fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Ég horfði á nokkra þætti af þeim sýrðu snilldar-grínþáttum The Mighty Boosh með Sólrúnu og lag dagsins, Electro Boy, er þaðan. Aðdragandi hljómleikanna er sá að Vince gengur í rafhljómsveit og fær Harold með sér. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að andi djassins ofsækir Harold og hyggst taka sér bólfestu í honum og láta hann gera vandræðalega hluti (í byrjun myndbandsins er handinn fanginn í ryksugu) . Við hlógum okkur bæði máttlaus yfir þessu:



Uppfært:


Þetta, fyrr úr sama þætti er svo bara snilld:

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.