fimmtudagur, júlí 27, 2006

Árásum Ísraelshers á Líbanon mótmælt!
- mótmælastaða við bandaríska sendiráðið á morgun, föstudag kl. 17:30



Um heim hefur fólk mótmælt árásum Ísraela á Líbanon. Samtök herstöðvarandstæðinga munu standa fyrir mótmælastöðu hér á landi fyrir framan bandaríska sendiráðið á morgun, föstudaginn 28. júlí kl. 17:30. Í ályktun frá samtökunum segir; "Samtök herstöðvaandstæðinga skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma mannréttindabrot Ísraels í Líbanon og beita sér fyrir því að þau verði stöðvuð tafarlaust. Á hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem loftárásir hafa leitt yfir íbúa þessa stríðshrjáða lands (...) Og meðan athyglin beinist að Líbanon hefur Ísraelsstjórn aftur hafið árásir á Palestínumenn á Gaza."

Hernaðaraðgerðir Ísraelsstjórnar eru skýlaust brot á alþjóðasamningum og 33. grein Genfarsáttmálans sem segir; „Óheimilt er að refsa vernduðum manni vegna verknaðar sem hann hefur ekki framið sjálfur. Bannaðar eru hóprefsingar og hverskonar hótanir og hermdarverk. Rán og gripdeildir eru með öllu bannað. Bannaðar eru hefndaraðgerðir gegn vernduðu fólki og eignum þess.“

Skorað er á íslenskt stjórnvöld að taka afstöðu gegn stríðsrekstrinum með skýrum hætti; "Bandaríkjastjórn hefur komið í veg fyrir að fjölþjóðleg ráðstefna í Róm krefðist þess að vopnahlé yrði komið á. Bretland og Þýskaland hafa staðið í vegi fyrir því að Evrópusambandið beitti sér í málinu. Þegar stórveldin bregðast verða smáríkin að sýna ábyrgð. Íslenska ríkisstjórnin verður að hætta að tala um rétt Ísraels til að verja sig, við erum að tala um fjöldamorð, eyðileggingu, mannréttindabrot og stríðsglæpi. Ríkisstjórn Íslands verður að láta til sín taka. Eða til hvers er hún að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu?"

Frekari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Samtka herstöðvarandstæðinga, www.fridur.is, og á heimasíðu félagsins, www.palestina.is.

Glymur dansur í höll, dans sláið ring...



Á morgun flýg ég út til Færeyja þar sem við Kristján ætlum á Ólafsvöku. Gamall draumur mun þá verða að veruleika. Hvað er skemmtilegra en að vaka fram á rauðanótt, kneyfa öl og stíga vikivaka með Færeyingum?

Ég á eftir að blogga um allan andskotann sem á daga mína hefur drifið og hefur verið mér í huga undanfarið. Ég lofa að birta ferðasöguna úr Færeyjum. :)

Lag dagsins að þessu sinni er hið ágæta lag Mdlwembe (nei, ég ætla ekki að hljóðrita það! ;) ) með Zola úr hinni æðislegu mynd Tsotsi. Keypti hana í Nexus um daginn og voru það vægast sagt góð kaup. Tsotsi var framlag Suður-Afríku til Óskarsverðlaunanna og vann verðlaun sem besta erlenda myndin. Húkkaðist alveg á lagið þegar ég sá myndina. Þessi kvikmynd er skylduáhorf.


Dagurinn skín svo fagurlega
komið er hæst á sumarið

--Lokalínur lagsins How far to Aasgard með Tý

mánudagur, júlí 17, 2006

(Afsakið hversu seint þetta birtist, var bara að sjá þetta rétt í þessu á blogginu hans Vésteins og kópíera það þaðan)

Umræðufundur um Ísrael, Gaza og Líbanon


Mánudagskvöld 17. júlí verður fundur í Snarrót (Laugavegi 21, kjallara) klukkan 20:00. Til umræðu verður ástandið á Gazaströndinni og í Líbanon: Hvað halda Ísraelar að þeir séu að gera? Hvað er að ske? Hverjir takast á? Hvað er í húfi?
Hrafn Malmquist og Vésteinn Valgarðsson verða frummælendur en umræðurnar annars almennar og ekki sérlega formlegar.

laugardagur, júlí 15, 2006

A Hard Rain's Gonna Fall

Oh, where have you been, my blue-eyed son?
Oh, where have you been, my darling young one?
I've stumbled on the side of twelve misty mountains,
I've walked and I've crawled on six crooked highways,
I've stepped in the middle of seven sad forests,
I've been out in front of a dozen dead oceans,
I've been ten thousand miles in the mouth of a graveyard,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, and it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.

Oh, what did you see, my blue-eyed son?
Oh, what did you see, my darling young one?
I saw a newborn baby with wild wolves all around it,
I saw a highway of diamonds with nobody on it,
I saw a black branch with blood that kept drippin',
I saw a room full of men with their hammers a-bleedin',
I saw a white ladder all covered with water,
I saw ten thousand talkers whose tongues were all broken,
I saw guns and sharp swords in the hands of young children,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.

And what did you hear, my blue-eyed son?
And what did you hear, my darling young one?
I heard the sound of a thunder, it roared out a warnin',
Heard the roar of a wave that could drown the whole world,
Heard one hundred drummers whose hands were a-blazin',
Heard ten thousand whisperin' and nobody listenin',
Heard one person starve, I heard many people laughin',
Heard the song of a poet who died in the gutter,
Heard the sound of a clown who cried in the alley,
And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, it's a hard,
And it's a hard rain's a-gonna fall.

Oh, who did you meet, my blue-eyed son?
Who did you meet, my darling young one?
I met a young child beside a dead pony,
I met a white man who walked a black dog,
I met a young woman whose body was burning,
I met a young girl, she gave me a rainbow,
I met one man who was wounded in love,
I met another man who was wounded with hatred,
And it's a hard, it's a hard, it's a hard, it's a hard,
It's a hard rain's a-gonna fall.

Oh, what'll you do now, my blue-eyed son?
Oh, what'll you do now, my darling young one?
I'm a-goin' back out 'fore the rain starts a-fallin',
I'll walk to the depths of the deepest black forest,
Where the people are many and their hands are all empty,
Where the pellets of poison are flooding their waters,
Where the home in the valley meets the damp dirty prison,
Where the executioner's face is always well hidden,
Where hunger is ugly, where souls are forgotten,
Where black is the color, where none is the number,
And I'll tell it and think it and speak it and breathe it,
And reflect it from the mountain so all souls can see it,
Then I'll stand on the ocean until I start sinkin',
But I'll know my song well before I start singin',
And it's a hard, it's a hard, it's a hard, it's a hard,
It's a hard rain's a-gonna fall.


--Bob Dylan

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Wouldn't you miss me
Wouldn't you miss me at all?


Nú rétt í þessu las ég þá fregn að Roger ”Syd” Barrett, fyrrum forsprakki Pink Floyd sé látinn. Syd var aðallagasmiður, söngvari og gítarleikari sveitarinnar áður en hann fór yfir um á LSD. Hann var sporgöngumaður sækadelískrar tónlistar, frumlegur, bráðskemmtilegur og hugmyndaríkur snillingur með sérstakar tónlistarsmíðar og gítarleik. Fyrir þá sem þekkja síður til Syd mæli ég með The Piper At The Gates Of Dawn, algert meistaraverk sú plata. Smáskífulögin See Emily Play og Arnold Layne samdi hann einnig. Platan Wish You Were Here með Pink Floyd var meira eða minna tileinkuð honum, þá sérlega titillagið og Shine On You Crazy Diamond. Ég mun vafalaust hlusta á þetta allt saman og heiðra minningu hans.
Einhver merkilegasti tónlistarmaður rokksögunnar er fallinn frá.Ég er Syd Barrett ævinlega þakklátur fyrir tónlistina og vona að hann megi hvíla í friði. Blessuð sé minning hans.

Ríkishryðjuverk á Gaza


Ehud Olmert hefur gerst sekur um glæp gegn mannkyni með heiftarlegum land-og loftárásum á Palestínska alþýðu á Gaza sem eiga einskis að gjalda. Vitað er um að alla vega 44 Palestínumenn hafi nú fallið og einn ísraelskur hermaður. Árásir hafa beinst gegn borgurum á Gaza, að raforkuverinu, svo nú er bæði rafmagnslaust og vatnsskortur, sprengjum hefur verið varpað á opinberar byggingar og ríkisstjórn Palestínu óstarfhæf vegna þess að Ísraelsher hefur handtekið ráðherra hennar. Má svo rétt gera sér í hugarlund hersu rétttmæt réttarhöld þeir fengu þar, ef þeir yrðu yfirleitt ákærðir. Það skal enginn segja mér að slíkar aðgerðir séu til þess fallnar að reyna að tryggja líf ísraelska hermannsins sem nú er stríðsfangi, þvert á móti stefna aðgerðirnar lífi hans í hættu, lífi folks á Gaza og lífi Ísraela, því þess má vænta að árásarinnar verði hefnt. Hefði Olmert verið umhugað um líf hermannsins hefði hann samið við hreyfinguna sem hélt hermanninum föngum. En hann lýsti því yfir að engir samningar yrðu og gerðist sekur um stríðsglæpi, ég leyfi mér að kalla þetta ríkishryðjuverk. Ætlunin er að veikja Palestínumenn og stjórn þeirra sem mest. En hörmungar eru líklegar til að þjappa þjóðinni fremur saman gegn andstæðingnum og fylkja sér bak við leiðtogann. Það verður aldrei friður nema að Ísraelar séu reiðubúnir að ræða við ríkisstjórnina, komi til móts við réttmætar kröfur Palestínumanna og virði mannréttindi þeirra.
Árás af þessum skala er ekki "hefnd fyrir hermanninn", hún krefst miklils undirbúnings og hefur verið skipulögð löngun fyrir fram. Hermaðurinn varð hins vegar ísraelskum stjórnvöldum kjörið skálkaskjól til að hrinda árásunum í framvæmd. Hermaðurinn er stríðsfangi, handamaður í átökum, en ef hann er tekinn af lífi er það hins vegar augljóslega brot á lögum um meðferð strísfanga.
Mér þykja kröfur Palestínumannana sem halda hermanninum föngnum fyllilega réttmætar, þ.e. að konum og börnum verði sleppt úr ísraelskum fangelsum. Um 600 börn hafa verið handtekin á ári frá árinu 2000. Þar er ekki tekið tillit til alþjóðalaga um réttindi barna. Auk þess hafa komið upp margar kærur um illa meðferð og misþyrmingar.
Nú reynir Olmert að telja fólki trú um að hann hafi haft í huga aðsleppa föngunum áður en ísraelski hermaðurinn var tekinn höndum. Þvílík tilviljun að Palestínumenn skyldu þá taka hann til fanga og binda enda á öll slík áform, hmm? Kommon, á maður virkilega að gleypa við þessu? 'I kröfunni um að föngunum sé sleppt felst krafa um að Ísraelar virði alþjóðalög. Ekki er hægt að segja að Oolmert hafi þá beinlínis verið að flýta sér. Aðgerðir og ummæli Olmerts hingað til hafa sýnt að honum er hvorki umhugað um að sleppa föngunum né um líf hermannsins. Þetta er ódýrt áróðursbragð til að klína allri skuldinni á Palestínumenn, og sér í lagi Hamas. Hvað Quassam-eldflaugarnar varðar er líklegast að að þær muni fremur aukast en annað, massívar hernaðar aðgerðir gegn saklausum borgurum draga ekki úr skæruhernaði eða hryðjuverkum, heldur eru olía á eldinn.
Ég óttast um framtíð Palestínumanna og ég óttast um líf hins 18 ára gamla hermanns, sem ég veit ekki enn hvort hefur verið tekinn af lífi eða ekki. Ef svo er mun bæði hreyfingin sem tók hann til fanga og Olmert bera ábyrgð á dauða hans. Ég óttast þær hörmungar sem bitna á Palestínsku þjóðinni og að þær muni aukast til muna. Ég óttast að Intifada kunni að brjótast út.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.