Misheyrnir
Í dag heyrði ég eitthvað popplag, með Skítamóral, held ég, í útvarpinu og var ekki viss hvort þeir syngju "Ástin byrjar á hrifningu" eða "ástin minnir á rigningu".
Bæði má sjálfsagt til sanns vegar færa. :P
Eins hef ég lifað í þeirri blekkingu árum saman að til væri fyrirtæki sem kallaði sig Einar farísea, taldi mig enda oft heyra auglýsingarnar hans í útvarpinu. Hann heitir víst Farestveit.
Mér finnst samt mín útgáfa flottari.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli