föstudagur, febrúar 22, 2008

It's the time of the season... eða: Here comes your 19th nervous breakdown

Í prófatörn verða ýmsir þættir einkennandi í fari mínu. Þar má t.d. nefna:

a) Ég verð stressuð taugahrúga og er mál að pissa.
b) Ég verð að sama skapi úrillur og geðvondur og hef allt á hornum mér (dæmi: ég bölva því í sand og ösku að safnið geti helvítis fjandakornið ekki djöflast til að vera lengur opið).
c) Tíminn virðist fljúga hjá.
d) Hugurinn dreifist og virðist geta fundið sér flest annað að gera en að einbeita sér að efninu
e) Útlitslega verð ég líkastur grábirni, úfinn, órakaður og luralegur, klórandi mér í herðakambinum og er það reyndar líka í hegðun (sjá b-lið).
f) Svefnvenjur mínar riðlast, ekki síst set ég mér markmið um hvenær ég ætla að vakna og sofna, sem rætast sjaldan.
g) Þegar ég er í prófum eru milljón skemmtilegir hlutir að gerast í kring um mig, sem ég missi þá jafnan af (sjá d-lið). Auk þess viðburðir sem ég þarf að sækja og taka tíma frá mér.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.