föstudagur, nóvember 07, 2003

Blogeddíblogg.

Dulítið langt síðan að ég bloggaði síðast. Svo margt hefur verið um að vera að ég veit ekki hvar ég ætti að byrja. (kannskiá byrjuninni :Þ )

Nóg að gera í kórnum og Herranótt, síðasta Herranæturæfingin er á Laugardag, einhvers konar samspunaæfing. Svo er bara að sjá...
Þetta er allavegana búið að vera mjög skemmtilegt, vona að ég fái hlutverk, geri náttúrulega mitt besta og svo verður auðna að ráða um þetta.


Vésteinn er kominn heim frá Ungverjalandsferð sinni, var með Telmu og kom á mánudag. Mamma er hins vegar farinn til Österreich, kemur á sunnudag.
Alltaf er þessi fjölskylda mín á sífelldu ani... ;)

Mamma á afmæli í dag. :) :D
Verð að finna eitthvað fallegt handa henni. :) :) :)


Fékk nýja strengi og hreinsiefni fyrir gítarinn. Enfin! Þetta hef ég dregið að gera frá því að ég hélt til Krítar, og er komin með alvarleg fráhvarfseinkenni.


Kvikmyndadeild hefur tafist dálítið. Ekki það að hafi ekki verið fundir. En það hefur alltaf eitthvað stangast á eða komið uppá til að hindra vort starf. Veit ekki hvort við getum sýnt í Kösu í næstu viku, skilst að þá sé megavika Framtíðarinnar.

En Vésteinn veitti mér góðar fréttir sem ég hafði ekki haft Guðmund um. Hægt er að leigja MÍR- salinn á Klapparstíg fyir 5000 á dag, og í kaupunum fylgir að vanur maður sér um vélina og allt tæknistúss. Voandi að Skólafélagið gæti styrkt okkur eitthvað. Þetta opnar alveg nýja möguleika, ekkert ,,loka kl. ellefu"-neitt
Sá annars tvær einstaklega góðar myndir um daginn. ,,The Pianist" og ,,Chinatown", báðar eftir Roman Polanski. Hef nú séð 4 myndir eftir meistarann og ætla mér að fjölga tölunni á næstunni. Sá líka eina yndislega steikta mynd með Dodda á Kvennó-sýningu; ,,Pee-Wee Herman's Big Adventure". Leikstjóri er sjálfur Tim Burton. Go figure.

Doddi bentir mér reyndar líka á um daginn, þegar við ætluðum á Kill Bill (sem er suddalega góð mynd) að við höfum verið vinir í 10 ár í ár. Það finnst mér magnað, og ber að halda upp á. Í raun einstakt, og sú vinátta hefur þýtt mikið fyrir mig. Ég meina, margir eru kunningjar, og vinveittir hvor öðrum eftir að skóli, flutningar eða eitthvað kemur á milli, en við höfum verið bestu vinir síðan fyrsta veturinn í Vesturbæjarskóla. Og slíka vináttu tel ég verðmætara en flest annað, og bera af nokkrum veraldlegum gæðum.
Platónsk ást, you can't beat it ;D

Aggalingur átti svo afmæli á laugardaginn, en virðist ekki hafa haldið neitt stórt upp á það. Alla vegana vissi ég ekki af því fyrr en eftir á. Kallinn bara orðinn nítján, og óska ég honum að sjálfsögðu hjartanlega til hamingju með það.
Hárið á Agga er hins vegar heldur farið að þynnast og má það rekja til áfenginsdauða og Allaflipps.

Allt of langt síðan að ég hitti hann, og ár og dagur síðan að ég hitti Alla. Það verður að bæta.

Styttist í próf, og af því tilefni og afmæli Agga, útsetti ég texta þekkts vetrarsólstöðulags á nýjan og nokkuð frjálslegan hátt. Og allir saman nú!

Bráðum koma blessuð prófin
börnin fara að hlakka til
Agga gef ég eitthvað fallegt
í það minnsta kerti og spil

Heillahamingjuafmælisóskir færi ég einnig Pedro, en hann átti afmæli í dag. :)
Ég óskaði honum meira að segja til hamingju einum degi áður. Segið svo að maður sé ekki vinur vina sinna. ;)


Hlustaði á Pretty Ugly með Noise í fyrradag, en hann er nýkominn í tónlistarbúðir. Og hann er einstaklega góður. Raggi Sólberg trommar inn á plötuna með stakri prýði, en nú er Hálfdán genginn aftur til liðs við sveitina. Kvöldið eftir fór ég á tónleika með þeim á 22 og skemmti mér konunglega, enda voru þeir alveg Über góðir. Á eftir þeim spiluðu svo Lokbrá, og sá ég þá í fyrsta skipti. Vægast sagt ekki slæmt first impression. Helvíti góðir.
Spjallaði svo við strákana um veðrið yfir kamillutei og trönuberjasaft eftir tónleikana, hengum reyndar þangað til staðnum var lokað, bárum hljóðfærin upp og skjögraði svo heim. Svona fer trönuberjasaftin með mann! En hún er alltént góð fyrir þvagrásina.


Í kvöld fór ég með Vésteini á kvikmyndatónleika sinfóníunnar í Háskólabíói. Sáum Lestarránið eftir Edwin S. Porter frá 1903 og Hershöfðingjan eftir Buster Keaton frá 1937. Og þvílík dásemd! Yndislega skemmtilegar og vel gerðar myndir. Þegar kvikmyndagerð var list. Ekki svo að segja að það hafi nokkurn tíma dregið úr skemmtanagildinu, fremur jók það það.

Lestarránið er frumkvöðull í kvikmyndagerð, reyndar ein af fyrstu kvikmyndum sögunnar og hafði hún samfelldansöguþráð ólíkt öðrum myndum sem þá höfðu litið dagsins ljós. Edward S. Portner lagði grunnin að klippitækni, eins og við þekkjum hana, sýndi fleiri en eitt atriði samhliða til að byggja upp spennu, myndin er hröð og dramatísk og heldur spennunni í manni allan tíman. Þarna heyrðist og fyrsti byssukvellur kvikmyndasögunnar.
(*spillir) Myndin lýsir bankaráni, ribbaldarnir ræna síðan lest og halda fólkinu í heljargreipum, ræna það og svo hefst æsilegur flóttaleikur, sem endar að sjálfsögðu í uppgjöri.

Hershöfðinginn gerist í þrælastríðinu og segir frá lestarstjóranum Johnny Gray og ástunum hans tveimur, Annabelle og lestinni hans, Hershöfðingjanum. Ég vil í raun ekki spilla myndinni fyrir ykkur með því að segja ykkur mikið meira, en þetta er stórfengleg mynd, vönduð, gerð af ótrúlegu hugviti, spennandi og sprenghlægileg. Hún var ein af eftirlætismyndum Busters sjálfs. Upprunaleg tónlist Hershöfðingjans var leikin, en hún hafði verið glötuð í um áttíu ár, þangað til hún fannst fyrir tilviljun í kjallara leikhúss í Bandaríkjunum í fyrra. Og það var einmitt stjórnandinn, Rick Rubin sem fann hana. Á laugardaginn kl. 15:00 verða svo sýndar Járnsmiðurinn eftir Buster Keaton, Draugafár eftir Harold Lloyd og Ævintýramaðurinn eftir Charlie Chaplin.
Miðaverð er 2500 kr., 1250 fyrir handhafa stúdentakorts. Við bræður vorum því báðir syngjandi sælir og glaðir að sýningu lokinni.


Lag dagsins: The Tourist með Radiohead og Slátta eftir Jórunni Viðar (ömmu).

Og Treat your mother right með Mr. T. ;) :D


Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.