mánudagur, febrúar 20, 2006

Yðar einlægur sötrar hádegiskaffi, reynir að tönnla sér í gegn um glærur um liberal humanism í bókmenntafræði og hlýðir á safndisk með Jimi Hendrix. Yðar einlægur flettir einnig í gegn um blöðin og fárast yfir þjóðhverfum hugsunarhætti, fordómum og þekkingarleysi sem veður uppi í blöðunum (og auðvitað víðar). Ef það er eitthvað sem yðar einlægur þolir illa þá er það hroki, hræsni, fordómar, þekkingarleysi (eða réttara sagt fólk sem virðist kjósa að halda í þekkingarleysið) hatur og lygar. Svona, svo eitthvað sé nefnt. Helvítis alhæfingar, "við VS þeir". "The world VS oxter" (eða ocster? veit ekki alveg hvurnin þetta er stafað). Þetta er nóg til að geta fengið undirritaðan til að fnasa af gremju, svo það kemur fyrir að hann spyrji sig eins og Dr. Evil: "Why must I be surrounded by friggin' idiots?" Til allrar hamingju er það þó svo að þó Kleppur sé víða þá er hann ekki alls staðar. Ekki er ólíklegt að yðar einlægur skrifi eitthvað nánar um slíkt síðar. Hvað Hendrix varðar, þá eru þessi lög helst í spilun: Little Wing, Voodoo Chile (Slight Return), Hey Joe og Castles Made of Sand.

"When the power of love over comes the love of power, the world will know peace"
--Jimi Hendrix

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.