fimmtudagur, júlí 19, 2007

Smástiklur

Ég hata að týna dóti. Nú finn ég ekki bókina sem ég var nýbyrjaður á, Zadig og örlögin eftir Voltaire. Skyldi ég hafa gleymt henni hjá e-um kunningjanum eða skyldi sá hinn sami rekast á hana er viðkomandi beðinn að láta mig vita. Ég fann hins vegar Mannabörn eftir Lu Xun (ritaður Hsun í bókinni) og Sirens of Titan eftir Kurt Vonnegut á bókasafninu og uni því bærilega við mitt.
Nú styttist í síðustu Harry Potter-bókina og ég er spenntur fyrir henni. Ég stefni á að fara með Arnhildi systur og Ágústu dóttur hennar á Harry Potter and The Order of Phoenix við tækifæri. Maður er bara svo önnum kafinn við vinnu þessa dagana. Brá mér þó á söngæfingu með henni og frænkum fyrir ættarmótið í næsta mánuði. Það voru fagnaðarfundir, við höfðum ekki heist í nokkurn tíma þó gagnkvæmur vilji þess hafi verið fyrir hendi. Æfingin gekki vel og var bráðskemmtileg, voanst til að eiga þriðjudagskvöldin laus á næstunni til að æfa.
Ég hef verið að vinna í Palestínugreininni minni í dag og vonast til að ég geti fengið hana birta í Lesbókinni Laugardaginn 28. júlí. Vandamálið við greinaskrif um líðandi stund felst í orðana hljóðan; margt og mikið gerist og það hratt, ekki síst þarna. Við bætist að ég vinn mikið.
Morgunvakt á morgun. Þarf að ganga til náða. Bis später.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.