Eilítið af myndbirtingum Jyllandsposten. Vísað á góða grein Agga.
Það er með ólíkindum hve umræðan um myndbirtingar Jyllandsposten hefur viljað litast af miklum fordómum og skilningsleysi í garð múslima. Verstar þykja mér ef til vill alhæfingarnar.
Mér þykir annars „skopmyndir“ villandi orðalag. Mér fannst myndirnar altént ekkert fyndnar, og þetta er ekkert “saklaust grín” hér á ferð, jafnvel á vestrænana mælikvarða. „Háðsmyndir“ væri réttara. Dæmi: Mynd af Múhameð með sprengju í stað túrbans? Hvað er hægt að kalla þetta annað? Þessar myndir draga upp rasíksa stereómynd af múslimum og aröbum yfir höfuð. Sá þáttur hefur ekki farið hátt í umræðunni hér vestra. Jyllandsposten var fyrst og fremst að reyna á mörkin, hversu langt er hægt að fara með að ögra fólki og ata það aur, undir yfirskyni tjáningarfelsis. Þetta er basically spurning um lagalegan rétt manns til að vera smekklaus. Og spurning um það hvort tjáningarferlsi fylgi ábyrgð.
Ég hefði ef til vill skrifað meira, ef Aggi hefði ekki skrifað þessa líka afbragðs grein á blogginu sínu, sem ég tek heilshugar undir. Sú grein bergmálar mínar eigin skoðanir og gott um betur. Hef ég því í raun ekki meira við það að bæta. Greinina má nálgast "hér". Skrollið á þriðju neðstu greinina á forsíðunni. Fyrirsögnin er „Að hinstu um þetta mál“. Hvet ég svo Agga til að birta hana víðar.
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli