föstudagur, júní 16, 2006

Lag dagsins: Hey You með Pink Floyd, af plötunni The Wall.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Ýmislegt að blogga um, mismerkilegt. Það er hins vegar oftast allur vindur úr manni eftir vinnu. Snæddi Eldsmiðjupizzu með ömmu og sáutum við og spjölluðum uns ég hélt heim um tíu. Nú verð ég að henda mér í rúmið til að vera jafn frískur og fjörugur og Hemmi Gunn þegar ég vakna (þekkjandi sjálfan mig á morgnanna: Feiti sénsinn).
Í dag leiddist mér svo í vinnunni að ég varð að hemja mig svo ég nagaði ekki af mér fótinn af einskærum leiðindum. En hún er ágætlega borguð.
Bubbi orðaði það vel í Færeyjablús:
Sárir gómar, flegnar hendur,
vöðvar gráta vilja ekki meir
en áfram er þjösnast áfram er þrælað,
hugsað um hetjur Hemmingway’s.


Eða þessi lína:

Þegar í bæinn ég mæti aftur
svíf inn í kúltúrinn.
Menningarvitar sitja á Mokka
spjallandi um heimsmálin.


How very true.

Nú hryn ég í bólið, blogga eflaust á morgun eða eitthvað um helgina. Stay tuned.

laugardagur, júní 10, 2006

Af 3000 manna mótmælum gegn stóriðju, þögn RÚV og skiltisdeilum



Mikið hefur verið rætt um eitt skiltið sem birtist í 3000 manna mótmælagöngu gegn stóriðjustefnu stjórnvalda um daginn. Mun meira hefur borið á umræðum um skiltið heldur en fjöldann í göngunni eða baráttumálin. Fréttin af mótmælagöngunni var mér fagnaðarefni, hún barst mér þegar ég var úti í Finnlandi. Þar með missti ég því miður af henni. Skiltið umdeilda hafði ég hins vegar séð áður og þótti afar ósmekklegt.
RÚV kaus að þaga algerlega yfir mótmælunum á kjördag. Það hefur síðan aðallega beint sjónum sínum að deilunni um skiltið, fremur en göngunni og málefnunum og hefur mér sýnst aðrir fjölmiðlar róa á svipuð mið.
Af nokkrum góðum skrifum um mótmælin og skiltið má nefna skrif á Egginni, skrif Davíðs Þórs Jónmundssonar, Stefáns Þórs Sæmundssonar og síðast en ekki síst skrif Vésteins bróður míns. Ég ætlaði mér alltaf að blogga um afstöðu mína til þessa en áðurnefnd skrif rúma mikið af mínum skoðunum. Ég hafði tjáð mig um afstöðu mína við Hauk og var núna að skrifa sæmilega langt komment við færsluna hans Vésteins, þar sem Haukur hafði áður kommentað.

NOTA BENE: Ég minni sérstaklega á undirskriftalista sem stendur yfir á Egginni, þar sem þögn RÚV gagnvart hinni 3000 manna mótmælagöngu er mótmælt og ég hvet lesendur til að skrá sig á hann.

Að lokum vil ég benda á það að mér þykir mjög ómaklegt hjá Valgerði Sverrisdóttur að ætla að reyna að bendla Vinstri-græna við skiltið umdeilda. Þetta er það sem kallast rógur á góðri íslensku.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Til hamingju með daginn



Í dag er Hinn alþjóðlegi Slayer-dagur. Hvað sem þú gerir, hlustaðu á Slayer. Sjálfur held ég daginn hátíðlegan í þessum skrifuðu orðum með því að hlusta á Raining Blood af plötunni Reign In Blood. Uppáhalds lagið mitt með Slayer, ásamt Angel of Death.

Halldór Ásgrímsson er að fara að hætta í ríkisstjórn. Til hamingju með það líka.

fimmtudagur, júní 01, 2006

Ég er lémagna eftir langan vinnudag. Ég blogga líklegast fljótlega, af nógu að taka. Nú ætla ég hins vegar að láta fallast í rúmið og sofa vært. Zzzzzznkrrglllhh........
Lag dagsins: Innocent When You Dream með Tom Waits, af plötunni Frank's Wild Years.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.