Börn drepin í átökum á Gaza
Hryllingurinn ágerist sífellt á Gaza. Ekki er nóg að hernámið og fjársveltið herði sífellt kyrkingarólina á fólkinu, heldur takast fylkingarnar enn á og meðal fórnarlamba átakanna eru 12 ára stúlka og tveggja ára drengur sem voru drepin í átökunum. Megi þau hvíla í friði. Hvað þarf að stinga út mörg augu áður en menn uppgötva að allir eru orðnir blindir? Átökin spila auk þess upp í hendurnar á Ísraelsstjórn og þeim Vesturlöndum sem eru taglhnýtingar þeirra. Ástandið hefur aldrei verið verra og ég efa að nokkurn tíma hafi verið jafn mikil þörf og nú fyrir samstöðu milli Palestínumanna.
Ég fagna nýrri þjóðstjórn Palestínu og bind vonir við hana. Ég fagna af öllu hjarta ákvörðun Norskra yfirvalda að viðurkenna þjóðstjórnina og rjúfa fyrir sitt leiti einangrunina. Þarna urðu þeir á undan Íslendingum, en við getum enn orðið önnur þjóðin til þess og farið að góðu fordæmi Norðmanna. Fyrr næst friður ekki en einangrunin verður rofin og fjársveltið verður stöðvað. Hversu margir þurfa að lifa við kúgun og lepja dauðann úr skel þangað til ráðamenn gera sér þetta ljóst?
Það er af fundinum að segja að hann var góður og vel sóttur. Það var uppörvandi að hitta félagana aftur. Ályktun fundarins liggur fyrir og verður send í blað eða blöð, auk áskorunnar til utanríkisráðuneytisins. Ég birti ályktunina við fyrsta tækifæri.
Kristján er að gera ritgerð um málefni Ísraels og Palestínu og bauð ég honum auðvitað aðstoð, gaukaði að honum efni sem mér sýndist geta gagnast og saurgaði óharðnaðan og áhrifagjarnan huga hans með illum hatursáróðri mínum.
Fyrir nokkrum dögum voru einnig liðin fjögur ár frá innrásinni í Írak. Enn geysar stríð, enn er herinn þarna, enn hefur nafn Íslands ekki verið tekið af lista "hinna viljugu þjóða", og hryllingurinn hefur aldrei verið meiri. Landið er í rúst, hundruðir þúsunda eru látnir fólk er svipt ástvinum og eignum, atvinnumöguleikum, sært, örkumlað, afskræmt og lifir í ótta. Yfir milljón eru flóttamenn. Enn hefur ríkisstjórnin ekki beðið Íraka afsökunar á stuðningnum við stríðið og enn hefur hún ekki beðið íslendinga afsökunar á að hún hafi bendlað þá við stríðið með þeim stuðningi.
Í þessu sambandi vil ég mæla eindregið með tveimur bókum við lesendur: Palestine eftir Joe Sacco, sem hann skrifaði um dvöl sína á hernumdu svæðunum 1991-2 og Pride Of Baghdad eftir Brian K. Vaughan og Niko Henrichon .
Fyrir ári orti ég ljóð daginn eftir að ég sá tvær heimildamyndir um stríðið. Ég var nánast ennþá í trauma. Sú fyrri, "Ég er arabi", leitaði álits ýmsra Íslendinga á stríðinu og tjáðu þeir sig um það. Þar skynjaði maður helst reiði, skömm og sorg. Seinni myndin, "1001 nótt", sýndi myndir af fórnarlömbum stríðsins, margar svo hryllilegar að fréttastofur höfðu ekki einu sinni treyst sér að sýna þær með aðvörun. Vuið vorum einnig ítrekað vöruð við. samt ákvað ég að sitja, þetta var svipað eins og þegar maður sér myndir af fórnarlömbum Auschwitz. Hryllingurinn er nær ólýsallegur, samt horfir maður á. Til þess að læra af hryllingi sögunnar, til þess að reyna að skilja og varast hann. Þarna horfði ég nötrandi á hið sanna andlit stríðsins og það horfði til baka. Atriðið með aftökunni var mér um megn, ég reyndi að forðast það, en ég sá því miður endann þegar ég hélt að því væri lokið.
Btw, ég hafði ekki geð í mér að horfa á hina viðbjóðslegu aftöku á Saddam Hussain og tel þá sem slefa yfir því ógeðslega nekrófíla.
Ljóðið, Til minningar fyrir friði
eftir kvikmyndasýningu fórnarlamba stríðsins
18. mars 2006 má nálgast hér og ég held að það lýsi nokkuð vel minni afstöðu og tilfinningum til stríðsins.
1 ummæli:
Varð hugsað til tilvitnunar í Nietzche (sem ég þekki aðeins vegna þess að hún birtist í Watchmen, sem er btw skyldulesning): "Battle not with monsters lest ye become a monster and if you gaze into the abyss the abyss gazes into you".
Skrifa ummæli