þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Erzählen Sie mir von Ihrer Vater
Það verður annars að segja, að þrátt fyrir alvarleika máls eins og Doru (og þá staðreynd að þetta er býsna langur lestur og sumstaðar flókinn), er ekki annað hægt en að hafa húmor fyrir því.

Til að mynda sprakk ég úr hlátri yfir svari Doru, eftir að þau höfðu rætt draum sem hana dreymdi og Sigmundur benti henni á að orðið „gimsteinabox“, sem kom fyrir í draumnum, væri oft notað yfir sköp kvenna. Svaraði þá Dora „Ég vissi að þú myndir segja það“.

Ég hef komist að því að það er oft gott, við próflestur, ef maður getur tengt efnið við eitthvað, t.d. lag sem maður þekkir, til að reyna að muna það. Í enskum bókmenntum mátti finna aðal hugmynd „Leaves of Grass“ í upphafsorðum „I Am The Walruss“ með Bítlunum: „I am you as you are he as you are me and we are all together“. Ég held að þetta sýni að eitthvað af þessu þrennu eða allt eigi við um John og Paul:
a) Þeir voru transcendentalistar
b) Þeir höfðu fjörugt ímyndunarafl
c) Þeir voru útúrstónd.
Löngu hefur verið sannað að a) og b) átti við um þá almennt á þessu tímabili. Af hliðstæðum þessa ljóðs og lags hallast ég að tilgátu a) og held að þetta þrennt geti þá farið fullkomnlega saman.

Að sama skapi var grundvallarpælingin um illskuna í „Young Goodman Brown“ eftir Hawthorne sú sama og í „Sympathy For The Devil“ með The Rolling Stones.

Í tilfelli Doru flýgur mér í hug nafn á lagi með New Order, sumsé „Bizzarre Love Triangle“.

Ég hugsa líka að Freud væri ekki alveg sammála hinu ágæta lagi Tom Waits, „Innocent when You Dream“.

Vésteinn pantaði sér um daginn Freud-action figure með pósti. Hversu svalt er það?

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.