mánudagur, desember 27, 2004

Á heimasíðu félagsins Íslands-Palestínu má finna grein eftir Uri Avnery, formann ísrelsku friðarsamtakanna Gush-Shalom, í þýðingu minni. Gaman að því.
Smellti hlekk á Félagið Ísland-Palestínu, hann má finna hægra megin á síðunni.

laugardagur, desember 25, 2004

Gleðileg jól,vinir mínir! Mér þykir einstaklega vænt um ykkur öll.
Eftir ánægjulegt jólaboð sit ég í hægindum við lestur og skrif og hluta á Misa Criolla, stórfenglegt tónverk eftir Ariel Ramírez. Hrein unun að hlusta á það. Hér mætast helgi og hátíðleiki og grípandi rómanskur rytmi, og funi og leikið og sungið af mikilli ástríðu, þar sem höfundur fléttar saman "hefðbundinni” helgitónlist og tónlistararfi Suður-Ameríku. Söngrödd Mercedes Sosa og tilfinning er einstök. Þessa gjöf gaf ég mömmu. J
Þetta verk söng MR-kórinn fyrir e-ð 2-3 árum, sællar minningar. Það var æðislegt að fá að taka þátt í að flytja það. Algjör skylduhlustun.

Meðal góðra gjafa sem ég fékk (danke schön, alle Leute!), og sú fyrsta sem ég fékk var frá ömmu minni. Var það bók sem ég hef haft augastað á frá því að ég var lítill trítill, og hef gluggað í hana í nánast í hvert skipti sem ég hef heimsótt hana. Það var ævisaga Chaplin. Amma mín er yndisleg.

Ég hef dáð Chaplin frá unga aldri, þegar ég sá fyrst Gullæðið og hef lengi hugsað mér að pósta ræðunni sem hann flutti í lok The Great Dictator, sem var háðsádeila á Nasismann og er eitt eftirminnilegasta atriði kvikmyndasögunnar. Myndin var gerð fyrir stríð og sagði Chaplin sjálfur seinna að hefði hann vitað þá um allan hryllinginn sem viðgekkst (s.s. útrýmingarbúðir og fleira) hefði hann aldrei lagst í gerð myndarinnar. En til allrar hamingju gerði hann það.
Í þessari senu hefur önnur aðalpersónan, gyðingur sem er rakari (í raun útfærsla á flækingnum) verið tekinn í misgripum fyrir Anoyd Hynkel (Hitler), leiðtoga Tomaniu og er leiddur nauðugur upp að ræðupalli á risavöxnu hópþingi þar sem vígreifir hermenn og sigruð þjóð Austerlitz bíða eftir að heyra ræðu hans.
Og þar kemur ein dásamlegasta sena kvikmyndanna, Chaplin kastar í raun af sér gerfinu (í óeiginlegri merkingu) og talar frá hjartanu. Þetta er ávarp aldarinnar, bón og köllun um frið. Vona ég að boðskapur þessarar ræðu, sem hér fylgir á frummálinu muni fylla hjörtu þeirra sem lesa og að bæn hans verði uppfyllt.

The Jewish Barber: I'm sorry but I don't want to be an emperor. That's not my business. I don't want to rule or conquer anyone. I should like to help everyone if possible; Jew, Gentile, black men, white. We all want to help one another. Human beings are like that. We want to live by each others' happiness, not by each other's misery. We don't want to hate and despise one another. In this world there is room for everyone. And the good earth is rich and can provide for everyone. The way of life can be free and beautiful, but we have lost the way. Greed has poisoned men's souls; has barricaded the world with hate; has goose-stepped us into misery and bloodshed. We have developed speed, but we have shut ourselves in. Machinery that gives abundance has left us in want. Our knowledge has made us cynical; our cleverness, hard and unkind. We think too much and feel too little. More than machinery we need humanity. More than cleverness, we need kindness and gentleness. Without these qualities, life will be violent and all will be lost. The aeroplane and the radio have brought us closer together. The very nature of these things cries out for the goodness in man; cries out for universal brotherhood; for the unity of us all. Even now my voice is reaching millions throughout the world, millions of despairing men, women, and little children, victims of a system that makes men torture and imprison innocent people. To those who can hear me, I say "Do not despair." The misery that has come upon us is but the passing of greed, the bitterness of men who fear the way of human progress. The hate of men will pass, and dictators die, and the power they took from the people will return to the people. And so long as men die, liberty will never perish. (In a passionate raging voice now)
Soldiers! Don't give yourselves to these brutes who despise you, enslave you; who regiment your lives, tell you what to do, what to think and what to feel! Who drill you, diet you, treat you like cattle and use you as cannon fodder! Don't give yourselves to these unnatural men---machine men with machine minds and machine hearts! You are not machines! You are men! With the love of humanity in your hearts! Don't hate! Only the unloved hate; the unloved and the unnatural. Soldiers! Don't fight for slavery! Fight for liberty! In the seventeenth chapter of St. Luke, it is written that the kingdom of God is within man, not one man nor a group of men, but in all men! In you! You, the people, have the power, the power to create machines, the power to create happiness! You, the people, have the power to make this life free and beautiful, to make this life a wonderful adventure. Then in the name of democracy, let us use that power. Let us all unite. Let us fight for a new world, a decent world that will give men a chance to work, that will give youth a future and old age a security. By the promise of these things, brutes have risen to power. But they lie! They do not fulfil that promise. They never will! Dictators free themselves but they enslave the people! Now let us fight to free the world! To do away with national barriers! To do away with greed, with hate and intolerance! Let us fight for a world of reason, a world where science and progress will lead to the happiness of us all. Soldiers, in the name of democracy, let us unite!(Here, Chaplin pauses, seeming to gather himself, and the picture soon fades out to a scene of refugee Hannah (Paulette Goddard) with her family in a peaceful field, seemingly hearing his words.)Hannah, can you hear me? Wherever you are, look up! Look up, Hannah! The clouds are lifting! The sun is breaking through! We are coming out of the darkness into the light! We are coming into a new world; a kinder world, where men will rise above their greed, their hate and their brutality. Look up, Hannah! The soul of man has been given wings and at last he is beginning to fly. He is flying into the rainbow! Into the light of hope! Look up, Hannah! Look up!Hannah's Father: Hannah?Hannah: Shhh. Listen.

fimmtudagur, desember 23, 2004

Lag dagsins: Something með Bítlunum, samið af George Harrison.

miðvikudagur, desember 22, 2004

Óskalisti

Senn líður að jólum. Ég er búinn að kaupa nánast allar jólagjafir. Ef einhvern langar að gefa mér gjöf og er ekki búinn að því þá er hér óskalistinn minn. Hann er nokkuð langur án þess að vera tæmandi en endurspeglar það sem mig langar yfirleitt í og ég hef áhuga á.

Tónlist
Complete Piano Works e. Jón Leifs (á disk)
Finnskur tangó
Muzack (geisladiskur) – Guðmundur Pétursson gítarleikari
„An American In Paris“ e. George Gerschwin (diskur)
„In Rock, Machine Head, Made In Japan og Fireball – Deep Purple (diskar)
Comedian Harmonists (diskur, fæst í 12 tónum)
The Godfather – tónlist úr mynd
Underground – tónlist úr mynd
„Real Gone“, „Alice“ – Tom Waits (diskar)
„Murder Ballads“, „Henry´s Dream“, „The Good Son“, „Boatman´s Call“, „And No More Shall We Part“ o.s.frv. – Nick Cave (diskar)
„Voices of Light“ - Richard Einhorn (geisladiskur)
„Requiem“ – Wolfgang Amadeus Mozart
„Hljóðlega af stað“ - Hjálmar
Einhvern góðan safndisk með Edith Piaf
Tónlistin úr leikritinu um Edith Piaf, Brynhildur Guðjónsdóttir syngur


Bækur/ljóð
„Guantanámo –Herferð gegn Mannréttindum“ –David Rose
„The Curious Incident of the Dog in the Nighttime“
Ritsafn Þorsteins frá Hamri
„Malarinn sem spangólaði“ – Arto Paasillinna
„Karamazov-bræðurnir“, „Glæpur og refsing“ – Fyodor Dostojevskí
Smásögur Anton Chekov
„Gargantúi og Pantagrúl“?
„Alkemistinn“ e. Paulo Coelho
„Draugasaga“ – Plátus
,,Úr þegjanda dal” – Hjörtur Pálsson
„Halldór“ e. Hannes Hólmstein Gissurarson
„Halldór Laxness“ e. Halldór Guðmundsson
„Kaktusblómið og nóttin-um ævi og skáldskap Jóhanns Sigurjónssonar“ – Jón Viðar Jónsson
Ævisaga Tolkiens e. Michael White
„Til Hinstu stundar“ e. Traudl Junge (ævisaga/endurminningar einkaritara Hitlers)
Platero og ég - Juan Ramón Jiménez

Myndasögur, fást í Nexus
„Buddha“ og „Phoenix“ - Ozamu Tezuka
„The Filth“
„Maus“
„In the Shadow of No Towers“
„American Splendor“ - Harvey Pekar
„Bone“
„Sleeper“
„Hellboy“ (nema Wake the Devil) – Mike Mignola

Kvikmyndir/sjónvarpsefni
„Blackadder“ – sería 1, 2 og 3
„Monty Python“ – alles nema Hollywood Bowl
„Kill Bill“ 1 & 2
„The Passion of Joan of Arc“-Criterion collection – Carl Th. Dreyer (ath. að tónverkið „Voices of Light“ e. Richard Einhorn sé leikið undir)
„Metropolis“ (kvikmynd)
„Das Cabinett des Dr. Caligari“ (kvikmynd)
„Faust“ (kvikmynd)
„The Pianist“ – kvikmynd eftri Roman Polanski
„It´s A Wonderful Life“
„The Nightmare before Christmas“ e. Tim Burton

...und so weiter :)

Þetta virðist orðið vinsælt. Spreytið ykkur. :)
I made a Quiz for you! Take my Quiz! and then Check out the Scoreboard!

þriðjudagur, desember 14, 2004

Þetta
vekur í mér óhug. Varla er búið að dysja fórnarlömb fjöldamorðanna í Fallujah, allt landið er bókstaflega í hers höndum og Bandaríkjamenn ,,útiloka ekki" árás á Íran. Sífellt á að seila sig lengra, sífellt á að sölsa meira svæði yfir yfirráð Bandaríkjanna. Ekki hlusta á fjálglegt orðagjálfur þeirra heldur horfið á hvað þeir GERA. Hvar endar þetta? Ætli heimsbyggðin muni gera e-ð til að koma í veg fyrir þetta? Eða munu þeir trúa áróðrinum um frelsandi englana sem bjarga fólki með því að murka úr þeim lífið? Réttlætisriddaranna sem þvaðra um mannréttindi á meðan þeir traðka jafnt á mannréttindum eigin þjóðar og annarra og halda mönnum föngnum í fangelsi sem kemst næst helvíti á jörð, án dóms og laga þar sem þeir sæta hrottalegri niðurlægingu og pyntingum? Ég vona og bið að svo muni ekki verða.

sunnudagur, desember 12, 2004

Maldað í móinn
Mér finnst grátbroslegt að fylgjast með hversu stríðssinnar fárast yfir söfnun Þjóðarhreyfingarinnar. Geir Andersen er einn þeirra sem reynir að klóra í bakkann í grein á bls. 46 í Mogganum í gær. Hann gerir lítið úr Þjóðarhreyfingunni og söfnun hennar, gerir því skóna að þetta séu bitrir menn í leit að athygli og er svo með allar gömlu tuggurnar á hreinu. Hann er vægast sagt ómálefnanlegur, snýr út úr og tekur hlutina úr samhengi í grein þessari. Honum virðist mikilvægara að gera lítið úr aðstandendum hreyfingarinnar með að kasta mykju í þá en að ræða málstaðinn. Afkáralegast í grein Geirs var e.t.v. þegar hann talaði um Saddam Hussein sem ,,talið var (með réttu eða röngu) að kynni að hafa átt þátt í árásinni 11. september”. Úff!
Sama er uppi á teningnum hjá Kristni Péturssyni sem einnig ritar í Moggann í gær. Hann segir að Þjóðarhreyfingin tali „ekki í sínu nafni“. Hann um það. Það er ekki ætlun Þjóðarhreyfingarinnar að halda fram að hún tali fyrir munn allrar þjóðarinnar. Með greininni sem ætlunin er að birta í New York Times hefur hún hins vegar viljað sýna að stuðningur við stríð var í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar og að brotin voru lög þegar utanríkismálanefnd var ekki höfð með í ráðum við ákvörðunina og brotið á þeirri stefnu að Ísland skuli ekki vera stuðningsaðili í stríði á erlendri grundu. Alþingi kom af fjöllum. Einnig vísar hann til Keflavíkursamningsins, en þar var tekið skýrt fram að Íslendingar skyldu aldrei þurfa að koma að stríði.
Merkilegt, hversu menn fárast yfir nafni hreyfingarinnar, sem er jú óheppilegt, en forðast að ræða merg málsins. Kannski er það vegna þess að stoðirnar sem stríðssinnar byggja málflutning sinn á eru löngu hrundar. Það er sífellt flett ofan af lygavefnum sem hefur verið notaður til réttlætingar stríðinu en enn malda stríðsinnar í móinn. Þeir forðast ávallt sannleikann að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar var og er mótfallinn stríði. En vilji þjóðarinnar skiptir kannski minna máli en vilji ráðamannanna?
Margir bandarískir ráðamenn hafa þurft að éta ofan í sig ummæli sín og var sá biti súr í munni.
Kristinn Pétursson spyr hví félagar í Þjóðarhreyfingunni borgi ekki úr eigin vasa.
Þjóðarhreyfingin er ekki formlegur félagsskapur með félagaskrá, heldur fremur óformleg grasrótarhreyfing fólks sem er sammála um grundvallaratriði sem sett voru þegar hreyfingin var stofnuð. Ábyrgðarmenn eiga ekki asna sem lekur gullpeningum úr eyrum sínum en það er fullkomlega eðlilegt að hver sem styður málefnið geti lagt sitt af mörkum til að hjálpa því fram að ganga. Hann talar um að „plata saklaust fólk“. Meinar hann þá að það fólk sem kynni að styðja hreyfinguna, það fólk sem tilheyrir þeim yfirgnæfandi meirihluta sem er á móti stríðinu og stuðningi ríksstjórnarinnar við það séu ginningarfífl sem láta draga sig á asnaeyrunum, auðveld fórnarlömb ,,afturhaldskommatitta“? Mér finnst það bera vott um lítilsvirðingu við meirihluta íslensku þjóðarinnar að halda því fram að hann geti ekki hugsað fyrir sjálfan sig.

föstudagur, desember 10, 2004

Í dag er síðasti þingdagur fyrir jólafrí. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að fjölmenna á mótmælin gegn stríðinu í Írak á Austurvelli milli 12 og 1. Ágætt ef þið getið haft útikerti með ykkur.

Gaman að geta þess að greinin ,,Gengið til góðs? Þitt er valið" (neðar á síðunni) er komin á forsíðu www.vinstri.is. Það gleður mitt gamla hjarta. :)

Um daginn datt mér í hug nýtt mannsnafn. Nú eru til nöfn eins og Marteinn og Margeir og hins vegar Týr, Hjálmtýr og Angantýr. Hvernig væri þá nafnið Martýr?
Sá sem héti það bæri líka nafn með rentu. :)

fimmtudagur, desember 09, 2004

Um daginn fór ég á yndislega tónleika, jólatónleika módettukórs Hallgrímskirkju. Allt vann saman að gera þessa stund sem fegursta. Lagavalið var afar gott, reyndar saman komin flest bestu jólalögin, að mínu mati og flutningur næsta óaðfinnanlegur sem og samhljómur. Stjórnandi var Hörður Áskelsson, Sigurður Flosason lék á saxófón, Björn Steinar Sólbergsson spilaði á orgel og Ísak Ríkarðsson, 11 ára söng drengjasópran. Hafði hann einstaklega blíða og fallega rödd, en var þó ekki sérlega skýrmæltur, þ.e; orðaskil ekki mjög greinileg, virkaði nokkuð feiminn.
Aðeins á tveimur stöðum þótti mér tónlistarfólkinu fatast flugið og þótti það miður því bæði lögin eru mér afar kær. Fyrra lagið var „Jól“ eftir ömmu mína, Jórunni Viðar. Það var jólalag ríkisútvarpsins 1988, þá frumflutt af Skólakór Kársness. Upphaflega var flauta í laginu en var hér leikið á saxófón. Fannst mér lagið flutt of hratt, raddirnar verða að fá að njóta sín, ,,svörin” verða að heyrast. Einnig saknaði ég sárlega síðasta flautusólósins, en það sker sig frá hinum og verður því sérstæðara og fallegra fyrir vikið. Það er sóló sem snertir innstu strengi mína. Því var sleppt, og í stað þess spilað venjulega sólóið.
Útsetning ,,Með gleðiraust og helgum hljóm” hafði heppnast mjög vel, í því lagi var þeirri aðferð beitt að láta söngvara byrja á mismunandi tíma og syngja e-k keðju, mishátt svo útkoman minnti á klukknaspil, gengu söngvarar eftir kirkjunni og virkaði sérlega vel með bergmálið. Kannski dálítið leitt að Marteinn hafði fengið sömu hugmynd fyrir MR-kórinn við flutning sama lags.
Þessari aðferð var svo aftur beitt í öðru eftirlætis jólalagi mínu, ,,Það aldin út er sprungið”. Þá byrjaði lítill sönghópur að synga raddað, svo komu hinir í keðju og fyrir mér varð þettaglundroði. Enginn samhljómur í röddunum og var eins og hver væri að syngja sitt lag sem passaði ekki við hitt. Saxófóninn spilaði e-ð sem virtist ,,freeform”, allavegana passaði það hvergi inn í ósamhljóma bakgrunninn. Það var í raun fyrst í lokin þegar raddirnar komu saman í hefðbundnu útsetningunni að það hljómaði vel. Þá hugsaði ég: ,,Þetta var það sem ég var að bíða eftir!”.
Það aldin út er sprungið er einstaklega fallegt jólalag. Texti Matthíasar Jochumssonar er forkunnarfagur. En raddsetningin er einnig einn mesti styrkur lagsins, og diminuendo-crescendo-ið í því.
Að þessum tveimur lögum undanskildum hef ég svo ekkert annað út á að setja. Amma ræddi við stjórnandann eftir tónleikana og gat bent honum kurteislega á að lag hennar væri spilað hels til hratt. Nefndi hún ekki sólóið, en ég vona að einhver verði til að kippa því í lag.
Þetta voru tvö lög af tuttugu, hin heppnuðust með eindæmum vel. Það var sérdeilis falleg stund þegar þau fluttu ,,Heims um ból” sem aukalag. Ég var djúpt snortinn af þessum tónleikum og vona ég að þeir verði gefnir út, eða ég geti alltént nálgast disk með þessu prógrami í flutningi kórsins og hljóðfæraleikaranna.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Gengið til góðs? Þitt er valið


Ágætu lesendur. Í gær náði ég ekki að blogga en vil engu að síður óska ykkur og þjóðinni allri til hamingju með fullveldisdaginn. En höfum við gengið götuna til góðs?
Í gær hélt Þjóðarhreyfingin fund sem ég komst því miður ekki á. Megin inntak hans var að safna fé til að birta grein í New York Times þar sem heimsbyggðin gæti séð raunverulega afstöðu íslensku þjóðarinnar til stríðsins í Írak. Það má lesa nánar um það hér strong>hér. Þjóðarhreyfingin mótmælir aðferð utanríkisráðherra og forsætisráðherra er þeir lýstu stuðningi við stríð í Írak án þess að bera málið undir Alþingi og ríkisstjórn og heimfærðu vilja sinn upp á þjóðina. Hér er lýðræði virt að vettugi og brotið á stjórnarskránni. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn stríði en nú eru hendur okkar blóði drifnar, með stuðningnum erum við samsek og berum ábyrgð á fjöldamorðum, niðurlægingu og kúgun saklausra borgara, manna, kvenna og barna. Með stuðningnum lýsir ríkisstjórn einnig velþóknun á að alþjóðalög og almenn mannréttindi séu brotin.
Hæstvirtur utanríkisráðherra er ávallt jafn smekklegur. Svo próper og indæll séntilmaður. Hann kallar Samfylkinguna „Afturhaldskommatittsflokk“. Kyssir hann mömmu sína með þessum munni? Hroka og ósvífni hæstvirts ráðherra virðist fá takmörk sett. Hann hefur einnig talað um „meinfýsishlakkandi úrtölumenn“ eins og ég hef áður fjallað um og á þá við... Alþingi? Meirihluta þjóðarinnar? Er það svona sem hann hugsar um þjóðina sem hann á að þjóna? Valdið kemur frá fólkinu. Við erum ekki undirsátar, heldur úthlutar þjóðin valdinu til ráðamanna og veitir þeim umboð að vinna í þágu þjóðarinnar.
Ég leyfi mér að vitna til annarar klausu sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna, þar sem segir:
We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the pursuit of Happiness. --That to secure these rights, Governments are instituted among Men, deriving their just powers from the consent of the governed, --That whenever any Form of Government becomes destructive of these ends, it is the Right of the People to alter or to abolish it, and to institute new Government, laying its foundation on such principles and organizing its powers in such form, as to them shall seem most likely to effect their Safety and Happiness. Prudence, indeed, will dictate that Governments long established should not be changed for light and transient causes; and accordingly all experience hath shewn, that mankind are more disposed to suffer, while evils are sufferable, than to right themselves by abolishing the forms to which they are accustomed. But when a long train of abuses and usurpations, pursuing invariably the same Object evinces a design to reduce them under absolute Despotism, it is their right, it is their duty, to throw off such Government, and to provide new Guards for their future security. —
Ég vona að menn geti verið þessu sammála. Þegar ríkisstjórnin er hætt að vinna í þágu fólksins er það réttur og skylda þess að rísa upp. Hér er ekki um að ræða neitt smámál. Hér er um að ræða að lýðræði er tekið af þjóð, þingi og ríkisstórn, stjórnarskrá brotin og þjóðin er nauðug flekkuð blóði. Meira en 100.000 Írökum hefur verið slátrað í okkar nafni.

Annars er það merkilegt hve enn er alið á „Rauðu -hættunni“og menn stimplaðir. Enn eimir af kaldastríðshugsuninni og nornaveiðum McCarthy. „Ekki hlusta á þennan.Hann er kommi. Hann er samsæriskenningamaður Hann er hættulegur. Í gapastokkinn með hann“. Hin aðferðin, sem er kannski nýrri, er svo að neutralísera okkur, stimpla okkur sem rugludalla sem mála skrattan á vegginn en erum í raun sauðmeinlaus. En niðurstaðan verður sú sama; ekki taka mark á orðum okkar. „Þeir segja að ég hafi vit til að velja þá, en ég hafi ekki vit til að hafa vit fyrir mér”, eins og skáldið sagði.

Maður gæti svo horfið lengra aftur í tímann og fundið önnur líkindi. Galdrabrennur miðalda þegar gífurlegur fjöldi saklauss fólks var drepið. Í þá daga var nóg að segja yfirvöldum að þú grunaðir náunga þinn um kukl og hann var vís að vera sendur í dauðann. Oftast voru þetta vesalings gömul og fátæk kerlingarhró sem voru brennd á báli. Einnig gast þú átt fótum þínum fjör að launa ef þú varst svo ógæfusöm/samur að fæðast með vörtu, aukatá eða annað líkamslýti. En enginn skal segja að menn hafi ekki beitt fagmannlegum vinnubrögðum til að úrskurða hvort viðkomandi væri að daðra við djöfulinn eður ei. Þú varst bundin(n) á höndum og fótum, fleygt út í vatn og ef þú drukknaðir þá varstu saklaus og frjáls ferða þinna. Ef þú flaust varstu norn og brennd á báli. Einnig hefði mátt reyna Monty Python-aðferðina og athuga hvort þú vægir meira en önd.

Bróðir minn skrifar góða grein sem hann kallar: „Lýðræði: að geta og gera“. Ég er sjálfur orðinn dauðþreyttur á aðgerðaleysi íslensku þjóðarinnar. Þjóðarsálin er í eðli sínu kvartsár rola sem gerir aldrei neitt í málunum. Saga okkar einkennist af því að við látum vaða yfir okkur. Við tuldrum í barm okkar, fárumst yfir kaffibollum, skrifum stundum í blöð eða aðra miðla, nöldrum og kvörtum um stund en hættum því síðan og málið gleymist. Íslendingar eru nefnilega einnig meistarar í að gleyma hlutum. Ef við kveinkum okkur endalaust en gerum aldrei neitt til að breyta ástandinu höfum við sjálf kallað það yfir okkur og höfum engan rétt til að kvarta.Við hugsum líka oftast um eigið skinn og bíðum þess að einhver annar taki af skarið. Enda er máltækið „^þetta reddast” jú einkunnarorð Íslendinga. En verra er svo fólkið sem er sama. Hvort það lifir í þvílíkri blekkingu eða veit hvernig málin standa en er sátt við það, veit ég ekki en ég játa að ég á bágt með að skilja hvernig er hægt að horfa upp á hörmungarnar í Írak og gleðjast. Ef okkur er ekki sama en gerum ekkert kemur það í sama stað niður. Ýmsir ímynda sér kannski að þeir geti ekki haft áhrif, enda vill fólkið með völdin gjarnan telja okkur trú um það að einstaklingurinn skipti ekki máli. Það er lygi! Sérhver maður getur haft áhrif, það er skylda hans ef hann vill breyta einhverju. Annars hefur hann fyrirgert rétti sínum til lýðræðis.

Sápukaupmaðurinn Samuel Phelps sigldi að Íslandsströndum 1809 með 3 skip , steig á land með fámennt lið vopnaðra manna og hafði með sér túlk sinn Jörgen Jörgensen. Stiftamstsmaðurinn Trampe hafði bannað Íslendingum að versla við Breta svo Phelps og liðsmenn hans tóku stiftamtmann fastan. Þá hafði Phleps frjálsar hendur til verslunar og til að hafa stjórn í landinu fól hann Jörgen stjórnina. Varð Jörgen betur þekktur sem Jörundur Hundadagakonungur. Hvað gerðu Íslendingar til að reyna að hindra valdatökuna? Ekkert!
Jörgen reyndist svo ágætur stjórnandi og var umhugað um hag Íslendinga. Hann vildi að íslendingar væru sjálfstæðir, gætu verslað frjálst, vildi veita þeim gífurlega skattalækkun og veita þeim ,,frið og fullsælu”. Hann vildi einnig að menn hefðu jafnan kosningarétt, óháð eign. Hann vildi að 8 „dugandi og skynsamir menn“ settu lög og rituðu stjórnarskrá og að Íslendingar réðu sér í raun sjálfir.
En Íslendingar kunnu ekki gott að meta og honum varð ekki af ósk sinni. Var þetta hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem Íslendingar hunsuðu þann sem vildi greiða veg þeirra. Eins var það hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem Íslendingar létu sig ekki varða þau málefni sem viðkom þeim og sátu aðgerðalausir.

Sjálfhverfa hefur einkennt Íslendinginn lengi, að hugsa fyrst og fremst um eigið skinn
Sem dæmi um þá sjálfhverfu má nefna þegar Bandarísk flugyfirvöld ræddu að fækka herliði á vellinum urðu háværar raddir um framtíð atvinnulífs í Keflavík. EINS OG ÞAÐ SÉ HÖFUÐMÁLIÐ! Ég er orðinn dauðþreyttur á svona helvítis aumingjavæli. Hér er verið að ræða varnarmál sem skipta sköpum fyrir þjóðina og kemur inn á túlkun Keflavíkursamningsins og stöðu þjóðarinnar í hernaðarbandalaginu NATO. Ef Keflavík getur ekki haldið uppi íbúum sínum er hennar vandamál en ekki hersins. Herinn er ekki þarna til að halda uppi atvinnulífi í Keflavík.
Við erum hrædd við breytingar og hugsum um eigið skinn. Við bíðum eftir að einhver annar geri eitthvað og ætlum að njóta góðs af hitunni. Þjóðarsálin er værukær. Við erum að verða feitu þjónarnir sem Arnas Arnæus talaði um í Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness og lauk ræðu sinni á þessum orðum: Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barinn þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima.

Annar merkur íslenskur rithöfundur, Gunnar Gunnarsson lýsti svo tilfinningum sínum gagnvart fyrri heimstyrjöldinni: ...þessi styrjöld á næstu grösum bylti um koll vaknandi trausti mínu til framtíðar og forsjónar, sneri með hrottagalsa ærðra undirdjúpa dýrðaróði lífsins í djöflasæringu ...Sál mín varð sem sviðið land, saurgað fúlum valköstum, hver urinn akur minnti mig á skotplægða mold, mengaða nýsundurtættum mannahræjum. Mér blæddi inn.

Því miður hefur ekki margt breyst. Við höfum ekki gengið götuna eins til góðs og við vonuðum. Við höfum látið fólkið sem átti að vinna í okkar þágu brjóta á réttindum okkar og svíkja allt sem er helgast þjóð okkar. En það er ekki of seint að gera eitthvað. Nýtum afl okkar, tökum höndum saman, mótmælum þessari aðferð, þrýstum á ríkisstjórnina að hún láti af stuðningi við stríðið með orðum, skrifum og aðgerðum og nýtum atkvæðisrétt okkar. Við erum íslenska þjóðin og við höfum valdið. En valdi fylgir ábyrgð. Ábyrgð um að beita því rétt.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.