miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Astraltertugubb, nöldur & væl

Jamm, ég fékk blessaðan vírusinn. Einkenni eru hiti, uppköst og að meltingin er í fokki. Massafjör. Stefni enn á æfingabúðir kórsins á föstudag. Held mig að mestu í sóttkví heima og reyni að ná fullri heilsu. Fór í einn tíma.
Ég fyllist óttalegu óþoli þegar ég er veikur. Fæ innilokunarkennd, líður eins og ég sé í prísund.
Núna er ég að hlusta á safndiskinn minn með Creedence Clearwater Revival. Í augnablikinu er það Fortunate Son. Gott fyrir taugarnar þegar maður er pissed off. Helvítis djöfulsins veikindahorbjóður.

Leiðinda snjókoma alltaf hreint. Ég skal svo sem alveg gútera að umhverfið getur verið fallegt í snó, ekki síst fjöllin. En ekki nóg með að hefta ferðir manns þarf líka iðulega að moka heimreiðina. Og hver á að gera það? Á ÉG að gera það? Ég er að verða vitlaus af þessu. Al-veg. AAL-VEEG!

Uppfært 12.28
...

Ég fagna því að Ármann Jakobsson sé farinn að netskrifa aftur á Ekkiblogginu.

...

Það er skömm frá þvi að segja en ég er fyrst núna að uppgötva þvílík snilldarþáttaröð Næturvaktin er. :)

Lag dagsins: Cotton Fields í flutningi Creedence Clearwater Revival

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.