, 2006

Yðar einlægur sötrar hádegiskaffi, reynir að tönnla sér í gegn um glærur um liberal humanism í bókmenntafræði og hlýðir á safndisk með Jimi Hendrix. Yðar einlægur flettir einnig í gegn um blöðin og fárast yfir þjóðhverfum hugsunarhætti, fordómum og þekkingarleysi sem veður uppi í blöðunum (og auðvitað víðar). Ef það er eitthvað sem yðar einlægur þolir illa þá er það hroki, hræsni, fordómar, þekkingarleysi (eða réttara sagt fólk sem virðist kjósa að halda í þekkingarleysið) hatur og lygar. Svona, svo eitthvað sé nefnt. Helvítis alhæfingar, "við VS þeir". "The world VS oxter" (eða ocster? veit ekki alveg hvurnin þetta er stafað). Þetta er nóg til að geta fengið undirritaðan til að fnasa af gremju, svo það kemur fyrir að hann spyrji sig eins og Dr. Evil: "Why must I be surrounded by friggin' idiots?" Til allrar hamingju er það þó svo að þó Kleppur sé víða þá er hann ekki alls staðar. Ekki er ólíklegt að yðar einlægur skrifi eitthvað nánar um slíkt síðar. Hvað Hendrix varðar, þá eru þessi lög helst í spilun: Little Wing, Voodoo Chile (Slight Return), Hey Joe og Castles Made of Sand.

"When the power of love over comes the love of power, the world will know peace"
--Jimi Hendrix

Til hamingju, Ísland! :D

Áfram, Silvía Nótt!

70.000 atkvæði. Ekki amalegt, það. ;)

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Já, einmitt! Skjótið sendiboðann!

Tjáningarfrelsi, einhver? *hóst*

mánudagur, febrúar 13, 2006

Communication Breakdown? No more!

Yðar einlægur ritar þessi orð grútsyfjaður, sitjandi í tölvveri Árnagarðs. Yðar einlægur ætti að temja sér að fara fyrr að sofa. En svo er mál með vexti að ég er kominn með nýjann farsíma. Ég er ekki búinn að virkja hann en mun líkast til hafa sama númer og áður. Móðir mín fékk sér nýjan gemsa og ég get fengið gamla hennar. Aðra góða fregn hef ég að herma: Heimilinu hefur hlotnast DVD spilari. Vel sé þeim sem veitti mér. Takk, mamma.
Nóg af heimalærdómi næstu daga. Viva academia. Byrja á að kára Yeats. Gaman að lesa hann. Það verður líka gaman að lesa Gulliver's Travels eftir Jonathan Swift. Ég las hana raunar fyrir mörgum árum síðan, þegar ég ar ennþá hvítvoðungur í blautu barnsbeini. Ennþá syndlaus, að erfðasyndinni undanskilinni*. Ekki sá óalandi og óferjandi fjandi sem þið þekkið í dag, sumsé, hoho. Buffalo trip í Vífilfell á föstudaginn. Hygg ég að það verði skemmtilegt.

*smá tilvísun í Gunnar Gunnarsson. Fanboy. :)

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Lag dagsins: Sunday Morning Coming Down með Johnny Cash, samið af Kris Kristofferson.

This Modern World: The Innocent have nothing to hide




Smellið á rammann til að skoða myndasöguna.

föstudagur, febrúar 10, 2006

Lag dagsins: Hið gullfallega Orange Sky með Alexi Murdoch, af smáskífunni Four Songs.
Alexi Murdoch á ættir sínar að rekja til Grikklands og Skotlands.Hann fæddist í London, ólst upp í Grikklandi til tíu ára aldurs, og eftir það í Skotlandi. Ætti ég að reyna að flokka tónlistina hans myndi ég lýsa henni sem indie-folk-kassagítar-trúbador-tónlist. Heimasíðan hans er hér. Ef þið smellið á multimedia má finna þar upptöku þar sem hann flytur lagið live með bandinu sínu, auk nokkurra í útvarpi. Einnig er viðtal við hann. Ég birti textann við lagið hér:

Orange Sky

Well I had a dream
I stood beneath an orange sky
Yes I had a dream
I stood beneath an orange sky
With my brother standing by
With my brother standing by
I said Brother, you know you know
It’s a long road we’ve been walking on
Brother you know it is you know it is
Such a long road we’ve been walking on

And I had a dream
I stood beneath an orange sky
With my sister standing by
With my sister standing by
I said Sister, here is what I know now
Here is what I know now
Goes like this..
In your love, my salvation lies
In your love, my salvation lies
In your love, my salvation lies
In your love, in your love, in your love

But sister you know I’m so weary
And you know sister
My hearts been broken
Sometimes, sometimes
My mind is too strong to carry on
Too strong to carry on

When I am alone
When I’ve thrown off the weight of this crazy stone
When I've lost all care for the things I own
That's when I miss you, that's when I miss you, that's when I miss you
You who are my home
You who are my home
And here is what I know now
Here is what I know now
Goes like this..
In your love, my salvation lies
In your love, my salvation lies
In your love, my salvation lies
In your love, my salvation lies
In your love, my salvation lies
In your love, my salvation lies
In your love, my salvation lies
In your love, in your love, in your love

Well I had a dream
I stood beneath an orange sky
Yes I had a dream
I stood beneath an orange sky
With my brother and my sister standing by
With my brother and my sister standing by
With my brother and my sister standing by

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Eilítið af myndbirtingum Jyllandsposten. Vísað á góða grein Agga.

Það er með ólíkindum hve umræðan um myndbirtingar Jyllandsposten hefur viljað litast af miklum fordómum og skilningsleysi í garð múslima. Verstar þykja mér ef til vill alhæfingarnar.
Mér þykir annars „skopmyndir“ villandi orðalag. Mér fannst myndirnar altént ekkert fyndnar, og þetta er ekkert “saklaust grín” hér á ferð, jafnvel á vestrænana mælikvarða. „Háðsmyndir“ væri réttara. Dæmi: Mynd af Múhameð með sprengju í stað túrbans? Hvað er hægt að kalla þetta annað? Þessar myndir draga upp rasíksa stereómynd af múslimum og aröbum yfir höfuð. Sá þáttur hefur ekki farið hátt í umræðunni hér vestra. Jyllandsposten var fyrst og fremst að reyna á mörkin, hversu langt er hægt að fara með að ögra fólki og ata það aur, undir yfirskyni tjáningarfelsis. Þetta er basically spurning um lagalegan rétt manns til að vera smekklaus. Og spurning um það hvort tjáningarferlsi fylgi ábyrgð.
Ég hefði ef til vill skrifað meira, ef Aggi hefði ekki skrifað þessa líka afbragðs grein á blogginu sínu, sem ég tek heilshugar undir. Sú grein bergmálar mínar eigin skoðanir og gott um betur. Hef ég því í raun ekki meira við það að bæta. Greinina má nálgast "hér". Skrollið á þriðju neðstu greinina á forsíðunni. Fyrirsögnin er „Að hinstu um þetta mál“. Hvet ég svo Agga til að birta hana víðar.

mánudagur, febrúar 06, 2006

Ég verð víst að reyna að hrista þessa bloggleti af mér. Ýmislegt brennur á mér, en einnig er ég enn að velta vöngum yfir ýmsu. Þegar ég blogga vil ég auðvitað líka geta verið ánægður með færsluna. Tíminn verður víst bara leiða það í ljós.
Mikil heimavinna framundan. Jibbí. Skólinn er fínn per se, en ég þarf að vinna mig upp í hinu og þessu, auk þess að halda dampi.
Þangað til er lag dagsins Child In Time með Deep Purple, af plötunni In Rock. Þar hafið þið það. :)

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

...and now for something completely different

Stofni ég einhvern tíma hljómsveit skal hún heita The Vervet Monkeys.
Lætur alla vega betur í munni en Cercopithecus aethiops.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.