Ósmekkleg auglýsing
Þegar við Kristján vorum úti í Finnlandi hengum við einu sinni sem oftar á hótelherberginu og horfðum á sjónvarpið, skiptandi milli stöðva. Rákum við þá augu í auglýsingu nokkra á MTV. Þar sást luralegur karl í miklum hamagangi fyrir framan tölvuna og svitinn bogar af honum. Þó að myndavélinni væri ekki beint neðar en að bringu þurfti ekki mikið hugmyndarflug til að sjá að hann átti að vera að rúnka sér. Síðan birtist texti á skjánum: ”(Setjist inn há tala sen ég man ekki) women get sexually attacked by men every night. - Thank you for staying home tonight". (leturbreytingar mínar).
Ég gat ekki skilið þetta öðruvísi en svo að þessu væri beint til karlmanna, jafnvel til mín: Þakka mér fyrir að vera ekki úti í kvöld að nauðga konum.
Skilaboð mín til MTV: Étið þið skít.
1 ummæli:
Þessir snillingar hafa kannski ekki hugsað út í það heldur að flestar nauðganir verða í heimahúsum, af hálfu einhvers sem þekkir fórnarlambið. Þannig að ef hugmyndin er að sporna gegn nauðgunum, þá hefur þessi aðferð vafasama virkni.
Fyrir utan að vera móðgandi og vitlaus.
Skrifa ummæli