sunnudagur, desember 28, 2008

Svipmynd úr Þorláksmessusöfnun

Klukkan er e-ð milli 17 og 18:00 á Þorláksmessu, ég er í neyðarsöfnun fyrir Palestínu ásamt 2 félögum. Kona nokkur kemur að og lítur yfir varninginn.

Kona (fýlulega): Hvað eruð þið að gera?
Við: Við erum safna til styrktar hjálparstarfi í Palestínu, og erum með margvíslegan varning í boði ( tökum fram einn kassann), þessi sápa hérna hefur t.a.m. verið að seljast mest hjá okkur, framleidd í flóttamannabúðum í Nablus á Vesturbakkanum, lyktar mjög vel og góð fyrir húðina...
Konan bíður þess ekki að við klárum setninguna heldur gengur burt án þess að kveðja og skilur okkur eftir hálf hvumsa.
Ég: Það var aldeilis að þessi strunsaði burt.
Hin jánka.
Þögn.

Ég: Hún var áreiðanlega zíonisti.


Blessunarlega skilst mér að það hafni safnast ágætlega þetta kvöld. Ekki veitir nú af.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er þvílíkt sem hinir hlutlausu fá aur ofið yfir sig, Einar. Það eitt að vera ekki að styrkja terror undirgrúbbu Palistínú gegn Júðaterrorvaldi Ísrael gerir mann ekki að Zionista.

Einar Steinn sagði...

Eitthvað virðist húmorinn minn fara fyrir ofan garð og neðan...

Nafnlaus sagði...

Nei nei, þú hlýtur bara að vera nasisisti, þar sem þú vinnur gegn Gyðingum í Ísrael.

Einar Steinn sagði...

Amm. Það hlýtur barastanasista að vera.
Ég borða líka börn.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.