miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Áhugaverðar myndir

Kristján benti mér á þessa ágætu síðu sem hefur að geyma dágott safn af ókeypis heimildamyndum. Mér taldist að þær væru um 110. Njótið vel.
Sjálfur mæli ég sérstaklega með myndum John Pilger (Palestine is Still The Issue, Apartheid Did not Die, Vietnam -The Quiet Mutiny, Stealing a Nation, The War On Democracy, Breaking the Silence: Truth & Lies in the War on Terror o.fl.). Svo hefur Doddi mælt með Adam Curtis (The Power of Nightmares o.fl.) við mig svo ég held að það sé vert að tékka á honum líka.

Um daginn sá ég ég á e-a skemmtilegustu mynd sem við erum búin að horfa á í Kvikmyndasögunni, Skeleton Dance, úr smiðju Walt Disney (þó Ub Iwerks hafi verið aðalmaðurinn á bak við hana), frá árinu 1929. Þetta er jafnframt fyrsta Silly Symphonies-myndin.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.