Alltaf sama vesenið með þessa blessuðu blogger-síðu. Og með flestar tölvur hér í skólanum. Netið er niðri á þeim flestum, og ómögulegt að logga sig inn. Svo á blogger, ef ég er búinn að logga mig inn og smelli svo á blogghlekkinn, þarf ég að logga mig aftur inn. Þá birtist einhver hjálpar-síða, án hlekks á bloggið, ekki hægt að bakka eða neitt.
Blogglogg. Nýyrði dagsins. :D
Ég er að verða svo latur að blogga. Hef einhvern vegin ekkert að segja (eða nenni að segja, allav.).
En þó gerist ýmislegt á þeim tíma sem líður á milli.
Jamm, söngkeppnin er á næsta leiti. Búinn að fá eina æfingu með bandinu (Kuai) og fæ aðra á morgun, auk genaalprufu á fimmtudaginn. Það tókst þokkalega en bæði ég og bandið þurfum þó að slípa okkur betur. Ég er reyndar búinn að vera ein taugahrúga fyrir þessa keppni, og er enn. Mann langar náttúrulega til að standa sig. Fanga andrúmsloft lagsins, syngja flott og vel, og þó með sinni eigin rödd, og finna jafnvægi milli hennar og upprunalegrar radar söngvara lagsins.
Fékk far með Tinnu, Hrafnhildi og Ingu heim. Við lentum í bráðri lífshættu á leiðinni, það munaði ekki miklu að yrði keyrt á okkur á Hringbraut, stóreflis rauður vörubíll sikk-sakkaði fram og aftur eins og brjálæðingur og engu munaði að hann klessti okkur, sjálfan sig eða aðra út af.
Ég fór til háls-nef og ernalæknis, frænda míns og nafna og hann sá e-a bólgu í nefi og gaf mér nasonex við því (skemmtilegt nafn!). Svo hef ég reynt að halda mig sem mest inni við og sötrað kamillute og andað að mér gufu.
Og sjitt, ég þarf að æfa mig 100 x betur. Og þó ekki ofreina röddinni. Æh, it ain´t easy being green.
Ég ætti kannski ekki að vera stressa mig svona mikið, bara skipuleggja mig og undirbúa vel og hafa gaman að þessu.
Eða eins og Tom Waits orðaði það sjálfur (eða Frank) á Frank Wild Years, ,,Blow wind blow, wherever you may go".
Lagið sem ég tek heitir ,,Yesterdays here", og er af þeirri plötu.
Ástkær amma mín fékk sannarlega verðskuldaðan heiður um daginn, er henni voru afhent heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir ævistarf sitt í þágu íslenskrar tónlistar. Hún hafði ekki undirbúið ræðu en það kom sannarlega ekki að sök, og hún var afar hlý, skemmtileg og einlæg í þakkarerindi sínu. Síðan birtist afar vel heppnað viðtal við hana í tímariti morgunblaðsins e-ð tveimur dögum síðar. Ég þarf nú vart að taka fram hvað ég var stoltur af henni. :)
miðvikudagur, janúar 14, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli