sunnudagur, janúar 11, 2004

Jamm, því verður ekki neitað að ég hef ekki verið neitt gríðarlega öflugur að blogga undanfarið. Er það bæði sökum leti en í raun fremur vegna þess að ég hef ekkert að segja. :)

Og þó

Fyrsta færslan mín er nú loksins leiðrétt. Hún er lengsta færslan sem ég hef gert á þessu bloggi og þegar ég póstaði henni birtist hún rugluð, þó kerfisbundið, ákveðin furðutákn þýddu ákveðna íslenska stafi sem ekki var þá hægt að pósta venjulega. Ég hafði gleymt að gera copy/paste á word-skjal og seifa. Þannig að nú var bara að leiðrétta hana sjálfur, sem tók vægast sagt langan tíma en hún var yfir á fjórðu síðu. Blóð mitt sviti og tár eru því í þessari leiðréttingu.
Mjamm, þið hafið mig afsakaðan. Ég ætla að skreppa út í Hagkaup og kaupa mér líf...

En nú getið þið sumsé skoðað færsluna, sem rituð var 30/31. júlí í fyrra. Þ.e.a.s. ég póstaði henni 31. en man ekki alveg hvorn daginn ég skrifaði hana. Hún var skrifuð í ljósi þess tíðaranda og ýmislegt hefur vissulega gerst síðan þá, Saddam t.d. fundinn og svona. Ekki það að mér þykki það eitthvað til að hrópa húrra fyrir, að ,,tuttugu löndum takist að lokum að ná einum karli", eins og faðir minn orðaði það. Og samkvæmt þeirra heimildum var meira að segja kjaftað frá hvar hann var.

Nú eru Bandaríkjamenn búnir að skilgreina Saddam Hussein sem stríðsfanga. Skemmtilegt að þeir gera það EFTIR að þeir eru búnir að sýna myndir af honum í læknisskoðun þar sem er sýnt upp í kjaftinn á honum, hann í raun þvingaður til þess og þegar hann var aflúsaður. Og þeir hætta því náttúrulega ekkert núna, þó þetta sé brot á Genfarsáttmálanum um meðferð stríðsfanga.

Skemmtilegt líka að þegar Saddam ,,fannst" var bara rétt vika síðann að herráðsdómstóllinn í Írak var stofnaður. Tilviljun?

Og hvað verður nú gert í hans máli? Það verður gaman að sjá.

Ps. Ég kem upp kommetakerfi strax og ég læri á það. Þangað til geta áhugasamir sent mér póst á einarsteinn@mr.is

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.