miðvikudagur, janúar 14, 2004

Alltaf sama vesenið með þessa blessuðu blogger-síðu. Og með flestar tölvur hér í skólanum. Netið er niðri á þeim flestum, og ómögulegt að logga sig inn. Svo á blogger, ef ég er búinn að logga mig inn og smelli svo á blogghlekkinn, þarf ég að logga mig aftur inn. Þá birtist einhver hjálpar-síða, án hlekks á bloggið, ekki hægt að bakka eða neitt.

Blogglogg. Nýyrði dagsins. :D

Ég er að verða svo latur að blogga. Hef einhvern vegin ekkert að segja (eða nenni að segja, allav.).
En þó gerist ýmislegt á þeim tíma sem líður á milli.

Jamm, söngkeppnin er á næsta leiti. Búinn að fá eina æfingu með bandinu (Kuai) og fæ aðra á morgun, auk genaalprufu á fimmtudaginn. Það tókst þokkalega en bæði ég og bandið þurfum þó að slípa okkur betur. Ég er reyndar búinn að vera ein taugahrúga fyrir þessa keppni, og er enn. Mann langar náttúrulega til að standa sig. Fanga andrúmsloft lagsins, syngja flott og vel, og þó með sinni eigin rödd, og finna jafnvægi milli hennar og upprunalegrar radar söngvara lagsins.

Fékk far með Tinnu, Hrafnhildi og Ingu heim. Við lentum í bráðri lífshættu á leiðinni, það munaði ekki miklu að yrði keyrt á okkur á Hringbraut, stóreflis rauður vörubíll sikk-sakkaði fram og aftur eins og brjálæðingur og engu munaði að hann klessti okkur, sjálfan sig eða aðra út af.


Ég fór til háls-nef og ernalæknis, frænda míns og nafna og hann sá e-a bólgu í nefi og gaf mér nasonex við því (skemmtilegt nafn!). Svo hef ég reynt að halda mig sem mest inni við og sötrað kamillute og andað að mér gufu.

Og sjitt, ég þarf að æfa mig 100 x betur. Og þó ekki ofreina röddinni. Æh, it ain´t easy being green.

Ég ætti kannski ekki að vera stressa mig svona mikið, bara skipuleggja mig og undirbúa vel og hafa gaman að þessu.

Eða eins og Tom Waits orðaði það sjálfur (eða Frank) á Frank Wild Years, ,,Blow wind blow, wherever you may go".

Lagið sem ég tek heitir ,,Yesterdays here", og er af þeirri plötu.


Ástkær amma mín fékk sannarlega verðskuldaðan heiður um daginn, er henni voru afhent heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir ævistarf sitt í þágu íslenskrar tónlistar. Hún hafði ekki undirbúið ræðu en það kom sannarlega ekki að sök, og hún var afar hlý, skemmtileg og einlæg í þakkarerindi sínu. Síðan birtist afar vel heppnað viðtal við hana í tímariti morgunblaðsins e-ð tveimur dögum síðar. Ég þarf nú vart að taka fram hvað ég var stoltur af henni. :)


þriðjudagur, janúar 13, 2004

By the way, Doddi. Ef þú ert að lesa þetta: þú mættir gjarnan kenna mér að setja upp kommentakerfi. Ég er svo fjári óiðnvæddur e-ð.

Jíhaha! Ég kemst í söngkeppnina. Hefst nú tími mikillar inniveru, dúðunar (ef ég neyðist til að voga mér út fyrir hússsins dyr) og kamillutedrykkju.
Ég var að fatta að Doddi heldur uppi stórskemmtilegu og glæsilegu bloggi, hingað til að mér óvitandi (ok. kannski hef ég bara gleymt því eða ekki verið að hlusta... :Þ ). Veitist honum því þau einstöku forréttindi að vera kominn í linkaelítu mína (sjá til hægri). Til hamingju! :):D

mánudagur, janúar 12, 2004

Skráði mig í söngkeppnina, en óvíst hvort ég komist inn. Það eru það margir um þetta. Ég verð að segjaí fyllstu hreinskilni að mér finnst það alveg óhæft að maður fái tveggja daga fyrirvara til að skrá sig, eins og kalda tusku fram í smettið á sér. Það var ekki búið að auglýsa þetta hætishót eða tala um þetta á vefnum eða neitt annað! Maður vissi bara af þessu tveimur dögum áður en maður átti að skila inn! Svo var einum degi bætt við, en það er ekki eins og það breyti mjög miklu.

Fór í afar skemmtilegt sameiginlegt afmælispartý til Bigga og Freys í gær, sem var haldið á Kaffi Amsterdam. Þar var mikill glaumur og gleði. Ég þakka kærlega fyrir mig og enn og aftur til hamingju! :)

Annars er fátt merkilegt að segja frá deginum í dag. Ég hef mest megnis bara hangið heima í dag og chillað. Þarf að fara að byrja á bókinni í ensku, en á enn eftir að klára The Pianist og hef hingað til reynt að einbeita mér að henni einni.

Ég heyrði veður af því að fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna hafi verið að segja að árásin á Írak hafi verið plönuð löngu áður en ráðist var á World Trade Center og segir olíuhagsmuni hafa ráðið hvað mestu. Þetta þykja mér fréttir, og mun merkilegri en að Íslendingar hafi fundið gömul efnavopn úr fyrra stríði. Vopnin sem Bandaríkjamenn útveguðu þeim (sjá elstu færsluna mína, svo ég sé nú ekki að endurtaka mig um of). Það er ekki eins og Bandaríkjamenn eigi ekki sjálfir efna-og gereyðingarvopn. Og hvað með Rússa, eða Frakka. Var öllu bara hent á haugana við lok Kalda stríðsins?

Annars missti ég af fréttunum, svo ég hef ekki getað kynnt mér þetta nánar. Ég verð líka að háta að ég hef verið alltof latur við að fylgjast með þeim síðustu daga. Þetta verður eflaust í blöðunum (e.t.v. komið), og ég skrifa þá kannski meira þegar ég hef lesið mér betur til.


Lag dagsins er The Weeping Song með Nick Cave & The Bad Seeds

sunnudagur, janúar 11, 2004

Jamm, því verður ekki neitað að ég hef ekki verið neitt gríðarlega öflugur að blogga undanfarið. Er það bæði sökum leti en í raun fremur vegna þess að ég hef ekkert að segja. :)

Og þó

Fyrsta færslan mín er nú loksins leiðrétt. Hún er lengsta færslan sem ég hef gert á þessu bloggi og þegar ég póstaði henni birtist hún rugluð, þó kerfisbundið, ákveðin furðutákn þýddu ákveðna íslenska stafi sem ekki var þá hægt að pósta venjulega. Ég hafði gleymt að gera copy/paste á word-skjal og seifa. Þannig að nú var bara að leiðrétta hana sjálfur, sem tók vægast sagt langan tíma en hún var yfir á fjórðu síðu. Blóð mitt sviti og tár eru því í þessari leiðréttingu.
Mjamm, þið hafið mig afsakaðan. Ég ætla að skreppa út í Hagkaup og kaupa mér líf...

En nú getið þið sumsé skoðað færsluna, sem rituð var 30/31. júlí í fyrra. Þ.e.a.s. ég póstaði henni 31. en man ekki alveg hvorn daginn ég skrifaði hana. Hún var skrifuð í ljósi þess tíðaranda og ýmislegt hefur vissulega gerst síðan þá, Saddam t.d. fundinn og svona. Ekki það að mér þykki það eitthvað til að hrópa húrra fyrir, að ,,tuttugu löndum takist að lokum að ná einum karli", eins og faðir minn orðaði það. Og samkvæmt þeirra heimildum var meira að segja kjaftað frá hvar hann var.

Nú eru Bandaríkjamenn búnir að skilgreina Saddam Hussein sem stríðsfanga. Skemmtilegt að þeir gera það EFTIR að þeir eru búnir að sýna myndir af honum í læknisskoðun þar sem er sýnt upp í kjaftinn á honum, hann í raun þvingaður til þess og þegar hann var aflúsaður. Og þeir hætta því náttúrulega ekkert núna, þó þetta sé brot á Genfarsáttmálanum um meðferð stríðsfanga.

Skemmtilegt líka að þegar Saddam ,,fannst" var bara rétt vika síðann að herráðsdómstóllinn í Írak var stofnaður. Tilviljun?

Og hvað verður nú gert í hans máli? Það verður gaman að sjá.

Ps. Ég kem upp kommetakerfi strax og ég læri á það. Þangað til geta áhugasamir sent mér póst á einarsteinn@mr.is

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Lag dagsins: ,,Yesterday is here" með Tom Waits, af plötunni Franks Wild Years

Núna er ég að lesa um eitthvað í viðskiptafræði sem kallast ,,verg þjóðarframleiðsla".

,,Verg" ?

mánudagur, janúar 05, 2004

Skólinn er bara byrjaður. Gaman að hitta alla gömlu skarfana aftur. Mikið af fólki sem maður á eftir að óska gleðilegs árs! :)
Sá Repulsion eftir Roman Polanski í fyrradag. Afar góð mynd. Fór svo á afskaplega góða tónleika Rótarý í Salnum. :)

Þarf að drulla mér í tíma

....blablablamjámjámjá

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Gleðilegt ár, vinir, og þakka ykkur fyrir fyrir allt gott á því liðna!! Megi þetta ár verða okkur til enn meiri heilla!!! :) :) :D

Fór á Return Of The King í gæt. Ólýsanlega góð og flott mynd. Úff! :)

Á morgun er síðasti dagur minn í Skövde. Ég hlakka til að sjá ykkur en á að sjálfsögðu eftir að sakna Jórunnar, Arnars, Katrínar og Valla.
Svo eru eflaust einhver bókakaup sem ég þarf að gera. Hálflangar á eitt ærlegt kenderí áður en skólinn byrjar.

Lag dagsins: Getting In Tune með The Who

Og á meðan ég man, hvort sem þið hafið heyrt hið lafþunna cover Limp Bizkit á Behind Blue Eyes, hvort sem þið þekkið Who-lagið eða ekki, hvort lagið sem þið fílið, gerið ykkur greiða og hlustið á Who-lagið. Dásamlegt lag sem tekur Limp Bizkit og étur þá með húð og hári.

Hvað sem öðru líður, hlustið og dæmið.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.