miðvikudagur, maí 03, 2006

Sólarlag

Sólin ilmar af eldi
allan guðslangan daginn,
faðmar að sér hvert einasta blóm
andar logni yfir sæinn.

En þegar kvöldið er komið
og kuldinn úr hafinu stígur
þá kastar hún brandi á bláloftsins tjöld
og blóðug í logana hnígur.

Nóttin flýgur og flýgur
föl yfir himinbogann.
Myrkrinu eys hún á eldbrunnin tjöld
eys því sem vatni yfir logann.

Föl og grátin hún gengur,
geislanna í blómunum leitar.
- Enginn í öllum þeim eilífa geim
elskaði sólina heitar.


-- Jóhann Sigurjónsson

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.