Af hernámi, útlegð og endurkomu
Í gær voru fjörtíu ár liðin frá Sex-daga stríðinu þegar Ísrael lagði núverandi herteknu svæðin undir sig, auk Sínaí-skaga, en honum var skilað að fullu 1979. Að öðru leiti stendur hernámið enn yfir með tilheyrandi landtökubyggðum sem stækka og fjölga sér ár eftir ár á skjön við alþjóðalög, að ógleymdum múrnum
Á morgun mega félagar í Íslandi-Palestínu (en undirrritaður er, sem flestir vita, í þeim hópi) að öllum líkindum eiga von á nýjasta tímariti félagsins, sem tileinkað er hernáminu. Þar má m.a. finna þrjár afbragðs greinar í þýðingu minni. Sú fyrsta, “Við sigruðumst á ótta okkar” eftir Jameelu ‘al-Shanti birist fyrst á íslensku, í þessari sömu þýðingu minni, í Morgunblaðinu í fyrra. Hinar greinarnar eru “Hefnd barns” eftir Uri Avnery og “Menntun eða hugsýking?” eftir Nurit Peled-Elhanan.
Rétt er svo að benda á að núna er hægt að lesa alla áðurnefnda rökræðu Ilan Pappe og Uri Avnery um Eins- eða Tveggja ríkja-lausnina á heimasíðu Gush Shalom.
Ég er að les afar áhugaverða bók núna eftir palestínska ljóðskáldið Mourid Barghouti. I Saw Ramallah heitir hún. Hún hlaut Naguib Mahfouz-bókmenntaorðuna. Mourid varð flóttamaður í kjölfar Sex-daga stríðsins og það var ekki fyrr en þrjátíu árum seinna að hann fékk að snúa aftur til Ramallah á Vesturbakkanum. Hann skrifar einstaklega vel og lýsir á áhrifaríkan hátt tilveru Palestínumanna. Fyrst og fremst beinir hann þó sjónum að stöðu flóttamannsins, minningunum frá því áður en hann varð útlægur, hvernig er að vera í útlegð og þeim blendu tilfinningum sem skapast við að hafa ekkert öruggt heimili og geta ekki tengst neinum stað endanlegum böndum. Að sama skapi er bókin blönduð gleði og trega og honum tekst á næman hátt að lýsa þeim ótalmörgu tilfinningum sem bærast í brjósti manns við slík tækifæri. Þessi bók er í senn persónuleg og almenn, lýrísk og djúp, og þýðing Ahdad Soueif úr arabísku er rituð á sérlega fallegri ensku. Palestínsk-Bandaríski fræðimaðurinn Edward Said (þekktastur fyrir bók sína um Orientalisma) ritar inngang og ferst þessi orð í upphafi inngangsins “This compact, intensely lyrical narrative of a return from protraced exile abroad to Ramallah on the West Bank in the summer of 1996 is one of the finest existencial accounts of Palestininan displacement that we now have”. Mourid veit að ekkert verður nákvæmlega eins og það var. Á einum stað í bókinni segir hann “It is enough to be uprooted once to be uprooted forever” og á öðrum stað “Displacement is like death. One always thinks it happens to someone else.” Mér varð óneitanlega hugsað til svipaðara orða Stephans G. “En ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland”. Þrjátíu ár hafa skilið Mourid og föðurlandið að. Þó telur hann fremur glæp hernámsins felast í því að hefta þróun palestínsks samfélags af sjáfsdáðum, að halda því föstu í viðjum fortíðar. Eins og gefur að skilja er líka dágóð pólítík í bókinni en ekkert um fram það sem eðlilegt má teljast og ekkert óhlutbundið eða bundið stjórnmálastefnum, heldur sprottið af þeim raunveruleika sem Palestínumenn búa við og öll bókin er skrifuð af miklu innsæi, í raun mun betur en flestir stjórnmálaskýrendur myndu gera, oft varpar Mourid líka fremur fram spurningum og skoðar hlutina heldur en að bjóða e-r töfralausnir. “Life will not be simpified” segir hann oftar en einu sinni í bókinni. Meðal þess sem hann bendir á í bókinni er að þrátt fyrir hörmungarnar sem palestínska þjóðin hefur þolað megi það ekki skila sér eingöngu í harmrænum bókmenntum og ljóðum, Palestínumenn þurfi líka gleði og kómedíu, og bókmenntirnar megi ekki vera of fullar af beinni pólitík. “The Palestinian has his joys too. He has his pleasures alongside his sorrows. He has the amazing cotnradictions of life, because he is a living creature before being the son of the eight o’ clock news”. Ég leyfi mér svo að birta lengri tilvitnun í hann, sökum þess hversu góð mér þykir hún:
How did I sing for my homeland when i did not know it? Should I be raised or blamed for my songs? Did I lie a little? A lot? Did I lie to myself? To others?
What love is it that does not know the beloved? And why were we not able to hold on to the song? Because the dust of fact is more powerful than the mirage of an anthem? Or because the myth had to descend from its lofty peaks to this real alleyway?
Israel succeeded in tearing away the sacred aspect of the Palestinian cause, turning it into what it is now – a series of “procedures” and “schedules” that are usually respected only by the weaker party in the conflict.
But what remains to the exile except this kind of absentee love? What remains except clinging on to the song, however ridiculous or costly it may be? And what about entire generations, born in exile, not knowing even the little that my generation knows of Palestine?
It is over. The long Occupation that created Israeli generations born in Israel and not knowing another “homeland” created at the same time generations of Palestinians strange to Palestine; born in exile and knowing nothing og the homeland except stories and news. Generations who posess an intimate knowledge of the streets of their faraway exiles, but not of their own country. Generations that never planted or built or made their small mistakes in their own country. Generations that never saw their grandmothers squatting in front of the ovens to present us with a loaf of bread to dip in olive oil, never saw the village preacher in his headdress and Azhari piety hiding in a cave to spy on the girls and the women of the village when they took off their clothes and bathed, naked, in the pool of ‘Ein al-Deir. Yes, the preacher steals the clothes and hides them in the bramble tree so he may gaze long and hard at the tempting beauty of the women. Never in his life will he see temptation like this: not in the nightclubs of Europe, or his gradsons’ louche parties at Lumumba University and various western capitals, or the sex shops in Pillage and St. Denis, or even in the swimming-pools of Ras Beirut and Sidi Busa’id.
The Occupation has created generations without a place whose colors, smells and sounds they can remember; a first place that belongs to them, that they can return to in their memories in their cobbled-together exiles. There is no childhood bed for them to remember, a bed on which they forgot a soft cloth doll, or whose white pilloes – once the adults had gone out of an evening – where their weapons in a battle that had them shrieking with delight. This is it. The Occupation has created generations of us that have to adore an unknown beloved: distant, difficult, surrounded by guards, by walls, by nuclear missiles, by sheer terror.
The long Occupation has suceeded in changing us from children of Palestine to children of the idea of Palestine. I only started to believe in myself as a poet when I discovered how faded all abstracts and absolutes were. When I discovered the accuracy of the concrete detail and the truthfulness of the five senses, and the great gift, in particular, of sight. When I discovered the justice and genious of the language of camera, which presents its view in an amazing whisper, however noisy this view was in fact or in history. Then I made the effort necessary to get rid of the poem that was an easy accompaniment to the anthem, to get rid of the badness of beings.
Þessi bók er ein þeirra sem maður gæti vitnað lengi og víða í. Ég var ekki síður hrifinn af mörgum ljóða Mourids, sem birtast hér og þar í bókinni. Ég enda þessa umföllun með ljóði sem Mourid tileinkar móður sinni. Hann lýsir henni sem umhyggjusamri, fórnfúsri og metnaðarfullri konu sem vill allt hið besta fyrir fjölskylduna og er alltaf með stórar áætlanir á prjónunum. Vegna þess að hún ein er skráð sem íbúi á hernumdu svæðunum, börn hennar eru dreifð hér og þar og Ísrael takmarkar ferðafrelsi, hittist fjölskyldan kannski á 5-10 ára fresti, og það er alltaf óróleiki í loftinu, vitneskjan um að endurfundirnir verða stuttir en aðskilnaðurinn langur.
Ég mæli svo óhikað með þessari bók. Áhugasamir gætu þurft að panta hana í gegnum netið. Sjálfur kom ég fyrst auga á hana á flugvellinum í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum og keypti mér hana í kjölfarið. Sé ekki eftir því.
She wants to go to a planet away from the earth
Where the paths are crowded with people running to their rooms
And Where the beds in the morning are chaos
And the pillows wake up crumpled,
Their cotton stuffing dripping in the middle.
She wants the washing lines full and much, much rice to cook for lunch
And a large , large kettle boiling over the fire in the afternoon
And the table for everyone in the evneing, its tablecloth dripping with the sesamese of chatter.
She wants the smell of garlic at noon to gather the absent ones
And is surprised that the mother’s stew is weaker than the power of governments and that her pastry in the evening
Dries on a sheet untouched by any hand.
Can the earth contain
The cruelty of a mother making her coffee alone
On a Diaspora morning?
She wants to go to a planet away from the earth
Where all directions lead to the harbor of the bosom,
The gulf of two arms
That receive and know no farewells.
She wants airplanes to come back only.
Airports to be for those returning,
The planes to land and never leave again.
2 ummæli:
Ég sé að ég þarf að lesa þessa bók við tækifæri.
Einar,
we are so happy to have sometime news from you,
from Islanda!
Thanx for Mourid,
i invite you to read this other book:
"murales". by Mahmoud Darwich
and also i invite you to gaza....
think about it,
later i will send you a mail.
dall'Islanda all'Italia,
lo stesso cuore gronda passione per la liberazione della Palestina.
Vik
Skrifa ummæli