mánudagur, apríl 09, 2007

Gleðilega páska!

Enn sem áður á Jóhannes skáld úr Kötlum hug minn og hann á jafnframt ljóð dagsins að þessu sinni:


Ljóð um hamingjuna


Hamingjan er ekki til sölu:
fljúgið of heim allan
gangið búð úr búð
– engin hamingja

Hamingjan er það ódýrasta sem til er:
kostar ekkert
– það dýrasta:
kostar allt.

Bíðið ekki hamingjunnar:
hún kemur ekki af sjálfu sér
– eltið hana ekki:
hún flýr.

Hamingjan er alstaðar og hvergi:
í ofurlítilli tó undir norðurásnum
á hafi úti
við þitt brjóst.

Þetta er hamingjan:
að yrkja jörðina
að yrkja ljóðið
og elska jörðina og ljóðið.




-- Jóhannes úr Kötlum, Sjödægra, 1955.


ps Hefur aldrei komið út æfisaga Jóhannesar? Mér þætti þörf á því.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hreinar Sveinn!

Einar Steinn sagði...

Hey, þetta er MINN brandari!

Nafnlaus sagði...

Ævisaga Jóhannesar!? Ég myndi kaupa það fyrir dollar!

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.