mánudagur, febrúar 13, 2006

Communication Breakdown? No more!

Yðar einlægur ritar þessi orð grútsyfjaður, sitjandi í tölvveri Árnagarðs. Yðar einlægur ætti að temja sér að fara fyrr að sofa. En svo er mál með vexti að ég er kominn með nýjann farsíma. Ég er ekki búinn að virkja hann en mun líkast til hafa sama númer og áður. Móðir mín fékk sér nýjan gemsa og ég get fengið gamla hennar. Aðra góða fregn hef ég að herma: Heimilinu hefur hlotnast DVD spilari. Vel sé þeim sem veitti mér. Takk, mamma.
Nóg af heimalærdómi næstu daga. Viva academia. Byrja á að kára Yeats. Gaman að lesa hann. Það verður líka gaman að lesa Gulliver's Travels eftir Jonathan Swift. Ég las hana raunar fyrir mörgum árum síðan, þegar ég ar ennþá hvítvoðungur í blautu barnsbeini. Ennþá syndlaus, að erfðasyndinni undanskilinni*. Ekki sá óalandi og óferjandi fjandi sem þið þekkið í dag, sumsé, hoho. Buffalo trip í Vífilfell á föstudaginn. Hygg ég að það verði skemmtilegt.

*smá tilvísun í Gunnar Gunnarsson. Fanboy. :)

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.