föstudagur, maí 12, 2006

A Moment of EpiphanyEvge! Evgepe!
Ég fékk algera hugljómun um hvað mig langar að skrifa um í ritgerðarspurningu í prófinu á morgun. Þetta er svo sannarlega það sem Joyce kallaði „epiphany“. Það liggur við að ég vildi taka prófið núna (hvað þá rétt áðan), meðan andinn er enn með mér. Ég vona að andi hugljómunarinnar verði með mér á morgun, annars verð ég að leggja traust mitt á starfsemi heila míns á Laugardagsmorgni og rótsterkt biksvart kaffi. Alveg svo megi tjarga með því hrúta.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.