Fór á Jesus Christ Superstar í gær og var hrifinn af. Hef alltaf verið skotinn í þessum og öðrum söngleikjum Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Það var æðilsegt að syngja Webber-syrpuna í MR-kórnum á sínum tíma. Krummi er fantagóður söngvari en mér finnst hann betri söngvari en leikari. Hann var góður ofsafenginn en ekki eins þegar hann átti að túlka sorg eða auðmýkt. Stjarna sýningarinnar að mínu mati var hins vegar Jenni í Brain Police í hlutverki Júdasar. Ekki aðeins er hann magnaður söngvari heldur er hann líka góður leikari.
Allir að horfa á Spaugstofuna í kvöld, þar er yðar einlægur statisti og leikur einn af mörgum túristum sem eru hingað komin að skoða dýrasta land í heimi.
laugardagur, febrúar 16, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli