Endurgerðir eru verkfæri djöfulsins. Allavegana í 90% tilvika eð meira eru þær tilgangslaus ömurleg tilraun til að græða peninga billega og myndirnar sjálfar eru í sömu 90% tilvika eða meira viðurstyggilega hörmulegar, já, gangandi líknardráp, og gera sitt besta við að eyðileggja að eilífu fyrir manni ánægjuna yfir gömlu kalssíkinni, hafi súgamla verið það. Inn á milli geta auðvitað leynst fínar myndir, jafnvel snilldarverk, en það er í minna en 0.001% tilvika. Skilst til dæmis að endurgerð Werner Herzog á Nosfertatu, frá 1979, sé meistaraverk, en ég hef ekki séð hana.
Nú er víst til dæmis búið að endurgera The Texas Chainsaw Massacre! NYYYYYYYYYYAAAAAAAAARRRRRRRRGGGGGHHHHHHH!!!!!!!!
Það er ekki að ósekju að gamla myndin er orðin költ-klassík. Hún var að vissu leyti barn síns tíma, þó ekki sé þetta hráslagalega form sem hún er tekin upp við, myndgæðin eins og í heimiliskameru, sem gefa henni einhvern vegin raunverulegra yfirbragð, og því óhugnarlegra. Hippatíminn... allt andrúmsloftið var afsprengi þess samfélags sem myndin var sprottin upp úr og það mótaði hana, og þannig er það með margar myndir, þær eru ekki síst magnaðar í ljósi tíðarandans.
Að maður nefni ekki hetju íslendinga, Gunnar Hansen sem Leatherface...
Enn betra dæmi um þetta er Get Carter.
Hún var að ýmsu leyti brautryðjandi fyrir breytingar í kvikmyndagerð. Sögusviðið var drabbað umhverfi Newcastle og London og myndin sýnir um leið dekkri hlið Englands, hnignun og spillingu.
Michael Caine er Carter, eins og sagði í auglýsingunni. Hann engin stereótýpa harðhausannna. Hann er yfirvegaður, klæddur í jakkaföt sjöunda áratugarins, og nokkuð normal að sjá. Hann er ekkert að REYNA að vera töffari, hann bara er það. Ískaldur og miskunnarlaus hrotti.
Michael Caine ER Carter
Sylvester Stallone er EKKI Carter.
Það virðist leikstóri ednrgerðarinnar ekki hafa gert sér grein fyrir. Mér skilst svo sem að endurgerðin sé í sjálfu sér ekki það slæm, hvað leikstjórann varðar, það veit ég ekkert um. En eftir stendur að aðalleikarinn passar ENGAN veginn í hlutverkið! Carter er eionmitt ekki þessi,,úhh, ég er svo sterkur, geri þetta fyrir Ameríku, skjóta vondu kallana með ´rifflinum mínum, sveittur og beittur"-týpa.
Ég meina, ímyndið ykkur Hugh Grant sem Travis Bickle
miðvikudagur, október 08, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli