föstudagur, ágúst 15, 2008

Mahmoud Darwish

Mahmoud Darwish, þjóðskáld Palestínu og eitt fremsta ljóðskáld araba, er látinn, 67 ára að aldri og er hans víða minnst, sem von er. Hann hefur verið kallaður rödd og samviska Palestínu og það ljóðskáld sem best eigi skilið að vera kallað lárviðarskáld (poet laureate). Friðaraktívistinn Uri Avnery, einn stofnmeðlima ísraelsku friðarsamtakanna Gush Shalom, sem þekkti Darwish vel, sagði þetta um Darwish við fjölmiðlafulltrúa víðs vegar að úr heiminum: "Hann var ljóðskáld reiði, þrár og vonar. Hann tjáði dýpstu tilfinningar palestínsku þjóðarinnar. Við verðum að skilja þessar tilfinningar ef við viljum semja frið." Darwish var jafnframt mannvinur og baráttumaður fyrir friði og samskiptum milli gyðinga og araba. Það er mikill missir af honum, hvað þá á þessum síðustu og verstu tímum fyrir Palestínu. Fyrstu kynni mín af Darwish voru þegar ég var að lesa Freedom Next Time eftir John Pilger, en þar birtust þessar ljóðlínur Darwish úr ljóðinu "State of siege" (í enskri þýðingu Ramsis Amun), lögð í munn sjálfsmorðssprengjumanns/píslarvotts:

...for I love life
On earth, amid fig trees and pines,
But I cannot reach it, and then, too, I took aim at it
With my last possession...


Ljóðið má lesa í heild sinni hér

Gush Shalom eru meðal þeirra sem votta Darwish viðringu sína og berjast nú, ásamt fleirum, fyrir því að ljóð Darwish verði hluti af námsskránni í ísraelskum skólum. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis; Not to late to include poems of Mahmoud Darwish in the school curriculum

Mahmoud Abbas Palestínuforseti lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg í kjölfar fráfalls Darwish og ísrelska dagblaðið Ha'aretz heldur því fram að önnur eins hryggð hafi ekki sést í Ramallah við fráfall eins manns frá því að Yasser Arafat dó.

Á Electronic Intifada er Mahmoud Darwish vottuð virðing í greinunum Remembering Mahmoud Darwish, Mahmoud Darwish: Palestine's prophet of humanism og A guest of eternity: Mahmoud Darwish in memoriam


Síðast en ekki síst er Mahmoud Darwish minnst á opinberri heimasíðu hans, en ég setti jafnframt hlekk á hana hægra megin á síðunni.

Uppfært sunnudaginn 17. ágúst kl. 14:04


Ég hvet svo lesendur sérstaklega til að lesa grein Uri Avnery; The Anger, the Longing, the Hope

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.