Gleðilegt ár, vinir, og þakka ykkur fyrir fyrir allt gott á því liðna!! Megi þetta ár verða okkur til enn meiri heilla!!! :) :) :D
Fór á Return Of The King í gæt. Ólýsanlega góð og flott mynd. Úff! :)
Á morgun er síðasti dagur minn í Skövde. Ég hlakka til að sjá ykkur en á að sjálfsögðu eftir að sakna Jórunnar, Arnars, Katrínar og Valla.
Svo eru eflaust einhver bókakaup sem ég þarf að gera. Hálflangar á eitt ærlegt kenderí áður en skólinn byrjar.
Lag dagsins: Getting In Tune með The Who
Og á meðan ég man, hvort sem þið hafið heyrt hið lafþunna cover Limp Bizkit á Behind Blue Eyes, hvort sem þið þekkið Who-lagið eða ekki, hvort lagið sem þið fílið, gerið ykkur greiða og hlustið á Who-lagið. Dásamlegt lag sem tekur Limp Bizkit og étur þá með húð og hári.
Hvað sem öðru líður, hlustið og dæmið.
fimmtudagur, janúar 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli