föstudagur, apríl 20, 2007

Af bloggerdrasli og hnyttnum orðaskiptum

Helvítis rusl getur þetta blogger-dæmi verið. Ég tapaði áðan öllum greinamerkjum í tilvitnununum og var ða ðskrifa það aftur upp á word, þ.e.a.s. orðabil, gæsulappir og úrfellingarmerki. Það var gott að ég vistaði skjalið, því mér virðist ómögulegt að paste-a eins og er. “This program is not responding”. Ekki bætir úr skák að ég er að nota internet explorer á tölvunni á Bókasafninu en Mozilla er ekki installað

...

And now for something completely different:

Ég: “Kristján, þegar þú fellur frá, hvort myndir þú heldur vilja vera heygður eða brenndur á skipi?”
Kristján: “Brenndur á skipi.”
Ég: “Sama hér. Myndirðu ekki vilja að ástkær eiginkona þín færi lifandi með þér á bálið?”
Kristján: “Over my dead body!”
Ég: “Hmm... já,... það nú svona eiginlega hugmyndin...”


Um daginn vorum við Kristján líka að rabba um heimanám og ég heyri hann segja við mig upp úr þurru: "Jæja, ertu búinn að ríða Önnu Heiðu?"*

Þögn.
Ég glápi á hann eins og naut á nývirki, með svip sem lýsti í senn megnustu vantrú og viðbjóði. Er hann eitthvað verri? Jafnvel á hans mælikvarða er þetta ógeðslegt!
Stama svo upp úr mér: Bíddu.. HA??? Hvað sagðirðu?
Kristján: "Ertu búinn að hlýða Önnu Heiðu?"

Þegar misskilningurinn kom í ljós sprungum við báðir úr hlátri.


*Anna Heiða kennir mér ritlist. Kona á besta aldri.

5 ummæli:

Bastarður Víkinga sagði...

You had to be there, aye?

Einar Steinn sagði...

Það má vera. Okkur fannst þetta alla vega drepfyndið.

Kristján H sagði...

Ábyggilega sama og með tvíburanna

Kristján: Það voru þrír tvíburar
Einar: Voru þrír kýklópar

Einar Steinn sagði...

Hehe, ég var hrifnari af minni útgáfu. :)

Siggi Ö sagði...

HAhahahahaahah!

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.