mánudagur, apríl 07, 2008

Charlton Heston

Mér þykir óneitanlega missir af Charlton Heston. Heston hefur löngum verið æskuhetja í ljósi þess hversu magnaður mér þykir hann á hvíta tjaldinu (ég fæ t.d. jafnan hrifningarhroll þegar ég horfi á lokasenu Planet of the Apes), fremur en sem hægrimaðurinn og forseti NRA. Þeim sem hafa séð Bowling for Columbine hafa t.a.m. eflaust tekið eftir því að í senum með Heston urðu bæði Moore og Heston sér til minnkunnar.
Þeim sem vildu minnast Hestons er sérlega bent á kvikmyndirnar Planet of The Apes (eldri útgáfuna, þá fyrstu frá 1968) :



og Ben Hur (1959):

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Allur sá tími sem ég eyddi í að horfa á nýrri útgáfuna, ég fæ hann aldrei til baka.

Nafnlaus sagði...

Hvernig vard Heston ser til minnkunar?

Einar Steinn sagði...

Minsminni mig ekki (nokkuð langt síðan að ég sá myndina) þá mætti Heston t.d. í heimabæ drengjana sem stóðu að skotárásinni að própagandera fyrir skotvopnaeign. Var það ekki meira að segja þar sem NRA var með ársþingið sitt? Get ekki sagt að mér þyki það sérlega... hmm... nærgætið. Mér fannst hann ekki vera að skora nein prik með viðbrögðum sínum við heimsókn Moore, en á hinn bóginn hafði Moore nánast ofsótt hann, svo Moore var heldur ekki sérlega nærgætinn, hvað þá þegar Heston var veikur maður. Hvorugur fansnt mér því koma vel útúr þessu öllu saman.

Ef þú last fyrirmælin til hægri á síðunni, þá mælist ég til þess að hér sé skrifað undir nafni. Það er meira að segka feitletrað.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.