Með.... uhh... hádegiskaffinu (svona er maður árrisull!): Tvö harðsoðin egg, The Dead (smásaga eftir James Joyce, síðasta sagan í Dubliners) og Plöturnar Sticky Fingers og Exile On Main Street með The Rolling Stones. Eftir að ég klára The Dead sný ég mér líklegast að Castle Rackrent eftir Mariu Edgeworth, The Cripple of Inishman (a.k.a. Halta Billa) eða leikritunum tveimur eftir Yeats. Ég þarf alla vega að halda vel á spöðunum í dag.
Ég brá mér í sund í gær, það var afskaplega hressandi, ekki síður að brúka strauminn í heita pottinum, enda vöðvarnir orðnir full rýrir eftir allt of litla hreyfingu í prófunum. Skal nú bætt úr því, og ekki frá því að ég skelli mér aftur í sund í dag.
fimmtudagur, maí 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli