fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Í dag eru liðin 45 á frá göngunni til Washington, þar sem Martin Luther King hélt frægustu ræðuna sína;


Á þessum sama degi, árið 1749 og 1828 fæddust þýsku og rússnesku stórskáldin Johann Wolfgang von Goethe og Leo (Lev) Tolstoy.
Sama dag, 1917 fæddist myndasöguhöfundurinn Jack Kirby (Jacob Kurtzberg), meðhöfundur Fantastic Four, X-Men, Hulk og Captain America o.fl.

Á þessum sama degi hefði svo Keli föðurbróðir, Áskell Egilsson, sjómaður, skipasmiður og ljóðsmiður orðið sjötugur, en hann lést úr krabbameini árið 2002. Í minningu hans orti pabbi eftirfarandi ljóð, sem kom út í ljóðabókinni hans, Á mörkum:


Bróðurkveðja

Hestur þinn þræðir horfna fjallaslóð
hamar þinn dynur líkt og fyrr á tíðum
hefillinn fágar; þinn hugur orð í ljóð
En hafið bíður þess að ljúki smíðum

Huldufar úr sævi ber í sýn
- syngur í hamri undir höggum stríðum
erindi þess er brýnt: og beint í vör
er báti stefnt með orðsending til þín

Þar liggur haf og hylur mönnum svör
- eyfirsk birtan með undarlegum tónum -
Þú leggur frá þér hamar, hefur för
hiklaust gengur veginn niðrað sjónum

akkerið híft - og huldufarið lætur
í ljósaskiptum út
til hafs - og nætur




Lög dagsins: Get Up, Stand Up með Bob Marley & The Wailers, Strawberry Fields Forever og Dear Prudence með Bítlunum og Seaside Rendezvous með Queen.

Cranberry sauce...

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.