miðvikudagur, desember 10, 2003

ANDSKOTINN. Svaf hrottalega yfir mig í morgun. Ætlaði að vakna tíu, hafði lært til 1-2, fór svo að kjafta við Véstein eftir það. Einkenndist það samtal af djúpum félagsfræðilegum og heimspekilegum vangaveltum um þjóðfélagsstöðu, sem og svefngalsa og almennum fíflagangi. Lagðist í fletið um 3 og hef bersýnilega verið orðinn afar ör og kexruglaður af syfju, því mig minnti endilega að ég hefði stillt klukkuna á símanum á að vekja mig kl. 10. Ég rumska svo um égveitekkihvað-leitið og ýmynda mér að ég hafi hreinlega vaknað fyrr, enn dofinn af syfju. Svo er bara klukkan orðin 1-2 og það var meira að segja slökkt á símanum! ANDSKOTINN, ANDSKOTINN, ANDSKOTINN. Gnnnnnnnyarrrrghhh.........

Er á þjóðarbókhlöðu að reyna að drösla mér áfram, sækist hægt, verð eflaust að vaka aftur frameftir í nótt til að komast í gegn um þetta og mæta svo eins og útspýtt hundskinn í prófið.

Jah, skítur minn á spýtu!



Speki dagsins: Það næstversta sem maður getur gert þegar maður er búinn að læra mikið fyrir próf er að sofa á því. Það versta sem maður getur gert er að sofa ekki á því.

Í dag og í gær hefur einn diskur verið mjög í spilun hjá mér, en það er Mansöngur eftir ömmu mína sem er nú loksins kominn út. Inniheldur hann kórverkið Mansöng við Ólafsrímu Grænlendings og ballettana Eld og Ólaf Liljurós.



...ég er farinn að læra.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.