Það er grein eftir bróður minn á bls. 22 í Morgunblaðinu í dag. Trúarbragðafræðsla eða kristniboð nefnist hún. Prýðis grein sem ég mæli með því að fólk lesi.
Á sömu opnu gagnrýnir Ögmundur Jónasson Ingibjörgu Sólrúnu í greininni Óraunsæi utanríkissráðherra . Fæ ég ekki annað séð en að þetta sé makleg gagnrýni og að ég geti tekið undir flest sem hann þar segir. Mæli einnig með að fólk lesi hana.
Ögmundur Jónasson og andaktungurinn eru ekki þeir einu sem hefur þótt ýmislegt athugavert við heimsókn utanríkisráðherra og ummæli hennar. Mengella skrifar fína færslu um þetta undir fyrirsögninni „Aulahrollur“. Tjékk it át.
Lag dagsins: God's Gonna Cut You Down í flutningi Johnny Cash.
mánudagur, júlí 23, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli