miðvikudagur, apríl 18, 2007

Ég á mér draum...

... og hann er einkar hégómlegur.
Ég hélt upp á páskana með fjölskyldunni í Lækjartúni og átti afar notalega stund í alla staði. Eftir matinn varð mér litið niður í kjallara og virti þar fyrir mér leikföng systurbarna minna. Þar rak ég augun í gúmmíhauskúpu sem var nokkuð sannfærandi útlits og fór að fíflast með hana. Kjálkinn var laus, og mátti hreyfa hann. Ég setti mig í Hamletíkskar stellingar með miklum tilþrifum og tjáði Hórasi og hverjum sem hlýða vildi að ég hefði nú þekkt hann vesalings Jórík vel.
Þá rann upp fyrir mér hvað mig langar í: Mig langar að vera með mannshauskúpu á skrifborðinu mínu. Þar myndi ég feta í fótspor margra mætra manna, m.a. rithöfundarins Ambrose Bierce. Þetta þótti víst nokkuð töff meðal vísindamanna, hugsuða og rithöfunda á sínum tíma, alla vega költ, ef ekki annað. Þessi hauskúpa myndi í senn svala vera mér áminning um fallvaltleika mannlífsins og svala listasnobbi mínu og hégómleika.
Það er vel þekkt að menn hafi ánafnað höfuð sitt eða líkama vísindunum en því miður þekki ég ekki mörg dæmi þess að slíkt hafi verið gert til að svala hégómleik og listasnobbi. Ég auglýsi hér með eftir áhugasömum sem vilja arfleiða mig af líkamsleifum sínum. Ef það bregst tékka ég bara á E-bay.
Að sama skapi gæti verið flott að vera með uppstoppaðan hrafn í herberginu. “Quoth the raven, ‘Nevermore’”. Fá smá Edgar Allan Poe-fíling.
Auðvitað er ekkert skáldlegt við að skrifa á tölvu. Nei, fjaðurpenni skal það vera, og helst skal ritað á kálfskinn. Hyggst ég einnig letra með merarblóði.
Ég hef svo aldei sagt skilið við drauminn minn um fljúgandi apaherinn, en mig hefur dreymt um hann síðan að ég las Galdrakarlinní Oz. Ég hef sagt það áður en ég segi það aftur: "Hversu kúl væri það?" “Fly, my pretties! Fly”. Erfðavísindin hafa því miður ekki gert mér þetta kleyft ennþá.
Kári Stefánsson má alveg fara að taka sér tak.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég átti eitt sin alvöru Hauskúpu en lítill drengur mölvaði hana!

Einar Steinn sagði...

Pjah, hefðir nottlega alltaf getað reddað þér nýrri hauskúpu. Barnahauskúpu....

Það er nebblega það. Það er örugglega auðveldara að verða sér út um hauskúpu ef maður spyr ekki hvaðan hún kemur.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.