miðvikudagur, júní 04, 2008

Andaktungurinn mælir með...

... lestri Gunnars Gunnarssonar á skáldsögu sinni Svartfugli í listilegri þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, sem nú er flutt á RÚV frá mánudeginum síðastliðnum til og með fimmtudegi kl. 22:15, en upptakan er frá árinu 1956. Kunningjar og aðrir lesendur þessa bloggs ættu að þekkja e-ð til dálætis míns á þessari mögnuðu bók, sem er jafnframt eitt besta verk Gunnars. Ef þið missið af lestrinum getið þið líka tékkað á heimasíðu RÚV.
Minni á umfjöllun mína um Svartfugl sem ég skrifaði hér á bloggið fyrir fjórum árum (tempus fugit), eftir að hafa lokið við bókina.

Mæli líka með The Sirens of Titan eftir Kurt Vonnegut, en hana kláraði ég um daginn úti í Póllandi og fannst hún hreint afbragð.

Núna er ég að lesa Mother Night eftir Vonnegut og sýnist hún forvitnileg.

Er sem áður húkkaður á Sopranos, en ég fékk 3. og 4. seríu lánaða hjá Arnari. Brillíant þættir.

Svo eru Ballad of a Thin Man og One More Cup of Coffee með Bob Dylan (það seinna ásamt Emmylou Harris) asskoti góð lög. :)

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.