Hej alle huppa! Ég er búinn að vera hér í góðu yfirlæti í nokkra daga í Skövde, hjá systur, mági og frændsystkinum. Mamma og amma koma hingað 26. Þá á Valli líka afmæli. Afskaplega gaman hjá okkur ok allt tegner til en jättebra jul. :)
Allt klappað og klárt, búinn að kaupa jólagjafir handa öllum, pakka inn og skreyta jólatréð. Katrín Ásta valdi sér reyndar í raun sjálf gjöf, því hún tók ástfóstri viðlítinn tösku-bangsa sem var í búðinni og Valla gef ég Spider-Man bifreið. Denn är jättekul (leiðréttið sænskuna ef hún er stirðbusaleg.
Í dag keypti ég gjafir og fór út að leika á sleða með Valla. Fyrst dró ég hann, svo vildi hann draga sjálfur. Við löbbuðum um holt og hæðir (jæja, BREKKU þá), jájá, örkuðum heillengi og lékum okkur á róló. Svo var Nenni frændi orðinn frosinn á nefinu og við héldum heim. ;) Katrín Ásta er líka alltaf jafn yndisleg. Og þau bæði. Þyrfti að geta postað myndum af þeim. Henni gef ég líka ansi skemmtilegan BR-kall. Við höfum það afskaplega gott.
Æi, mér dettur nú ekkert voðalega margt fleira í hug að að segja. Þó er frá nógu að segja. Þyrfti bara að skrifa svona nokkuð hjá mér. Komist ég í tölvuna á morgun eða á næstunni, fáið þið e.t.v. að heyra meira.
Þann 30. fer ég með Arnari á Return Of The King. Jibbí!
Er að lesa The Pianist, var að klára Hrafnkells sögu Freysgoða og langar líka að lesa Egils sögu og The Silmarillion. Auk þess hafði ég Cyrano frá Bergerac og Íslandsklukkuna með.
Þar eð ég hef takmarkaðan netaðgang vil ég nota tækifærið og óska ykkur öllum hjartanlega gleðilegra jóla, og þakka ykkur allt hið liðna. Hafið það sem allra best, elsku vinir. :) :) :D
Jättekjam!
Ni vet hvem ni är ;)
Og farsælt komandi ár, heyrið þið eða sjáið ekkert frá mér fyrir þann tíma.
Lög dagsins: ,,Nútíminn" og fleiri lög með Þursaflokknum.
miðvikudagur, desember 24, 2003
laugardagur, desember 20, 2003
Verið þið sæl í bili, vinir. Á morgun flýg ég nefninlega til Svíþjóðar, hitti loksins Jórunni, Arnar, Valla og Katrínu Ástu aftur og verð um jól og áramót hjá þeim!!! :) :) :D
En þó ég verði fjarri augum ykkar, vinir mínir og aðrir sem kynnuð að nenna að lesa þetta, þá verður hugur minn ekki fjarri ykkur og ég vonast til að geta bloggað eitthvað úti. :)
Jæja, það víst hyggilegast fyrir mig að fara að ganga til náða. Við sjáumst.
Lög dagsins (nojæja, eða kvöldsins): Dancing With The Moonlit Knight með Genesis og Herido De Sombras með Ibrahim Ferrer.
laugardagur, desember 13, 2003
föstudagur, desember 12, 2003
fimmtudagur, desember 11, 2003
miðvikudagur, desember 10, 2003
ANDSKOTINN. Svaf hrottalega yfir mig í morgun. Ætlaði að vakna tíu, hafði lært til 1-2, fór svo að kjafta við Véstein eftir það. Einkenndist það samtal af djúpum félagsfræðilegum og heimspekilegum vangaveltum um þjóðfélagsstöðu, sem og svefngalsa og almennum fíflagangi. Lagðist í fletið um 3 og hef bersýnilega verið orðinn afar ör og kexruglaður af syfju, því mig minnti endilega að ég hefði stillt klukkuna á símanum á að vekja mig kl. 10. Ég rumska svo um égveitekkihvað-leitið og ýmynda mér að ég hafi hreinlega vaknað fyrr, enn dofinn af syfju. Svo er bara klukkan orðin 1-2 og það var meira að segja slökkt á símanum! ANDSKOTINN, ANDSKOTINN, ANDSKOTINN. Gnnnnnnnyarrrrghhh.........
Er á þjóðarbókhlöðu að reyna að drösla mér áfram, sækist hægt, verð eflaust að vaka aftur frameftir í nótt til að komast í gegn um þetta og mæta svo eins og útspýtt hundskinn í prófið.
Jah, skítur minn á spýtu!
Speki dagsins: Það næstversta sem maður getur gert þegar maður er búinn að læra mikið fyrir próf er að sofa á því. Það versta sem maður getur gert er að sofa ekki á því.
Í dag og í gær hefur einn diskur verið mjög í spilun hjá mér, en það er Mansöngur eftir ömmu mína sem er nú loksins kominn út. Inniheldur hann kórverkið Mansöng við Ólafsrímu Grænlendings og ballettana Eld og Ólaf Liljurós.
...ég er farinn að læra.
þriðjudagur, desember 09, 2003
föstudagur, desember 05, 2003
Hello, Pikachu from Pokemon. You are very friendly
and nice, but when somebody you don't know
comes to talk to you, you are very shy and so
scared you won't run away. You do whatever is
loserish, and you do not fight back if somebody
is mean to you. If you had magical powers, you
would use them seriously (evilly). So,
basically, you are a wimp, a loser, and
everything NOT cool to the people around you -
even though you ARE the good guy, but if you
had advantage, you would do what is NOT
loserish :)
*****WHAT CARTOON ARE YOU??? - NEW AND IMPROVED - MANY DIFFERENT RESULTS*****
brought to you by Quizilla
AAAAARRRRRRGGGGHHHHH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
þriðjudagur, desember 02, 2003
Nýyrði.
Hlýðið nú allar helgar kindir.
Heyrt hef ég nokkur sorgleg nýyrði á dögunum.
Þegar ég var að hlusta á fréttirnar uym daginn, var frétt um smygl. Þar hljómaði tvisvar orð sem ég hafði ekki heyrt áður. Það var orðið Smyglingur. Eitthvað á þessa leið ,,...lögreglan varð uppvísa um smygling á fjórða tímanum í dag..."
Sjáum nú til. Það eru til orð eins og ,,smygl", ,,smyglvarningur", ,,smyglari"... EN HVAÐ Í HELVÍTINU ER SMYGLINGUR???!!!
,,Smyglingur hefur sést iðulega við Íslandsstrendur yfir sumarmánuðina en flýgur svo suður á bóginn þegar nær dregur vetri...." :Þ
Svo er viðskiptafræðin að sjálfsögðu gnægðarbrunnur og uppsprettulind íðorðanna. Í gær heyrði ég t.d. orð eins og ,,skalarhagkvæmni" og ,,högnun".
,,Högnun" er sumsé sú athöfn að hagnast, samkvæmt kennara mínum. :Þ
Löng þögn frá minni hálfu á meðan hún útskýrði merkingu orðsins, eins og ekkert væri eðlilegra. Ég þagði en starði svipbrigðalaus á hana, með frosið andlit og kinkaði hægt kolli.
,,Vegna skilvirkrar skalarhagkvæmni varð umtalsverð högnun á smyglingnum..." :Þ
Jæja, best að læra
mánudagur, desember 01, 2003
Yay! You are John Entwistle, the quiet one in the
band. You play bass, like drugs, but not to the
point where they'd mess up the band you've got
going. You are multi-talented, but tend to fade
into the background a little.
Which member of The Who are you?
brought to you by Quizilla
Þar hafið þið það. Ekki leiðum að líkjast.
sunnudagur, nóvember 30, 2003
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
þriðjudagur, nóvember 11, 2003
föstudagur, nóvember 07, 2003
Blogeddíblogg.
Dulítið langt síðan að ég bloggaði síðast. Svo margt hefur verið um að vera að ég veit ekki hvar ég ætti að byrja. (kannskiá byrjuninni :Þ )
Nóg að gera í kórnum og Herranótt, síðasta Herranæturæfingin er á Laugardag, einhvers konar samspunaæfing. Svo er bara að sjá...
Þetta er allavegana búið að vera mjög skemmtilegt, vona að ég fái hlutverk, geri náttúrulega mitt besta og svo verður auðna að ráða um þetta.
Vésteinn er kominn heim frá Ungverjalandsferð sinni, var með Telmu og kom á mánudag. Mamma er hins vegar farinn til Österreich, kemur á sunnudag.
Alltaf er þessi fjölskylda mín á sífelldu ani... ;)
Mamma á afmæli í dag. :) :D
Verð að finna eitthvað fallegt handa henni. :) :) :)
Fékk nýja strengi og hreinsiefni fyrir gítarinn. Enfin! Þetta hef ég dregið að gera frá því að ég hélt til Krítar, og er komin með alvarleg fráhvarfseinkenni.
Kvikmyndadeild hefur tafist dálítið. Ekki það að hafi ekki verið fundir. En það hefur alltaf eitthvað stangast á eða komið uppá til að hindra vort starf. Veit ekki hvort við getum sýnt í Kösu í næstu viku, skilst að þá sé megavika Framtíðarinnar.
En Vésteinn veitti mér góðar fréttir sem ég hafði ekki haft Guðmund um. Hægt er að leigja MÍR- salinn á Klapparstíg fyir 5000 á dag, og í kaupunum fylgir að vanur maður sér um vélina og allt tæknistúss. Voandi að Skólafélagið gæti styrkt okkur eitthvað. Þetta opnar alveg nýja möguleika, ekkert ,,loka kl. ellefu"-neitt
Sá annars tvær einstaklega góðar myndir um daginn. ,,The Pianist" og ,,Chinatown", báðar eftir Roman Polanski. Hef nú séð 4 myndir eftir meistarann og ætla mér að fjölga tölunni á næstunni. Sá líka eina yndislega steikta mynd með Dodda á Kvennó-sýningu; ,,Pee-Wee Herman's Big Adventure". Leikstjóri er sjálfur Tim Burton. Go figure.
Doddi bentir mér reyndar líka á um daginn, þegar við ætluðum á Kill Bill (sem er suddalega góð mynd) að við höfum verið vinir í 10 ár í ár. Það finnst mér magnað, og ber að halda upp á. Í raun einstakt, og sú vinátta hefur þýtt mikið fyrir mig. Ég meina, margir eru kunningjar, og vinveittir hvor öðrum eftir að skóli, flutningar eða eitthvað kemur á milli, en við höfum verið bestu vinir síðan fyrsta veturinn í Vesturbæjarskóla. Og slíka vináttu tel ég verðmætara en flest annað, og bera af nokkrum veraldlegum gæðum.
Platónsk ást, you can't beat it ;D
Aggalingur átti svo afmæli á laugardaginn, en virðist ekki hafa haldið neitt stórt upp á það. Alla vegana vissi ég ekki af því fyrr en eftir á. Kallinn bara orðinn nítján, og óska ég honum að sjálfsögðu hjartanlega til hamingju með það.
Hárið á Agga er hins vegar heldur farið að þynnast og má það rekja til áfenginsdauða og Allaflipps.
Allt of langt síðan að ég hitti hann, og ár og dagur síðan að ég hitti Alla. Það verður að bæta.
Styttist í próf, og af því tilefni og afmæli Agga, útsetti ég texta þekkts vetrarsólstöðulags á nýjan og nokkuð frjálslegan hátt. Og allir saman nú!
Bráðum koma blessuð prófin
börnin fara að hlakka til
Agga gef ég eitthvað fallegt
í það minnsta kerti og spil
Heillahamingjuafmælisóskir færi ég einnig Pedro, en hann átti afmæli í dag. :)
Ég óskaði honum meira að segja til hamingju einum degi áður. Segið svo að maður sé ekki vinur vina sinna. ;)
Hlustaði á Pretty Ugly með Noise í fyrradag, en hann er nýkominn í tónlistarbúðir. Og hann er einstaklega góður. Raggi Sólberg trommar inn á plötuna með stakri prýði, en nú er Hálfdán genginn aftur til liðs við sveitina. Kvöldið eftir fór ég á tónleika með þeim á 22 og skemmti mér konunglega, enda voru þeir alveg Über góðir. Á eftir þeim spiluðu svo Lokbrá, og sá ég þá í fyrsta skipti. Vægast sagt ekki slæmt first impression. Helvíti góðir.
Spjallaði svo við strákana um veðrið yfir kamillutei og trönuberjasaft eftir tónleikana, hengum reyndar þangað til staðnum var lokað, bárum hljóðfærin upp og skjögraði svo heim. Svona fer trönuberjasaftin með mann! En hún er alltént góð fyrir þvagrásina.
Í kvöld fór ég með Vésteini á kvikmyndatónleika sinfóníunnar í Háskólabíói. Sáum Lestarránið eftir Edwin S. Porter frá 1903 og Hershöfðingjan eftir Buster Keaton frá 1937. Og þvílík dásemd! Yndislega skemmtilegar og vel gerðar myndir. Þegar kvikmyndagerð var list. Ekki svo að segja að það hafi nokkurn tíma dregið úr skemmtanagildinu, fremur jók það það.
Lestarránið er frumkvöðull í kvikmyndagerð, reyndar ein af fyrstu kvikmyndum sögunnar og hafði hún samfelldansöguþráð ólíkt öðrum myndum sem þá höfðu litið dagsins ljós. Edward S. Portner lagði grunnin að klippitækni, eins og við þekkjum hana, sýndi fleiri en eitt atriði samhliða til að byggja upp spennu, myndin er hröð og dramatísk og heldur spennunni í manni allan tíman. Þarna heyrðist og fyrsti byssukvellur kvikmyndasögunnar.
(*spillir) Myndin lýsir bankaráni, ribbaldarnir ræna síðan lest og halda fólkinu í heljargreipum, ræna það og svo hefst æsilegur flóttaleikur, sem endar að sjálfsögðu í uppgjöri.
Hershöfðinginn gerist í þrælastríðinu og segir frá lestarstjóranum Johnny Gray og ástunum hans tveimur, Annabelle og lestinni hans, Hershöfðingjanum. Ég vil í raun ekki spilla myndinni fyrir ykkur með því að segja ykkur mikið meira, en þetta er stórfengleg mynd, vönduð, gerð af ótrúlegu hugviti, spennandi og sprenghlægileg. Hún var ein af eftirlætismyndum Busters sjálfs. Upprunaleg tónlist Hershöfðingjans var leikin, en hún hafði verið glötuð í um áttíu ár, þangað til hún fannst fyrir tilviljun í kjallara leikhúss í Bandaríkjunum í fyrra. Og það var einmitt stjórnandinn, Rick Rubin sem fann hana. Á laugardaginn kl. 15:00 verða svo sýndar Járnsmiðurinn eftir Buster Keaton, Draugafár eftir Harold Lloyd og Ævintýramaðurinn eftir Charlie Chaplin.
Miðaverð er 2500 kr., 1250 fyrir handhafa stúdentakorts. Við bræður vorum því báðir syngjandi sælir og glaðir að sýningu lokinni.
Lag dagsins: The Tourist með Radiohead og Slátta eftir Jórunni Viðar (ömmu).
Og Treat your mother right með Mr. T. ;) :D
þriðjudagur, október 28, 2003
fimmtudagur, október 23, 2003
Jæja, í dag var bætt við kafla í viðskiptafræði til prófs, svo nú eru þeir 5 en ekki 4. Jibbíjæjæ.
Aggi var í afgerandi stærðfræðiprófi í dag. Veit ekki enn hvernig gekk en vona að hann hafi staðið sig vel.
Vona svo að ég geti loks hitt kauða, hann og Alla, í dag.
Videóið er loks komið almennilega í lag, en við kunnum ekki að stilla það þegar það var sett í samband. Vésteinn er því snillingur fyrir að hafa beðið Einar vin sinn að kíkja á tækið og sjá hvað hann gæti gert, og Einar er snillingur, en honum tókst að laga tækið. :)
Ég hef því líka hug á því að sjá einhverja gæðamynd, er t.d. í miklu stuði fyrir Roman Polanski en á enn eftir að klára ættartöluverkefnið í sögu, auk þess að læra heima. :(
Jamm, Kermit froskur hitti naglann á höfuðið; það er ekki auðvelt að að vera grænn.
Keypti mér í gær hina dásamlegu plötu Quadrophenia með The Who. Þessi plata er hreinlega yndislegt meistaraverk, og á helst að hlusta á í heild sinni.
Lag dagsins: Eiginlega bara öll Quadrophenia, en er í augnablikinu að hlusta á ,,The Real me".
,,Can you see the real me mother, MOTHER????!!! Gítarinn, blásturhljóðfærin, söngur Daltrey, trommurnar hjá Keith Moon og ÞVÍLÍKUR BASSI hjá John Entwhistle. ÚFF! Hann leikur nota bene einnig á blásturhljóðfærin. Æ, þetta er eiginlega of mikil dásemd til að fátækleg orð mín nái að lýsa henni. Pete Townshend semur öll lög á plötunni. Ég helst að ég geti með góðri samvisku sagt að hann sé einn allra mesti snillingur rokksögunnar, auk þess að vera einn magnaðasti gítarleikarinn.
miðvikudagur, október 22, 2003
Hlé núna.
Já ég stóð við gefin orð og hékk á Þjkóðarbókhlöðunni og Þrælaði mér í gegnum Viðskiptafræðina. Ég komst yfir allla þrjá kaflana. Jamann! Wer ist dein Vater?
Tilvitnanir dagsins eru báðar sóttar til Valgarðs Egilssonar föður míns:
Ísaldur ráðuneytisstjóri: ,,Lilli minn verður leiðtogi"
Þjóðlaug (kona hans og prófessor við Háskólann): ,,Vinnur með höfðinu"
Bæði: ,,Höfuðleiðtogi!"
Dags hríðar spor, (leikrit, 1980)
,,Við viljum skilvirkni, við viljum athafnir, við viljum skilvirkar athafnir!"
Sagan af Hakanum Hegg
þriðjudagur, október 21, 2003
Jæja. Pamína (kötturinn minn) hoppaði upp á lyklaborðið áðan og færslan eyddist. Ég verð því að skrifa allt upp á nýtt eftir minni. Gaman gaman. Hún er indæl. Vantaði bara athygli frá mér. :)
Auk þess sem ég nefndi í færslunni á undan (eða ÞAR Á UNDAN, ef maður telur eyddu færsluna með) er helst þetta að nefna af því sem ég gerði um helgina: Ég lærði heima, fór til ömmu og chillaði þess á milli. Hjálpaði svo Vésteini við þrif í gamla Kron-húsinu. Ég ryksugaði alla efri hæðina, en Vésteinn skúraði hana, sama sagan með stigann. Þetta var ágætt, nokkuð nett að við vorum ekki meira en 3 tíma að þessu.
Fór með Vésteini á Ríkarð III í Þjóðleikhúsinu. Þetta er tvímælalaust ein flottasta og skemmtilegasta sýning sem ég hef séð í langan tíma. Rimas Tuminas frá Litháen leikstýrir. Sýningin er nokkuð óhefðbundin, enda er hún kölluð ,,harmrænn gleðileikur, byggður á Ríkarði III eftir William Shakespeare. En túlkun leikstjórans er óviðjafnanleg, hann hefur einstaka sýn á verkið, hann kvikar þó ekki frá kjarnanum eða bætir að ráði við handritið sjálft, andrúmsloft þess helst, en þetta er hans skynjun á verkinu. Einnig leikmyndahönnuður og tónskáld, en þeir koma líka frá Litháen. Þessir 3 koma með alveg nýtt andrúmsloft í íslenskt leikhús. Leikararnir standa sig allir með mestu prýði en ef einhver ber af, er það þó Hilmir Snær sem Ríkarður. Hann var alveg... stórkostlegur! Í lok sýningar var ég með kjákann í gólfinu. Ég mæli með því af öllu hjarta að fólk drífi sig á sýninguna, nei, ég krefst þess! Þvi þetta er sýning sem maður má ALLS EKKI láta framhjá sér fara.
Kóræfing og Herranótt í gær. Immer gleich schön. :) :) :D :D
Í fyrrakvöld hitti ég Dodda og ætluðum við í bíó á Kill Bill. Við brunum því í bíóið, iðandi í skinninu af eftirvæntingu. En viti menn. Það var uppselt. Þar lágu Danir í því. En við létum ekki deigan síga, heldur brugðum á það ráð að skreppa á Laugarásvídeó. Ég get verið nokkuð vandlátur hvað spólur varðar og töfðumst við um klukkutíma. Ég segi mér þó til varnar, að Doddi er búinn að sjá allar skemmtilegar myndir. Ég kom líka með ýmsar tillögur sem féllu misvel í kramið.
Ákváðum loks að taka Christine eftir John Charpenter og reyndist hún vera drullugóð. Brjálaður bíll sem drepur alla, maður hatar það ekki. J
Mig grunar reyndar, að Christine sé ill tvíburasystir Brúmma (ef eitthvert ykkar man eftir honum) eða bílsins úr Disney-myndinni (sem ég man ómögulega hvað heitir, Guido eða e-ð, æi, Hvaðhannheitríkur).
Cafe Créme er týnd og hefur verið lengi. Ég er í raun búinn að leita á flestöllum mögulegum stöðum í húsinu. Finnist hún yfirleitt, þá er hún örugglega í arninum, eða á álíka gáfulegum stað.
Ég er líklega að vissu leiti eins og Mídas gullkóngur. Nema hvað að í stað þess að hlutir sem ég snerti breytist í gull, þá hverfa þeir.
Ég gæti örugglega þénað fúlgu í Vegas. Eitthvað á þessa leið: ,,Hinn mikli Einarstíní. Látið hann fá einhvern hlut og það er áreiðanlegt að hann verður búinn að láta hann hverfa innan tveggja sekúndna!”
Heimildarmyndahátíð er yfirstandandi núna, minnir að hún sé út mánuðinn. Meðal áhugaverðra mynda er heimildamyndin um Noam Chomsky og fjölmiðlafl (man ekki hvað hún heitir) og The truth & Lies About 9/11. "00 kr. inn. Mæli eindregið með að fólk kíki á hana. Geri það sjálfur þegar ég má vera að því.
Nú á ég eftir að vinna mig upp um þrjá kafla í viðskiptafræði. Það er viðskiptafræði á morgun. Ég ætla því að skakklappastappast yfir á Þjóðarbókhlöðu og þræla mér í gegn um þetta ( er t.d. búinn að eyða allt of löngum tíma í að blogga).
Bloggibloggibloggi
Ég veit ekki hvertsu fjölorður ég get verið um síðustu daga, þó hitt og þetta hafi á þá drifið.
Árshátíðin var verulega vel heppnuð og skemmtileg. Fór fyrst í matinn og skemmti mér mjög vel. Maturinn sjálfur var ágætur, þó það væri kannski smá flugvallayfirbragð yfir honum. Eftirrétturinn var betri. Kynnirinn var mjög skemmtilegur, þó svo að ég viti svo sem ekkert um hver hann var. Mjög gaman að Date-myndbandinu og Fear Factor. Herranæturmyndin var frábær og Árshátíðarmyndin var schnilld. Gaman gaman
Þaðan í partý hja 3./6. AB og það var geðveikt. Glaumur og gleði og áfengisflæði. Og rétt eins og einherjarnir (sem ég heiti reyndar eftir :D) í Valhöll sem drukku mjöð af júgrum Heiðrúnar fór enginn fyrr en hann var orðinn vel drukkinn og fengu allir nægju sína. Það var geysihagleg geit.
,,Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur",
,,....látum því vinir, vínið andann hressa" :)
Blaðraði t.d. heillengi við e-n vin Dodda. Hét Davíð eða Jakob eða eitthvað og aðra Kvennó-inga um alla heimsins vitleysu. Fínasti gaur, en djöfull var hann fullur! Ég var víst sjálfur alveg sæmilega skrautlegur og var svona dálítið að rugla í fólki :Þ
Þaðan var svo förinni heitið á Árshátíðina. Ég held að allir séu sammála um hversu hörmuleg gæslan var, helvítis kjaftur og attitjúd á fólki, skelland fólki í jörðina, margir komust ekki inn, ýtandi á þvöguna og blablabla
Ég sá nú annars ekki mikið af líkamleglegum átökum, enda grafinn lifandi í þvögunni, heyrði fremur af því seinna. Komst þó loks inn og eftir það er allt gott að segja. Ballið var frábært og Papar vægast sagt æðislegir. Já, djöfull andskoti eru þeir góðir. Vona að þeir muni spila sem oftast á böllum skólans í framtíðinni.
Við drekkum Jameson, við drekkum Jameson, allan daginn út og inn :).
Þvílík sæla! :)
Það eina sem mætti segja að hefði sett eilítið babb í bátinn, er að tíminn flýgur þegar það er gaman. Þ.e. a.s.; æðislegt á meðan það varir en svo er það allt í einu búið.
,,You Know what it's like, all reved up and no place to go". -Meatloaf
Rakst á Agga á ballinu en náði nú ekki að tala lengi við hann. Hann var að fara, hafði lentí stympingum og gæslan með eitthvað helvítis rugl við hann, að mig minnir. Alli var ansi skrautlegur, skilst mér, en ég sá hvorki tangur né tetur af honum á ballinu, enda komst hann ekki inn. Hann var alls ekki einn um að lenda í kjaftæði af hendi gæslunnar.
Já, gæslan var djöfulsins rugl en ballið var helber snilld, og skólafélagið má vera afar stolt af því :). Skilst reyndar að tveir eða þrír gæslumenn hafi verið reknir í kjölfar þessa kvölds. Farið hefur fé betra.
Annars er allt of langt síðan að ég hef hitt þá báða, að ráði. Reyndar ár og dagur síðan að ég hitti Alla. Verð að bæta úr þessu. Vona að ég geti hitt þá á fimmtudaginn, eða einhvern tíman um helgina. Aggi er nebblega að fara í afgerandi próf á fimmtudag, og óska ég honum alls hins besta í því.
miðvikudagur, október 15, 2003
Bleh, ég er allt of syfjaður til að blogga (hef auk þess ekkert að segja :Þ).
Árshátíð á morgun. Gaman gaman :D
Íslenskufyrirlestur minn um Jón á Bægisá er einnig á morgun ef Knútur verður orðinn frískur.
Æi, ég er farinn að sofa. Blogga meira á morgun, ef ég hef tíma og nenni.
Ps. Djöfull eru The Who og The Rolling Stones góðir.
ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ................................................
miðvikudagur, október 08, 2003
Endurgerðir eru verkfæri djöfulsins. Allavegana í 90% tilvika eð meira eru þær tilgangslaus ömurleg tilraun til að græða peninga billega og myndirnar sjálfar eru í sömu 90% tilvika eða meira viðurstyggilega hörmulegar, já, gangandi líknardráp, og gera sitt besta við að eyðileggja að eilífu fyrir manni ánægjuna yfir gömlu kalssíkinni, hafi súgamla verið það. Inn á milli geta auðvitað leynst fínar myndir, jafnvel snilldarverk, en það er í minna en 0.001% tilvika. Skilst til dæmis að endurgerð Werner Herzog á Nosfertatu, frá 1979, sé meistaraverk, en ég hef ekki séð hana.
Nú er víst til dæmis búið að endurgera The Texas Chainsaw Massacre! NYYYYYYYYYYAAAAAAAAARRRRRRRRGGGGGHHHHHHH!!!!!!!!
Það er ekki að ósekju að gamla myndin er orðin költ-klassík. Hún var að vissu leyti barn síns tíma, þó ekki sé þetta hráslagalega form sem hún er tekin upp við, myndgæðin eins og í heimiliskameru, sem gefa henni einhvern vegin raunverulegra yfirbragð, og því óhugnarlegra. Hippatíminn... allt andrúmsloftið var afsprengi þess samfélags sem myndin var sprottin upp úr og það mótaði hana, og þannig er það með margar myndir, þær eru ekki síst magnaðar í ljósi tíðarandans.
Að maður nefni ekki hetju íslendinga, Gunnar Hansen sem Leatherface...
Enn betra dæmi um þetta er Get Carter.
Hún var að ýmsu leyti brautryðjandi fyrir breytingar í kvikmyndagerð. Sögusviðið var drabbað umhverfi Newcastle og London og myndin sýnir um leið dekkri hlið Englands, hnignun og spillingu.
Michael Caine er Carter, eins og sagði í auglýsingunni. Hann engin stereótýpa harðhausannna. Hann er yfirvegaður, klæddur í jakkaföt sjöunda áratugarins, og nokkuð normal að sjá. Hann er ekkert að REYNA að vera töffari, hann bara er það. Ískaldur og miskunnarlaus hrotti.
Michael Caine ER Carter
Sylvester Stallone er EKKI Carter.
Það virðist leikstóri ednrgerðarinnar ekki hafa gert sér grein fyrir. Mér skilst svo sem að endurgerðin sé í sjálfu sér ekki það slæm, hvað leikstjórann varðar, það veit ég ekkert um. En eftir stendur að aðalleikarinn passar ENGAN veginn í hlutverkið! Carter er eionmitt ekki þessi,,úhh, ég er svo sterkur, geri þetta fyrir Ameríku, skjóta vondu kallana með ´rifflinum mínum, sveittur og beittur"-týpa.
Ég meina, ímyndið ykkur Hugh Grant sem Travis Bickle
Pink Floyd er dásamleg hljómsveit. Þar sem við sýnum The Wall á morgun, finnst mér ekki úr vegi að birta hér textann í hinu yndislega lagi ,,Comfortably Numb":
Hello.
Is there anybody in there?
Just nod if you can hear me.
Is there anyone home?
Come on, now.
I hear you're feeling down.
Well I can ease your pain,
Get you on your feet again.
Relax.
I need some information first.
Just the basic facts:
Can you show me where it hurts?
There is no pain, you are receding.
A distant ship's smoke on the horizon.
You are only coming through in waves.
Your lips move but I can't hear what you're sayin'.
When I was a child I had a fever.
My hands felt just like two balloons.
Now I got that feeling once again.
I can't explain, you would not understand.
This is not how I am.
I have become comfortably numb.
Ok.
Just a little pinprick.
There'll be no more --Aaaaaahhhhh!
But you may feel a little sick.
Can you stand up?
I do believe it's working. Good.
That'll keep you going for the show.
Come on it's time to go.
There is no pain, you are receding.
A distant ship's smoke on the horizon.
You are only coming through in waves.
Your lips move but I can't hear what you're sayin'.
When I was a child I caught a fleeting glimpse,
Out of the corner of my eye.
I turned to look but it was gone.
I cannot put my finger on it now.
The child is grown, the dream is gone.
I have become comfortably numb.
-og svo bara, allir að mæta!
Jæja, þarf að rjúka í leikfimi!
Nú heldur áfram samhengislaust þrugl mannsins sem hafði ekkert að segja. Góða skemmtun.
Hér sit ég, fársjúkur maðurinn og blogga á tölvuna í skólanum. Ég er í fríi núna og ætti því aðnýta það til að lesa sögu, en er hins vegar að eyða því í vitleysu. Nef mitt er stoppfullt af hori sem bíður eftir því að fá að brjótast út í boðaföllum, en rétt eins og fossarnir, þá er alltaf meira eftir. Háls minn er þakið viðbjóðslegu slími sem ég hósta nærri því upp reglulega, og þá nærri innyflunum um leið.
Ég er samkvæmt staðli nógu frískur til að mæta í skólann en nógu veikur til að geta smitað alla í kring um mig.
Haukur hefði nú aldrei látið mann fá frí úta af einhverjum svona tittlingaskít. Det handler om at sætte dellerne i frigear. Já, strákar, keyra svo! Sjáið nú þetta. Þetta er ekta... engir sterar hérna, sko! Þetta er bara karlmennskan,sko!
Nei, það hefði svo sannarlega ekki samræmst félagslegum þroska.
Þetta slím minnir mig annars á græna kekvendið úr draugabönunum. Eða NÝJU-draugabönunum, eins og maður kallaði þá í denn. Feitt grænt skvaphylki sem hét eitthvað Slímon, að mig minnir. Minnir samt að við bræðurnir höfum kallað hann Slúbbert. Ég hef grun um að ég sé andsetinn af honum,
Munið þið annars eftir GÖMLU draugabönunum?
(afsakið mig meðan ég tek nostalgíuflipp)
Ég man að þeir voru með eitthvað neðanjarðargangabyrgi, og einhverjar rennur eða-eð. Einn gaurinn var í brúnum leðurjakka og með flugmannahúfu/grímu af ástæðum swem mér eru ókunnar. Einnig eru eftirminnilegir ,,draugasíminn" og aðal illmennið BEINI, eins og hann hét í íslenskri þýðingu.
Og talandi um nostalgíu... Lilli api og geimálfurinn Alf voru og eru hetjurnar mínar og ætla að að verða eins og þeir þegar ég verð stór. Það er svona valkvölin milli þeirra og Ron Jeremy.
Það er annars hið versta mál ef mér tekst ekki að prenta út söguglósur af tölvunni hérna, þær eru aðeins aðgengilegar hér í skólanum.
Svo vantar mig líka enn að redda mér bévítans diskettudrasli til að geta gengið frá bévítans ritgerðarruslinu.
Þarf að læra að koma inn myndum, svarakerfi og beinum linkum. Ekki þó BEINA-linkum Múhúhahahahahhhhahahargghhh
Jæja, það er best að hætta þessu rugli og fara að gere eitthvað af viti.
þriðjudagur, október 07, 2003
Var ekki hleypt inn í sögutíma fyrir að vera hálfri mínútu of seinn. Og svo er sögupróf á fimmtudaginn! Hér sit ég því, on the dock of the bay, eða réttara sagt, hími í tölvustofunni í skólanum.
Á reyndar enn eftir að prenta út helvítis íslenskuritgerðina. Var orðinn eftir á með hana, fékk helgarfrest og vann hana sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Tölvan er í viðgerð, eins og áður segir, og skemmtileg tilviljun að Vésteinn hafi einmittt verið að nota laptop-ið fyrir sína ritgerrð, sem hann átti einmitt að skila daginn eftir.
Ritgerðin heppnaðist svo sem ágætlega, meðað við aðstæður, en hún var hinsvegar krotuð mjög hroðvirknislega á þrælkrumpuð blöð, svo ég gat vægasxt sagt ekki skilað henni þannig. Átti þá eftir ýmist heimanám, m.a. viðskiptafræði, en nú þarf ég eflaust að lesa 2-3 kafla í henni fyir morgundaginn, og verð reynslunni ríkari umauðvald, arðrán og gerræði :Þ
En svo þegar ég reyndi að skrifa þessa blessuðu ritgerð upp á tölvuna í skólanum, fattaði í ég of seint að ég hafði gleymt að logga mig inn, svo ég gat einungis save-að ritgerðina á þá ákveðnu tölvu. Svo virkaði hvorki netið né prentarinn. Það sannar það sem ég hef alltaf álitið, tölvur eru andsetin djöflatól og verkfæri Satans, og var mér þá skapi næst að taka mér sleggju í hönd og mölva djöfuls apparatið í spón og dansa svo villtan stríðsdans yfir hræinu. Mig grunar reyndar að það sé einhver tölvuálfur á sveimi hér í Kösu
...eða bara taka rifilinn hennar ömmu á þetta
Já, ég hef eflaust verið eins og glataði sonurinn í gær, þegar ég sneri aftur á kóræfinguna. Að vísu var engum alikálf slátrað við komu mína, en maður getur víst ekki fengið allt.
Borgarbókasafn Reykjavík er frábær og oft vanmetin stofnun. Þar hef ég fengið bókina Heimur kvikmyndanna, Eru ekki allir í stuði? -Rokk á Íslandi á síðustu öld eftir Dr. Gunna, Sögu Rokksins með HAM, Sturlu með Spilverki þjóðanna, Sumar á Sýrlandi með Stuðmönnum og tvær plötur með Megasi, Fram og aftur blindgötuna og Loftmynd
Einhver djöfulsins fáviti krotaði klúryrði með penna í Morkinskinnuna mína. Ég hef alveg mínar grunsemsdir, þó ég geti víst ekkert sannað, en standi ég hann að verki eða gefi hann sig fram, þá mun ég sannarlega snúa hann úr hálsliðnum.
En mér er spurn: MEÐ HVERSLAGS AMÖBUM OG HEILALAUSUM NEFÖPUM, BEINÖSNUM OG DJÖFULSINS GRASÖSNUM ER ÉG EIGINLEGA MEÐ Í SKÓLA???!!! VANTAR LITNING Í FÓLK, EÐA HVAÐ???!!!
Þarf að læra að koma upp kommentakerfi. Áhugasamir geta í millitíðinni sent mér Emil á einarsteinn@mr.is.
Ljóðaviðtalið heppnaðist ágætlega, og gaman að fá ljóðið birt. Skemmtilegt samt að lampinn tekur 4/5 af myndinni og í horninu má greina greppitrýni mitt. ;)
Annrs er ekki það margt safaríkt sem ég get sagt frá, sem á daga mína hefur drifið undanfarið. Meira bara svona blablablablablamjámjámjámjá.
Við verðum með fyrsta kvikmyndakvöldið á fimmtudaginn kl. 19:30 í C.253 í Kösu, og sýnum Pink Foyd og Alan Parker-myndina The Wall. Allir að mæta!
Jæja, ætli maður verði ekki að fara að drulla sér heim að læra. Læri jafnvel á þjóðarbókhlöðunni.
Vídeóið er komið í lag! Jibbí! Nú fylgir löng rútína, þar sem ég leggst í maraþonsjónvarpsgláp og lendi á svörtum lista hjá öllum leigum fyrir vanskil, sektirnar hrannast upp og handrukkarar verða sendir á heimili mitt.
...ekki það að þetta sé ekki þegar orðið svona...
Lúkum vér hér þessari færslu
Næstu bloggdagar mínir verða víst nokkuð slitróttir og innihaldsrýrir, þar eð aðgangur minn að internetinu er mjög takmarkaður á meðan tölvan er í viðgerð. Sögupróf á fimmtudaginn. Jibbí.
MR-VÍ var stórglæsileg, við rótburstuðum liðið, strákarnir okkar stóðu sig frábærlega í ræðukeppninni og MR-VÍ-mynd MR var snilld. Það sama verður seint sagt um Versló-myndina. Reyndar skilst mér að þeir hafi bara haft eitthvað 1-2 daga til að undirbúa þessa, sem sýnir metnað nemendafélagsins að vel verði staðið að hlutum. Í hittífyrra var myndin svo veltandi appelsína! Þeir hefðu allt eins getað gert myndina ,,Dagur í lífi ánamaðks" eða ,,Þornun málningar".
Nú líður að því að árshátíðardiskurinn komi út, og hefði verið gaman að geta verið með lag, en þetta er allt ogf stuutur tími til að áður nái að gera eitthvað. Ég á auk þess enn eftir að fá nýja strengi í gítarinn, hreinsa hann og stilla og lagbútarnir sem ég á eru... tja... enn lagabútar.
Mamma kom heim frá Króatíu í gær, og var ég þá búinn að laga það til sem ég náði, áður en ég þurfti að drífa mig í kórinn. Þar hafði mig vantað á nokkrar æfingar, sem ég neyddist til að sleppa vegnba helvítis bölvaðra anna.
Gat svo ekkert sungið vegna nebbkvebbs og hæsis, en ég er alveg raddlaus.
Verð að drulla mér í tíma.
fimmtudagur, júlí 31, 2003
Sögulegur dagur.Í fyrsta sinn í lífi mínu blogga ég, og feta þar með í fótspor margs góðs strætóbílstjórans og baðvarðararins. Í augnablikinu kallast þessi bloggsíða ,,Andaktugi ungi maðurinn" en gæti allt eins heitið ,,Maðurinn sem hafði ekkert aðsegja". Fjandinn. Ég er of sveittur á höndunum til að skrifa. Kötturinn minn klórar í slitinn tágastólinn hér niður í kjallara. Er að hlusta á Billion Dollar Babies með Alice Cooper. Schnilld. Veit ekki hvort ég nenni aðgefa e-ð prófæl um mig núna, veit ekki hvort maður geti bætt því síðar. Ég kann nefninlega ekki hundsrasggat á svona blogdæmi. Já, margt hefur gerst í lífi mínu undanfarið og maður veit varla hvar maður á að byrja.Kannski á byrjuninni, ég veit það ekki. Tja, var bara að vinna í dag, ósköp lítið að segja frá, hef verið að vinna á dvalar-og hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í mánuð, vann þar áður í tvær vikur sem vinnumaður á bænum Grund á Borgarfirði eystra.
Eftir að ég ritaði málsgreinina hér á undan tók ég mér vænt hlé til að klára að horfa á Woody Allen-myndina Annie Hall, sem ég leigði mér í gær. þessi mynd er yndisleg snilld eins og allar Allen-myndir sem ég hef séð til þessa.
Lossí (Lovísa) frænka mín bauð okkur mömmu í mat. Pabbi var að vinna heima og Vésteinn bróðir minn farinn til Deutschland á Wacken-metalhátíðina, ásamt Telmu kærustunni sinni og frændum mínum Ara og Bessa.
þarna voru sem sagt ég, mamma, amma, Stella og Lossí og þetta var mjög notaleg kvöldstund. Lossí eldaði fínasta lasagna, gómsætt grænmeti, bragðgott brauð og smakkgóðar (er það orð?) smákökur (sem Helga frænka mín eldaði).
En að öðru, ég fékk frábærar fréttir í gær. ÉG KEMST TIL KRÍTAR! Jibbíjæhúllabbalabbaleijesserrí!!!!!!!!!!!!! :) :) :D
Þannig var að vegna skipulagsklúðurs míns og miskilnings milli mín og Grjóna, leit ekki út fyrir að ég kæmist í ferðina. Ég var loks settur á biðlista, vélin þá troðfull. En síðan var hringt í mig frá Úrvali-Útsýn í dag og mér var tilkynnt að það hefði losnað pláss og mér stæði til boða að halda vígreifur til Krítar. Mig vantaði einungis að koma mér í herbergi. Upphófst þá heilmikið stagl, þar sem ég hringdi til hægri og vinstri í það fólk sem átti pláss laust í herbergjum sínum. Talaði fyrst við tvo skólabræður mína sem voru tveir í herbergi og höfðu borgað eitthvað 7500 kr. fyrir aðvera bara tveir. Ekki vildu þeir hafa mig. Svo hringdi ég að eins meira. Loks talaði ég viðMK-inga sem voru þrír saman. Þetta virtust mínir síðustu úrkostir, og ég útskýrði það fyrir piltunum, ég myndi auk þess bara sofa þarna, þeir þyrftu varla annars að vita af mér. En nei. þeir sögðust ekki þekkja mig, og voru ekki vissir um að þeir gætu treyst mér. ,,Vitum ekki hvort við höndlum það...", ,,vorum búnir að plana þetta svona..." ...blablabla
Djöfullinn
þarna var ég sumsé búinn að reyna alla sem Áslaug hjá Ú.Ú. hafði nefnt að væri laust hjá. Hún sagði mér hins vegar að hringja í Ásdísi Eir, enda sá hún um þetta á vegum MR, hún hlyti að geta fiffað þessu. Ég talaði við hana og loks kom upp úr krafsinu að það var laust fyrir einn í viðbót í herbergi hjá Aðalsteini, Einari nafna mínum og Arngrími. Nú, ég tala við kauða og þeir bara sáttir. Náði reyndar ekki í Agga, en ég trúi varla öðru en hann verði mér miskunsamur Samverji.
Telma fer til náms í læknisfræði í Ungverjalandi og verður í e-ð 5-6 ár. Þar með flytur Vésteinn líka þangað um jólaleitið (hef aldrei munað hvort það er ,,leiti" eða ,,leyti") til 5 ára. Ég á nú eftir að sakna hans, nógu leiðinlegt að Jórunn og Arnar (systir mín og mágur), Valli og Katrín Ásta (systurbörn mín, 2ggja ára og 7 mánaða og rúmlega hálfs) séu í Svíþjóð. ARRRRGGGHHHH!!!!!!! ALLIR ERU AÐYFIRGEFA MIG!!!! SAMSÆRI TALIBANA OG BAÍVARÍA!!!!!
Annars er gaman frá því að segja að Katrín Ásta var skírð um daginn. Afskaplega falleg og hlýleg athöfn í Þingvallakirkju. Séra Axel skírði hana. Amma lék á orgelið og þurfti nokkuð að hamast á belgnum sem virtist alveg loftlaus. Katrín Ásta hló og brosti og klappaði saman lófunum í skírninni.
Lokalagið sem við sungum var svo ,,Öxar við ána" sem við sungum marserandi á leið út úr kirkjunni. Skírnarveisluna héldum við svo í sumarbústaðnum okkar og var hún alveg frábær. Arnar og Jórunn gistu með börnin og ég með. Við Arnar skröbbluðum en endaði jafnt, því Arnar var orðinn það þreyttur. Nokkrum dögum áður höfðum við Vésteinn verið að hjálpa Mark (smiður sem hefur verið að hjálpa okkur við ýmsar framkvæmdir) að leggja gangstéttina fyrir framan bústaðinn. Verst er að húsið er meira og minna byggt á hrauni og við vorum að djöflast með járnkörlum og hökum við að brjóta klöppina fyrir framan upp. Oft Tókst okkur að höggva út grettistökin en áttum þá enn eftir að losa þau frá jörðu og hífa þau úr ,,gryfjunni". Og þetta kostaði meira erfiði heldur en það skilaði árangri. Eftir tveggja daga púl afréð Mark að kaupa bor til að beita á þetta. Hann keyrði mig í bæinn (Ég var lengur að vinna með honum, Vésteinn var búinn að bóka sig annað) hlustuðum við á rokk og ról í bílnum, m.a. Ten Years After. Mark hefur mjög góðan smekk fyrir tónlist og er drengur góður.
Sá líka Conan The Barbarian um daginn, Í fyrsta sinn í heild sinni. Ég hafði áður bara séð smá brot. Hún er æðisleg. Sá líka Terminator III og hafði mjög gaman að henni. Arnie kilikkar ekki. Skil samt ekki afhverju þeir fengu ekki Edward Furlong í Hlutverk John Connor.
Ég veit ekki hvort það er til aðdáendaklúbbur Arnie á Íslandi. Ef svo er ekki, þá stofna ég hann hér með og lýsi sjálfan mig formann!
Nú er ég annars hræddur um að fresturinn í smásögukeppnina hans Agga sé liðinn. Ég reyndi fyrir mér með kvikmyndahandrit sem byrjaði ágætleglega. Ég er með ýmis minnisatriði um hugmyndir að því sem getur gerst en vantar þennan extra innblástur til að... hvernig orðar maður það... datt úr mér... vita hvernig ég á að útfæra það. Það er kannski svona helsti gallinn. Svo vantar mig að krydda þetta dáldið betur, útfærslan er vandasöm og vantar aukið púður. Auk þess hef ég náttúrulega aldrei skrifað kvikmyndahandrit áður.
Þið munið eftir fréttinni um sviplegt andlát David Kelly. 5 dögum seinna er manni sagt hann hafi svipt sig lífi. 5 DÖGUM SEINNA. Finnst mér einum það vera stuttur tími til að ganga úr skugga um dánarorsök, 5 daga rannsókn? HVERNIG Í ANDSKOTANUM geta menn eftir 5 daga þóst 100% vissir á að hann hafi framið sjálfsmorð? Mér er spurn. Hins vegar leka þeir þessu strax til fólksins og það er orðin ,,staðreynd" í hugum fólks, þó svo að maður viti í raun ekkert meira.
Bush og Blair hafa logið að, og svikið heimsbyggðina, þeir gáfu sífellt nýjar afsakanir fyrir árás á Írak. Gereyðingarvopn (sem fundust aldrei), meint samband við Al-Quaida (sem sannaðist aldrei) og loks hvað Saddam er vondur. Jáh. Einmitt þess vegna styrktu bandarísk yfirvöld hann til valda, veittu honum efnavopn til að beita á Írani og steyptu honum EKKI af stóli eftir fyrra Íraksstríð. Nei, þeir hafa hins vegar tryggt það að halda Írak í lægð með því að varpa reglulega sprengjum á landið. Þeir hafa beitt ótrúlegum hroka og hræsni til að ná sínu fram, hunsað öll boð og bönn og sáttmála og núna síðast sannaðist að fjas George Bush um Úraníum námurnar var lygi frá rótum!
Eða eins og Jay Leno orðaði það: ,,I mean, hey! It's not like we went to war or anything!"
Í öllu þessu segir Tony Blair bíræfinn ,,Sagan mun fyrirgefa okkur"
Hversu heimsk heldur Tony Blair að sagan sé?
Nú standa yfir miklar umræður um varnarliðið. Ríkisstjórn Íslands vill fyrir alla muni halda þeim hér. Fyrst, þegar ég heyrði að þeir væru að fara var ég á báðum áttum. Ég ræddi þetta við Véstein. Ég hugsaði sem svo, hvað myndi nú gerast, ef einhver réðist á okkur, minnugur þess að við vorum á hinum eftirminnilega lista yfir lönd sem voru samþykk árásinni á Írak.
þá spurði Vésteinn mig: ,,Hver færi að ráðast á okkur?"
Ég hugsaði mig lengi um. Við eigum í friði við allar Evrópuþjóðir og erum í NATO. Enginn í Evrópu sem ég gat séð að hagnaðist af því. Eftir langa umhugsun þá datt mér einungis í hug N-Kórea, að þeir eru með gereyðingarvopn. Og þau drífa ekki einu sinni hingað. Og ég spyr mig enn. Hví þurfum við her? Hverjir ættu að ráðast á okkur?
Sá myndir af líkum sona Saddams Hussein. Bandarísk yfirvöld monta sig af því að hafa vegið þá með köldu blóði til að breiða yfir þá staðreynd að þeir eru jafn langt frá því að hafa upp á Saddam og þau hafa alltaf verið. Og líkin voru óþekkjanleg, líkust gínum eða vaxbrúðum. Manni fannst þetta hafa getað verið hver sem er.
Whatever happened to Osama Bin Laden anyway?
Að endingu sá ég Hollywood Ending um daginn. Mér fannst hún frábær og fór út af henni með breitt sælubros á vör. Skil ekki að hún hafi fengið svona slæma dóma.
En jæja, ég á frí á morgun og ætla að fara að horfa á Friends.
Tschüss
ps: Eins og áður sagði kann ég ekkert eins og er að setja inn myndir, linka, kommentakerfi og blablabla, en vonast til að það lærist og að þessi síða verði ögn glæsilegri :)