Alive in Limbo
Gott hjá RÚV að sýna Alive in Limbo í næstu viku. Þetta er afbragðs heimildamynd um stöðu palestínsks flóttafólks í Líbanon, aðallega er fylgst með fjórum börnum um tíu ára skeið auk eins líbansks drengs. Mæli eindregið með henni. Það er líka skrifað um hana í sunnudagsmogganum. Þetta myndi ég vilja sjá meira af hjá RÚV, góðar heimildamyndir sem beina sjónum að mikilvægum samtímamálum. Eða bara fleiri góðar kvikmyndir yfirleitt, ef út í það er farið, t.d. að RÚV sýndi meira af klassískum myndum og lykilmyndum í kvikmyndasögunni.
Ég sá Alive in Limbo fyrst á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík árið 2004 og reit þá færslu um hana og fleiri góðar myndir sem ég sá á hátíðinni.
Annars lýst mér helvíti vel á komandi kvikmyndahátíð, þar verða m.a. fjórar myndir um stríðið í Írak, sem hver nálgast málið frá ólíkri hlið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli