sunnudagur, febrúar 17, 2008

Blaður og þvaður

Söng í messu með kórfélögum í dag. Þar var ung telpa skírð. Hlaut hún nafnið Eyrún/Eydís Sara (man það ekki alveg). Það fannst mér aldrei þessu vant ágæt nafn. Þegar presturinn spurði hvað barnið ætti að heita þá bað ég hins vegar í hljóði að það fengi ekki nafn á borð við Járnbrá Ína, Þöll Dögg Mjöll eða Glóeyg Doppa.

Messan var fín en ég nokkuð syfjaður, þar eð ég hafði fengið mér eilítið í stórutána og slett úr klaufunum á Dillon og Ellefunni í gær með Kristjáni. Hitti þar Sophie og gaf henni glas af Black Russian í afmælisgjöf. Dillon er svo sannarlega staður að mínu skapi, tónlistin nánast klæðskerasniðin fyrir mig. Mætti halda að fólkið þarna þekkti mig. Reyndar heilsaði Andrea mér uppi í útvarpshúsi um daginn, hef ég þó aðeins spjallað við hana á pöbbnum í sambandi við tónlist þegar hún var að plötusnúðast og var pínu huvmsa að hún myndi eftir mér. Jamm, þetta hefur verið fín helgi. Ölkorfaðist með Bastarðinum, Kristjáni, Ásgeiri og Agga.
Fyrr um kvöldið horfðum við á Sódómu, en hana hafði Kristján aldrei séð áður og var því kominn tími til.

Vika í próf. Yrk.

...

Ég er kominn með msn, það er hotmail-adressan. Tæknisteingerfingurinn ég hefur tekið sitt fyrsta skref inn í nýja veröld. Þetta er hins vegar óttalega ánetjandi andskoti.

...

I'm not gonna tell you about a girl...

Mig langar að sjá Der Himmel über Berlin eftir Wim Wenders. Skilst að hún sé góð. Hef séð eina mynd Wenders, Buena Vista Social Club og fannst hún mjög fín.
En fyrir mér er þessi sena með Nick Cave & The Bad Seeds þar sem þeir flytja From Her To Eternity nóg ástæða í sjálfu sér til að sjá myndina:



...

Fékk mér loksins nýja strengi í gítarinn. Þeir gömlu voru orðnir gersamlega úr sér gengnir. Ég man ekki einu sinni hvenær ég keypti mér síðast strengi. Finnst jafnvel að það gæti hafa verið 2006.

...

Égr doldið þunnur. Læri og hlusta á The Fall - Totally Wired: The Rough Trade Anthology.

Hér er gömul tónleikaupptaka þar sem The Fall flytja titllag safnplötunnar:

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.