sunnudagur, júní 24, 2007

Sjónvarpsefni frá helvíti - raunasaga frá Svíþjóð

Eitthvað leiðinlegasta sjóvarpsefni sem andaktungurinn hefur horft á er Teletubbies, a.k.a Stubbarnir, hváru nafni þeir mun gegna það sem eftir er færslunnar.
Jävla helvete hvað andaktungurinn fékk mikla viðurstyggð á þessum þáttum úti í Svíþjóð. Þar var andaktungurinn skikkaður til að horfa á þetta krapp með systursyni sínum, Valla, þar eð andaktungurinn var að passa hann. Andaktungurinn hélt að hann (a. það er að segja) myndi naga af mér fótinn af einskærum leiðindum. Djöfull eru þetta grútleiðinleg kvikindi (stubbarnir þ.e.as. og allt þeirra hyski, systursonur andaktungsins er indæll strákur).

Þátturinn var eitthvað á þessa leið:

Glottandi krakkrassgatssólin skríkir.

Enter Tinky-Winky og Pó (guð, ég veit meira að segja hvað þau heita, ARG!).

Þau standa svo þarna þögul eins og þvörur.

Þá mælir Tinky-Winky af munni fram: Tinky-winky.

Og hverju haldið þið að Pó svari, íbyggin á svip?: Pó.

Rör kemur upp úr jöðrinni og gefur frá sér óþolandi útvarpstruflanasurg.

Rör: (í geðveikt sló-mó án nokkurs undirspils) Hööööööfuð ...... herðar.... KNÉ..og.. tær ... KNÉ -Og TÆR.

Andaktungurinn hugsar með sjálfum mér: Hversu mikið verra getur þetta orðið?

Tinky Winky og Po: Aftur,aftur, aftur!

Rörið endurtekur sömu línu á sama hátt ca. 3-4 sinnum sökum áskoranna kvikindanna.

"Jæja, nú getur þetta ekki orðið mikið verra" hugsar andaktungurinn.

Víkur þá sögunni að hinum tveimur kvikindunum sem eru heima í húsi. Þau eru kynnt til sögunnar á sama hátt og fyrri kvikindin:

Lala: Lala.
Dipsy: Dipsy.

Sprettur þá samskonar rör og áður upp úr jörinni og syngur (ef hægt er að kalla þetta nágaul söng) á svipaðann hátt og rörsystkini þess: Auuuugu.... eyyyyru.... muunnur... -OG - NEF.

Andaktungur: Urrghhhh....

Kvikindin í kór: Aftur, aftur aftur.

Sami söngur endurtekinn þrisvar.

Á meðan andaktungurinn hugsar "Guð, taktu mig núna" safnast kvikindin öll saman og birtist skjár með krökkum að leika sér.

Krakkar: Halló, halló, halló

Stubbakvikindin: Halló, halló, halló.

Súmmað inn á krakkanna þar sem þeir fara að syngja "Höfuð-herðar kné og tær" hraðar og hraðar og hraðar og ég hélt að þau ætluðu aldrei að halda kjafti.

Þegar þessum kvölum var lokið þurftir systir mín svo endilega að vera að syngja þetta lag fyrir strákinn. Ég fékk ekki einungis viðbjóð á þessum þáttum heldur líka laginu.

Neyddist þó til að horfa á 2-3 þætti í vibót af þessu helvíti. Já, þið megið vorkenna mér.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Myndi vorkenna þér en hef sjálfur þurft að passa litlu frændsystkini mín og horfa á þessa þætti.

Ef það mætti búa til enska sögn úr nafninu:
Teletubbing = 'boring people to death'

-A.m.k veit ég núna hvaða sjónvarpsefni verður til boða ef maður fer til helvítis.

Einar Steinn sagði...

Um leið er rétt að geta þess að mér gengur ágætlega að móta Valla í minni mynd, hann er t.d. nú þegar forfallinn Star Wars og Spiderman-aðdáandi eins og ég. I shall call him Mini-Me.

HieronymusP sagði...

Þykir þér Stubbarnir vera slæmir?

http://www.youtube.com/watch?v=NQ-nif4rXGs

You ain't seen nothing yet.

Einar Steinn sagði...

Öhmm... eh... What - The - Fuck?

Herregud. Þetta er eins og einhvers konar úrkynjað útfrymi Teletubbies og Barbapabba.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.