Jæja, í dag var bætt við kafla í viðskiptafræði til prófs, svo nú eru þeir 5 en ekki 4. Jibbíjæjæ.
Aggi var í afgerandi stærðfræðiprófi í dag. Veit ekki enn hvernig gekk en vona að hann hafi staðið sig vel.
Vona svo að ég geti loks hitt kauða, hann og Alla, í dag.
Videóið er loks komið almennilega í lag, en við kunnum ekki að stilla það þegar það var sett í samband. Vésteinn er því snillingur fyrir að hafa beðið Einar vin sinn að kíkja á tækið og sjá hvað hann gæti gert, og Einar er snillingur, en honum tókst að laga tækið. :)
Ég hef því líka hug á því að sjá einhverja gæðamynd, er t.d. í miklu stuði fyrir Roman Polanski en á enn eftir að klára ættartöluverkefnið í sögu, auk þess að læra heima. :(
Jamm, Kermit froskur hitti naglann á höfuðið; það er ekki auðvelt að að vera grænn.
Keypti mér í gær hina dásamlegu plötu Quadrophenia með The Who. Þessi plata er hreinlega yndislegt meistaraverk, og á helst að hlusta á í heild sinni.
Lag dagsins: Eiginlega bara öll Quadrophenia, en er í augnablikinu að hlusta á ,,The Real me".
,,Can you see the real me mother, MOTHER????!!! Gítarinn, blásturhljóðfærin, söngur Daltrey, trommurnar hjá Keith Moon og ÞVÍLÍKUR BASSI hjá John Entwhistle. ÚFF! Hann leikur nota bene einnig á blásturhljóðfærin. Æ, þetta er eiginlega of mikil dásemd til að fátækleg orð mín nái að lýsa henni. Pete Townshend semur öll lög á plötunni. Ég helst að ég geti með góðri samvisku sagt að hann sé einn allra mesti snillingur rokksögunnar, auk þess að vera einn magnaðasti gítarleikarinn.
fimmtudagur, október 23, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli