Mótsvar dauðans
Umræðan um kosingabaráttu demókrata í Bandaríkjunum hefur lengi snúist um þetta: “Hvort vinnur blökkumaður eða kona?”. Hvort sem Barak Obama eða Hillary Clinton yrði forseti myndi þetta vissulega marka tímamót hvað þá þætti varðar.
Því skil ég ekki hvers vegna repúblíkanar hafa ekki fært sér þetta í nyt. Ef þeir vildu gætu þeir slegið tvær flugur í einu höggi og skotið demókrötum ref fyrir rass. Þeir gætu m.ö.o. sent Condoleezu Rice í forsetaframboð.
Það er kannski fyrir bestu að þeim virðist ekki hafa flogið þessi hugmynd í hug ennþá...
3 ummæli:
Þeim mun aldrei detta það í hug. Þeir eru repúblíkanar.
Rice vill ekki fara í framboð. Rudy getur orðið fyrsti ítalsk ameríski forsetinn ef þið vljið pæla í svoleiðis rugli. Hillary er auli. Obama er auli: http://www.the19thfloor.net/images/obama.jpg.
Rudy er semi-auli en að minnsta kosti SLICK semi-auli
Og það er mergur málsins. ;)
Skrifa ummæli