miðvikudagur, desember 24, 2003

Hej alle huppa! Ég er búinn að vera hér í góðu yfirlæti í nokkra daga í Skövde, hjá systur, mági og frændsystkinum. Mamma og amma koma hingað 26. Þá á Valli líka afmæli. Afskaplega gaman hjá okkur ok allt tegner til en jättebra jul. :)

Allt klappað og klárt, búinn að kaupa jólagjafir handa öllum, pakka inn og skreyta jólatréð. Katrín Ásta valdi sér reyndar í raun sjálf gjöf, því hún tók ástfóstri viðlítinn tösku-bangsa sem var í búðinni og Valla gef ég Spider-Man bifreið. Denn är jättekul (leiðréttið sænskuna ef hún er stirðbusaleg.
Í dag keypti ég gjafir og fór út að leika á sleða með Valla. Fyrst dró ég hann, svo vildi hann draga sjálfur. Við löbbuðum um holt og hæðir (jæja, BREKKU þá), jájá, örkuðum heillengi og lékum okkur á róló. Svo var Nenni frændi orðinn frosinn á nefinu og við héldum heim. ;) Katrín Ásta er líka alltaf jafn yndisleg. Og þau bæði. Þyrfti að geta postað myndum af þeim. Henni gef ég líka ansi skemmtilegan BR-kall. Við höfum það afskaplega gott.
Æi, mér dettur nú ekkert voðalega margt fleira í hug að að segja. Þó er frá nógu að segja. Þyrfti bara að skrifa svona nokkuð hjá mér. Komist ég í tölvuna á morgun eða á næstunni, fáið þið e.t.v. að heyra meira.
Þann 30. fer ég með Arnari á Return Of The King. Jibbí!
Er að lesa The Pianist, var að klára Hrafnkells sögu Freysgoða og langar líka að lesa Egils sögu og The Silmarillion. Auk þess hafði ég Cyrano frá Bergerac og Íslandsklukkuna með.


Þar eð ég hef takmarkaðan netaðgang vil ég nota tækifærið og óska ykkur öllum hjartanlega gleðilegra jóla, og þakka ykkur allt hið liðna. Hafið það sem allra best, elsku vinir. :) :) :D
Jättekjam!
Ni vet hvem ni är ;)
Og farsælt komandi ár, heyrið þið eða sjáið ekkert frá mér fyrir þann tíma.

Lög dagsins: ,,Nútíminn" og fleiri lög með Þursaflokknum.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.