Fékk eftirfarandi í pósti og líst vel á:
Deus Ex Cinema og Myrkir músíkdagar kynna:
KVIKMYNDATÓNLEIKAR:NOSFERATU - eine Symphonie des Grauens (1922) eftir F. W. Murnau í Salnum, Kópavogi sunnudaginn 3. febrúar klukkan 17.00. Frægasta vampírumynd allra tíma og meistaraverk þögla tímabilsins verður sýnd við lifandi undirleik Geirs Draugsvoll og Mattias Rodrick. Tónlistin við myndina er eftir danska tónskáldið Helle Solberg sem verður viðstödd á kvikmyndatónleikunum og talar um tónsmíðar sínar á pallborðinu á undan.
PALLBORÐ:
HROLLVEKJUSINFÓNÍA - tónlist og kvikmyndir helguð ódauðum í Salnum, Kópavogi klukkan 14.00. Á undan kvikmyndatónleikunum verður haldið pallborð helgað þýska expressjónismanum og vampírugoðsögninni allt frá Max Schrek til Gary Oldman, Angel og Buffy með þáttöku tónskáldsins, Helle Solberg, og meðlimum í rannsóknarhópnum Deus Ex Cinema. Pallborðstjórn: Oddný Sen, kvikmyndafræðingur
HULIÐSHEIMAR: NOSFERATU OG VAMPÍRUGOÐSÖGNIN - Oddný Sen.Inngangur um þýska expressjónismann og þátt F. W. Murnaus í mótun stefnunnar með Nosferatu.
SCORING FOR THE UNDEADTónlistin við Nosferatu - Helle Solberg tónskáld segir frá því hvernig tónlistin við Nosferatu varð til.
ENGILL OG ENDURLAUSN - Árni Svanur Daníelsson, guðfræðingur.Árni fjallar um vampíruna Angel úr samnefndum sjónvarpsþáttum út frá spurningunni um sið og siðleysi en Angel er vampíra á iðrunargöngu.
GOÐSÖGNIN UM KVENVAMPÍRUNA - Elína Hrund Kristjánsdóttir, guðfræðingur. Umfjöllun um birtingarmyndir kvenblóðsuga út frá tímabilum: Nosferatu til Anne Rice.
SAKLAUST ER KONUNNAR BLÓÐ - Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur.Konan og vampíran í femínískri orðræðu og kvikmyndunum Innocent Blood (1992), Drakúla eftir Bram Stokers (1992) og Underworld (2003 og 2006).
NAGLINN, ENGILLINN OG AÐRIR DEMÓNAR VIÐ MYNNI HELJAR - umfjöllun um vampírurnar í sjónvarpsþáttunum “Buffy the Vampire Slayer”. Karítas Kristjánsdóttir, guðfræðingur.
Í SKUGGA NOSFERATUS - nokkrar blóðsuguhrollvekjur í anda F. W. Murnaus - Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur.
...
Ég þangað. Mig langar líka á sýningu Sigridar Valtingojer Ferð án endurkomu, en þar sýnir hún myndaröð sem hún tileinkaðar Palestínu og myndirnar sýna listræna túlkun Sigridar á reynslu sinni þar, en þangað fór hún sem sjálfboðaliði.Myndunum fylgja textar úr dagbók meðan á dvöl hennar stóð. Sýningin er í start Art á Laugarvegi 12
laugardagur, febrúar 02, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Fórstu á þetta? Hvernig var?
Skrifa ummæli