"...en allra verst er þó bannsett næturkulið"
Ég er veikur heima og líður bölvanlega. Ég fann fyrir hitatilfinningu í dag í viðbótar við bullandi kvef sem hefur ágerst, og hvað kom ekki á daginn? Drulluslappleiki, hiti, kvef og verkir í skrokknum. Massafjör. Ég missi líka af umræðutíma og kóræfingu og get ekki sagt að ég megi við því.
Ég get víst kennt sjálfum mér um, að hafa verið of létklæddur/fínt klæddur á föstudagskvöld en sér í lagi laugardagsmorguninn, á heimleið frá Vésteini þar sem setti að mér bítandi nístingsgadd frá Hel, og var það að auki týpískt íslenskt gluggaveður. Þarna tel ég að móstöðurnar fyrir alls konar óáran hafi byrjað að veikjast (no pun intended). Bjórsmökkunin hjá bróður mínum var aftur á móti ágæt og veittum við áfenginu einkunn. Mig minnir að Sam Adams hafi skorað hæst hjá mér.
1 ummæli:
Láttu mig vita það. Bölvuð flensan náði í mig á fimmtudaginn og ég var alveg ónýtur yfir helgina. Verst að ég missti af vísindaferð í þýðingarfræðinni (þeirri einu í haust, nó less) vegna hennar.
En jæja, láttu þér batna.
Skrifa ummæli