mánudagur, febrúar 04, 2008

Bíósýning í Alþjóðahúsinu á morgun, þriðjudaginn 5. febrúar kl. KL 20.00


Félagið Ísland-Palestína mun í vetur standa fyrir sýningum á athyglisverðum heimildar- og bíómyndum er hafa með málefni Palestínu og Ísraels að gera. Sýningarnar verða fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Alþjóðahúsinu og er það hin margverðlauna heimildarmynd Occupation 101 sem er fyrst í sýningarröðinni. Hvetjum félagsmenn sem aðra til fjölmenna á fyrstu sýninguna.
Occupation 101 (90 min
)


Þriðjudagurinn 5. Febrúar, klukkan 20:00
Alþjóðhúsið, Café Cultura, Hverfisgata 18
Aðgangur ókeypis! - Allir velkomnir!


Occupation 101 kemur fram með greiningu á staðreyndum og leyndarmálum sem eru umvafin hinni langvinnu deilu um Ísrael og Palestínu. Myndin lýsir líka lífi fólks undir hersetu Ísraels, hlutverki Bandaríkjanna í baráttunni og stærstu hindrununum sem standa í vegi fyrir langvarandi friði. Rætur átakana eru útskýrðar út frá sjónarmiði friðarsinna, fréttamanna, trúarleiðtoga og fræðimanna í málefnum miðausturlanda og mannúðarmála.

...
Það fór ekki betur en svo með Nosferatu að ég bæði ruglaðist á tímanum fyrir málþingið og hafði nokkurn veginn sofið rétta tímann yfir mig. Hafði enda fengið mér aðeins í stóru tána kvöldið áður á vídeókvöldi og skálaglammi hjá Gísla. Það var fámennt en góðmennt. Myndin var líka bráðskemmtileg, Le Magnifique. Fór hins vegar á sýningu Sigrirdar Valtingojer og þótti hún áhrifamikil. Mæli með að fólk bregði sér í Start Art á Laugarvegi 12. Sýningin er ókeypis og stendur til og með miðvikudegi. Opið til 6. Myndin hér að ofan er úr sýningunni.

...

Lag dagsins er Æri-Tobbi með Þursaflokknum af plötunni Þursabit. Á þá snilldarplötu á vínyl en það er ekki jafn einfalt að hlusta á hana þegar mér hentar og áður eftir að Vésteinn flutti að heiman með plötuspilarann. Keypti mér því diskinn í gær og búinn að hafa hann mikið í spilun.

Ég væri alveg til í að fara á tónleikana með Þursaflokknum og kammersveit, finnst samt fáránlega dýrt á þá, og virðist vera orðið lenzka, get ekki sagt að ég sé hrifinn af því. Helvítis bölvað okur alltaf hreint.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.